Tæknivæðing á kæli – og frystikerfum í sjávarútvegi, regluverk og samkeppnisstaða í alþjóðlegu tilliti

Tæknivæðing á kæli - og frystikerfum í sjávarútvegi, regluverk og samkeppnisstaða í alþjóðlegu tilliti

Sigurður Jónas BergssonSilfurberg B

Sigurður Jónas Bergsson
Tæknistjóri hjá Kælismiðjunni FROST

Í erindinu verður fjallað um þær breytingar sem átt hafa sér stað á kæli- og frystikerfum í sjávarútvegi ásamt því að fara yfir þær áskoranir sem síbreytilegar umhverfiskröfur hafa í för með sér, sem og auknar öryggis og gæðakröfur sem gerðar eru til þessara kerfa. Þá mun Sigurður leitast við að skýra hvar við stöndum í samanburði við okkar samkeppnislönd er varðar tæknivæðingu á kæli- og frystikerfum í sjávarútvegi. 

Sigurður Jónas Bergsson er með B.Sc. í véla- og orkutæknifræði og starfar sem tæknistjóri hjá Kælismiðjunni FROST. Starfssvið hans er hönnun og verkefna stjórnun á kæli- og frystibúnaði í sjávarútvegi, hönnun varmadælukerfa til upphitunar og nýtingu glatvarma í iðnaði auk þess sem hann er með sérverkefni á sviði þurrkunar s.s. sjávarafurða og lyfjaiðnaðar. Hann hefur verið virkur í þróun nýrrar kælitækni, þar á meðal segul- og hljóðbylgjufrystingu, sem bætir gæði og ferskleika sjávarafurða. Sigurður hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum rannsóknum og verkefnum sem miða að því að bæta frystiferli og auka orkunýtingu.

Tue 9:50 am - 10:05 am
Samkeppnishæfi Íslands
Scroll to Top