Sjávarútvegsráðstefnan

Hugmyndin

Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn. Í dag eru ýmsar ráðstefnur og fundir innan sjávarútvegsins en þá yfirleitt tengt einstökum félögum, samtökum eða efni.

Hlutverk

Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu. Hlutverk félagsins er að halda árlega sjávarútvegsráðstefnu og er tilgangur hennar að:

  1. stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og
  2. vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.

Sjávarútvegsráðstefnan er fyrir alla!

Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka. Allir þeir sem láta sig málefni sjávarútvegsins geta gerast hluthafar. Hér má finna hluthafaskrá miðað við september 2019.

Skipulag félagsins

Aðalfundur félagsins kýs sex manna stjórn sem er jafnframt ráðstefnuráð. Stjórn félagsins skipuleggur og sér um framkvæmd sjávarútvegsráðstefnunnar. Við val á stjórn félagsins er leitast við að hún endurspegli sem best starfsemi sjávarútvegs. Til að tryggja að sjónarmið sem flestra innan greinarinnar nái fram er gert ráð fyrir reglulegri endurnýjun með því að skipta út helmingi stjórnar á hverju ári eins og fram kemur í samþykktum félagsins.

Sjávarútvegsráðstefnan

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan var haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Á síðustu árum hafa ráðstefnurnar verðið haldnar í nóvember og frá árinu 2016 í Hörpu.

Ársreikningur Sjávarútvegsráðstefnunnar

Hægt er að sækja ársreikninga ráðstefnunnar á Skatturinn.is.

Scroll to Top