Markaðssetning sjávarafurða til erlendra ​ ferðamanna​

Markaðssetning sjávarafurða til erlendra ​ ferðamanna​

Daði GuðjónssonSilfurberg A

Daði Guðjónsson
Forstöðumaður markaðsmála hjá Íslandsstofu

Íslenskur fiskur er íslensk upplifun – í erindinu verður farið yfir viðhorf erlendra ferðamanna gagnvart íslenskum sjávarafurðum og hvernig markaðssetning getur hjálpað til við að tengja fiskinn betur við ferðaupplifun þeirra, sem og auka hróður vörunnar þegar heim er komið. 

Daði er forstöðumaður markaðsmála hjá Íslandsstofu. Íslandsstofa sinnir mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styður íslensk fyrirtæki á erlenda markaði og greiðir götu erlendra fjárfesta í íslensku atvinnulífi. 

Daði er hagfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með MBA frá Háskóla Reykjavíkur. Daði hefur viðamikla reynslu í markaðsmálum og hefur m.a. verið markaðsstjóri Ferðaskrifstofu Íslands,  starfað hjá Íslandsstofu á árunum 2013-2020 í mismunandi hlutverkum áður en hann tók starfi hjá Krónunni sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Árið 2024 sneri hann svo aftur til Íslandsstofu og er í dag forstöðumaður markaðsmála þar.  

Tue 9:25 am - 9:45 am
Fiskisagan
Scroll to Top