7. - 8. nóvember í Hörpu
Stjórnun fiskveiða
- svo miklu meira en kvóti
Stjórnun fiskveiða - svo miklu meira en kvóti!
Fókusinn í ár
Á dagskrá ráðstefnunnar 2024 eru lifandi erindi og umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú hefð hefur skapast að hver ráðstefna hefur sína eigin yfirskrift sem myndar rauðan þráð í málstofunum. Árið 2024 er yfirskriftin „Stjórnun fiskveiða – svo miklu meira en kvóti!“ og því ljóst hver fókusinn verður.
Ávarp formanns
Fiskveiðar við Ísland eru ríkur hluti af þjóðarsálinni og hafa verið undirstaða vaxandi lífsgæða síðustu 100 ár. Það þýðir ekkert að slíta í sundur sjálfbærni og fiskveiðar. Það þýðir ekkert að slíta í sundur fiskveiðistjórnun og fiskveiðar. Algerlega skýr tengsl en stundum ber kappið skynsemina ofurliði‚ eða öfugt.
Dagskrá
Á dagskrá ráðstefnunnar 2024 eru 16 málstofur sem fræða, vekja til umhugsunar, hvetja til hugmynda, úrlausna og samstarfs allra hagaðila í íslenskum sjávarútvegi.
Bakhjarlar
Við undirbúning og framkvæmda Sjávarútvegsráðstefnunnar er lögð rík áhersla á samstarf og samstarfsaðilar eiga skilið ríkuglegt þakklæti fyrir stuðning við markmið ráðstefnunnar. Bakhjarlar okkar eru lykilþátttakendur í að móta og styðja við ráðstefnuna, sem er stærsti árlegi viðburður sjávarútvegsins á Íslandi. Með því að vera bakhjarl Sjávarútvegsráðstefnunnar sýna fyrirtæki ekki aðeins fram á samfélagslega ábyrgð heldur einnig stuðning við sjálfbæra þróun og framtíð sjávarútvegsins. Við bjóðum þér að vera hluti af þessum mikilvæga vettvangi.
Verkefnið
Markmið Sjávarútvegsráðstefnunnar er að vera vettvangur fyrir fræðslu, umræðu og samstarf innan sjávarútvegsins.
Um Félagið
Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa vettvang fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.