Dagskrá 2024
Forsíða » Dagskrá 2024
Stjórnun fiskveiða - svo miklu meira en kvóti
Dagskrá 2024
Á dagskrá ráðstefnunnar 2024 voru 16 málstofur ætlaðar til fróðleiks, að vekja til umhugsunar, hvetja til hugmynda, úrlausna og til samstarfs allra hagaðila í íslenskum sjávarútvegi. Erindi ráðstefnunnar í ár má nálgast hér:
Stjórnun fiskveiða – Opnunarmálstofa
- Velkomin – Opnunarávarp
- Fyrir hvern er fiskveiðistjórnun
- Hlutverk Hafrannsóknarstofunar í stjórnun fiskveiða?
- Efnahagshorfur og umfang sjávarútvegs
- Áskoranir stjórnvalda við stjórnun fiskveiða
Sýn alþjóðasamfélagsins
- Opinbert eftirlit – Akkur eða ánauð?
- Villta vestrið loks tamið?
- Aflaregluhermarnir: Grunnur, mörk og val
- Er samráð og samstarf í haf- og fiskirannsóknum alltaf jafn mikilvægt?
- Vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni
- Samtal við atvinnugreinina
Er gullhúðun íslenskra stjórnvalda
- Brynjar
- Sofnað á verðinum: Getur gullhúðun skaðað samkeppnishæfi?
- Raunir af völdum reglugerða
- Gullhúðun og sveigjanleiki: Staðan og möguleikar
- Hafsjór af gulli
- Pallborð Brynjar
Eiga fiskar að fljúga eða synda
- Þórhallur – opnun
- Hvers vegna flytjum við ferskan fisk með flugi?
- Fisk fer best að synda
- Vegferð Faxaflóahafna
- Hvernig ferðast laxinn best til viðskiptavina
- Panell – Þórhallur
Sjávarútvegur til framtíðar
- Upphafsglæra
- Rannsóknir, þróun og nýsköpun til framtíðar
- Sigurður Óli Sigurðsson
- Mikilvægi háskóla í R&Þ sem og nýsköpun í sjávarútvegi og lagareldi
- Vits er þörf þeim er víða ratar
- María
- Pallborð – Sigurjón
Dýpri sýn
- Upphafsglæra
- Dýpri sýn á fiskveiðistjórnun botnfisktegunda, Djúpkarfinn
- Sjónarhorn skipstjórans
- Eftirlit – hvaða klisja er það?
- Elín – pallborð
Tækifæri í menntamálum
- Opnun – Daði Már
- Sjávarútvegsskóli unga fólksins
- Framtíðin liggur í tækninámi
- Framtíð Skipstjórnar- og Vélstjóramenntunar Sjóklár Framtíð
- Tækifæri í háskólatengdri sjávarútvegsmenntun
- Spurt og svarað – Daði Már
Hratt flýgur fiskisagan
- Opnun Birna
- Er enginn að gera neitt?
- Markaðssetning sjávarafurða til erlendra ferðamanna
- Sólveig
- Þorskur í suður Evrópu
- Pallborð – birna
Tæknileg samkeppnishæfni
- Opnun Sóley
- Frá roði til róbóta: Ævintýrið í íslenskri fiskvinnslu
- Óson í matvælaiðnaði
- Þróun nýrra umbúða: Flutningur á laxi í kerum
- Tæknivæðing kæli- og frystikerfa í sjávarútvegi
- Þróun og samkeppni á vinnslulausnum um borð í fiskiskipum
- Pallborð Sóley
Umhverfisgögn
- Opnunarglæra
- Umhverfismælingar á vegum Hafrannsóknarstofnunar
- Copernicusar-áætlunin og aðrar fjarmælingar tengdar hafinu
- Geta umhverfisgögn bætt spágetu okkar af fiskigengd: dæmi af loðnu (á ensku)
- GreenFish
- Er eitthvað á gögnum að græða fyrir sjávarútvegsfyrirtæki?
- Pallborð – Guðbjörg
Fróðleikur um fiskveiðistjórnun
- Opnunarglæra
- Fisheries management and sustainability, abroad
- Fiskveiðistjórnun í Norður-Kyrrahafi: Samvinnurannsóknir með iðnaði
- Fiskveiðistjórnun í Noregi
- Áskoranir fiskveiðistjórnunar í heiminum
- Pallborð – Árni M.
Stefnumótun og framtíðarsýn
- Opnunarglæra
- Innleiðin stefnu og þróun samkeppnisforskots stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins
- Stefnumótun stjórnvalda á sviði sjávarútvegs
- Pétur
- Betra er að róa en reka undan
- Pallborð – Hólmfríður
Sjávarútvegstengd nemendaverkefni
- Upphafsglæra
- B.Sc. Lokaverkefni í sjávarútvegsfræði
- Netaprent
- Hönnun þurrísskammtara
- Influence of river proximity on water quality
- Sjávarútvegur er mér í blóð borinn
- Sjávarútvegur er stútfullur af tækifærum
- Panell – Sigríður
Bétillbé eða Bétilsé?
- Opnun – Elma
- Ölgerðin
- From B2B to B2C to B2P
- Verðmætaaukning með markaðsaðgerðum
- BétilBé eða BétilSé
- Pallborð – Elma
Samningatækni, samskipti og þrautsegja
Stjórnun fiskveiða – Opnunarmálstofa
Fimmtudagur 10:00 – 12:00
Umsjónarmaður: Kristinn Hjálmarsson
Málstofustjóri: Gunnþór Ingvason
Fiskveiðar við Ísland eru ríkur hluti af þjóðarsálinni og hafa verið undirstaða vaxandi lífsgæða síðustu 100 ár. Það þýðir ekkert að slíta í sundur sjálfbærni og fiskveiðar. Það þýðir ekkert að slíta í sundur fiskveiðistjórnun og fiskveiðar. Algerlega skýr tengsl en stundum ber kappið skynsemina ofurliði‚ eða öfugt. En kapp og skynsemi eru stórkostlegir félagar sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið kappkostar flétta saman þannig að samfélagið, efnahagslífið og náttúran þroski samband sitt til viðvarandi verðmætasköpunar.
Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samstarfsvettvangur allra hagaðila í sjávarútvegi. Fiskveiðistjórnunarkerfið er forsendan fyrir viðvarandi verðmætasköpun sem lífsgæði fjölskyldna og hagur fyrirtækja á Íslandi treysta á.
Þess vegna má alls ekki smætta fiskveiðistjórnunarkerfið í þrönga umræðu um kvóta. Á sjávarútvegsráðstefnunni 7. og 8. nóvember 2024 beinum við kastljósinu að kerfinu sem er samstarfsvettvangur hundruð fyrirtækja og þúsunda starfsmanna sem hafa beina eða óbeina aðkomu að verðmætasköpun í grein sem árlega veltir hundruðum milljarða.
Fjárfesting í nýsköpun og rannsóknum fer fram hjá stöndugum fyrirtækjum og kraftmiklum einstaklingum sem brenna fyrir hugmyndir sínar eru drifkraftur aukinnar nýtingar og verðmætasköpunar þar sem sífellt meiri verðmæti eru unnin úr minna hráefni.
Á bak við verðmætin er fiskveiðistjórnunarkerfið sem verður rauður þráður í gegnum málstofur ráðstefnunnar árið 2024. Á ráðstefnunni verður fiskveiðistjórnunarkerfið okkar skoðað frá ólíkum sjónarhornum til að gagnrýna, til að læra, til að þróa og gera betur.
Velkomin – Opnunarávarp
Lilja Björk Einarsdóttir
Bankastjóri Landsbankans
Opnunarávarp bankastjóra Landsbankans
Lilja Björk hefur verið bankastjóri Landsbankans frá árinu 2017 en hún situr einnig í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Viðskiptaráðs Íslands. Á árunum 2008 til 2016 stýrði hún starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands (LBI ehf.) í London. Frá 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda. Áður vann hún hjá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu Marsh & McLennan frá 2003 til 2005. Lilja er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistarapróf í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum.
Málstofustjóri kynnir dagskrá
Gunnþór Ingvason
Forstjóri Síldarvinnslunnar hf.
Málstofustjóri mun passa uppá tímanotkun allra og reka áfram með harðri hendi þannig að skilaboð séu hnitmiðuð og hægt að ræða betur í pallborði.
Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar hf. á Íslandi. Hann hefur gegnt þessari stöðu frá árinu 2010. Gunnþór hefur einnig gegnt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem stjórnarmaður hjá Polar Pelagic A/S, Arctic Fish Holding AS, Hraunlón ehf., Fóðurverksmiðjunni Laxá hf., og Bergs Hugins ehf. Áður starfaði hann sem stjórnarmaður hjá Atlantic Coast Fisheries Corp. Gunnþór hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi og hefur unnið að þróun og stækkun fyrirtækja í greininni.
Fyrir hvern er fiskveiðistjórnun?
Guðmundur Kristjánsson
Forstjóri Brims
Skipulagning fiskveiða, framleiðslu og verðmætasköpunar innan kerfisins.
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim hf. Hann hefur gegnt þessari stöðu frá stofnun fyrirtækisins. Guðmundur hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi og hefur unnið að þróun sjálfbærra veiðiaðferða og nýtingu auðlindarinnar.
Hann hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja innan greinarinnar og hefur verið virkur í að tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé í samræmi við umhverfisvernd og verndun sjávarvistkerfa. Guðmundur hefur talað um mikilvægi kvótakerfisins á Íslandi og hvernig það hefur stuðlað að sjálfbærni og hagkvæmni í sjávarútvegi.
Hlutverk Hafrannsóknarstofnunar í stjórn fiskveiða
Þorsteinn Sigurðsson
Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar
Farið verður yfir það rannsókna- og ráðgjafarhlutverk sem Hafrannsóknastofnun hefur við stjórn auðlinda hafsins. Bæði verður farið verður yfir hlutverkið varðandi nýtingu lifandi auðlinda en einnig það hlutverk sem stofnunin hefur varðandi vernd vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Háskólanum í Bergen. Hann hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994 og var forstöðumaður nytjastofnasviðs frá 2005 til 2016. Frá 2016 til 2019 starfaði hann sem forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Árið 2020 hóf hann störf sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Þorsteinn var skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar árið 2021. Hann hefur haft mikil áhrif á hafrannsóknir á Íslandi og hefur leitt stofnunina í mikilvægum verkefnum, þar á meðal endurnýjun skipaflotans.
Efnahagshorfur og umfang sjávarútvegs
Una Jónsdóttir
Aðalhagfræðingur Landsbankans
Þjóðhagslegt mikilvægi sjávarútvegs
Una er með M.Sc. gráðu í hagfræði og stjórnun frá Humboldt-háskóla í Berlín og B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Una hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2019 og stýrt Greiningardeild bankans frá 2022.
Áskoranir stjórnvalda við stjórnun fiskveiða
Bjarni Benediktsson
Forsætis- og matvælaráðherra
Hlutverk framkvæmdavaldsins við stjórnun fiskveiða og verkefnin framundan.
Bjarni Benediktsson er núverandi forsætisráðherra og matvælaráðherra Íslands. Hann hefur starfað sem alþingismaður síðan 2003 og gegnt ýmsum ráðherraembættum, þar á meðal fjármála- og efnahagsráðherra og utanríkisráðherra. Bjarni mun tala á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024 um áskoranir stjórnvalda við fiskveiðistjórnun.
Spurt og svarað
Gunnþór Ingvason
Forstjóri Síldarvinnslunnar
Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar hf. á Íslandi. Hann hefur gegnt þessari stöðu frá árinu 2010. Gunnþór hefur einnig gegnt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem stjórnarmaður hjá Polar Pelagic A/S, Arctic Fish Holding AS, Hraunlón ehf., Fóðurverksmiðjunni Laxá hf., og Bergs Hugins ehf. Áður starfaði hann sem stjórnarmaður hjá Atlantic Coast Fisheries Corp.
Gunnþór hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi og hefur unnið að þróun og stækkun fyrirtækja í greininni.
Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM
Methúsalem Hilmarsson
Starfsmaður TM
Verðlaun sem hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Kynning á aðilum sem eru tilnefnd og afhenda þeim verðlaunagripinn Svifölduna.
Methúsalem Hilmarsson er með B.ed. og gráðu í mannauðsstjórnun. Hann er sérfræðingur á fyrirtækjasviði TM þar sem hann starfar við áhættumat fyrirtækja, forvarnir og fræðslu, ásamt greiningum á áhættu og tjónum.
Sýn alþjóðasamfélagsins á samtal, samráð og samstarf við fiskveiðistjórnun og reynslan hér heima
Fimmtudagur 13:00 – 14:45
Málstofustjóri: Friðrik Friðriksson
Umsjónarmaður: Guðmundur Kristjánsson
Þessi málstofa mun kanna hvernig alþjóðasamfélagið nálgast samtal, samráð og samstarf við fiskveiðistjórnun, með áherslu á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun á vettvangi alþjóðasamninga. Fjallað verður um fiskveiðistjórnun sem félagslegt samstarfsverkefni og hlutverk og ábyrgð stjórnvalda, vísindaráðgjafa og atvinnugreinar við mótun nýtingarstefnu og framkvæmd hennar.
Einnig verður rætt um aflareglur á mannamáli, þar sem áhersla er lögð á hóflegt veiðiálag, takmörkun áhættu og fyrirfram skuldbindingu stjórnvalda um aðgerðir þegar að kreppir. Dæmi frá Íslandi verða tekin til að lýsa kostum og meta reynsluna af þessum nálgunum.
Komdu og kynntu þér hvernig alþjóðlegt samstarf og reynsla Íslands geta stuðlað að sjálfbærri og ábyrgri fiskveiðistjórnun.
Sjónarhorn Fiskistofu
Elín Björg Ragnarsdóttir
Fiskistofustjóri
Í þessu erindi mun Elín fara yfir sýn Fiskistofu á stóru myndina við stjórn fiskveiða. Elín Björg Ragnarsdóttir er fiskistofustjóri og hefur starfað á Fiskistofu síðan 2016. Hún er með ML gráðu í lögfræði og BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst, auk diplóma í hafrétti frá Rhodes Academy of Oceans Law and Policy. Áður en hún tók við stöðu fiskistofustjóra var hún sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs og staðgengill fiskistofustjóra. Elín hefur einnig starfað sem verkefnastjóri gæða- og þróunarmála hjá Fiskistofu og sinnt ýmsum ráðgjafastörfum í ferðaþjónustu, lögfræði, rekstrar- og gæðastjórnun.
Villta vestrið í fiskveiðum loks tamið?
Grímur Valdimarsson
Stjórnarformaður Lipid Pharmaceuticals ehf.
Í þessu erindi mun Grímur Valdimarsson fjalla um þróun og framtíðarsýn í fiskveiðum á Íslandi. Hann mun skoða hvernig nýjar aðferðir og tækni hafa breytt fiskveiðum og hvernig hægt er að tryggja sjálfbærni og hagkvæmni í greininni. Grímur mun einnig ræða um áskoranir og tækifæri sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir í dag og hvernig hægt er að nýta þau til að skapa betri framtíð fyrir íslenskan sjávarútveg.
Grímur hefur tvisvar upplifað „villta vestrið“ í anda Bonanza þáttanna úr kanasjónvarpinu: Í fyrra skiptið þegar hann kom til starfa fyrir íslenskan sjávarútveg árið 1977, og síðan hjá FAO í Róm tuttugu árum síðar. Allt snerist um frelsið, að halda sem lengst í villta vestrið. En er þetta komið með Hafréttarsáttmála, Siðareglum um fiskimál, Úthafsveiðisamningnum o.s.frv.? Eða láta einfaldar lausnir á sér kræla: Banna, loka, hætta?
Grímur hefur víðtæka reynslu í fiskimálum og hefur starfað sem ráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Hann er stjórnarformaður í Lipid Pharmaceuticals ehf. og hefur áður starfað sem örverufræðingur við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, kennari við Háskóla Íslands, og forstjóri Fiskiðnaðarsviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Grímur hefur einnig lagt sitt af mörkum til þróunar og nýsköpunar í sjávarútvegi á Íslandi og á alþjóðavettvangi.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni mun Grímur deila innsýn sinni í alþjóðlega nálgun á fiskveiðistjórnun og hvernig reynsla Íslands getur nýst til að bæta stjórnun og nýtingu sjávarauðlinda.
Aflaregluhermanir – grunnur, mörk og val
Einar Hjörleifsson
Sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun
Aflaregluhermanir byggja að grunni til á fyrirliggjandi gögnum í hverri tegund. Líffræðilega takmarkast aflaregla stjórnvalda við gátmörk (Blim) en að öðru leyti samkvæmt markmiðum stjórnvalda um t.d. hámarksafrakstur, breytileika í afla og hagfræðilegum sjónarmiðum. Í erindinu verður farið yfir grunn hermana og hvernig þær nýtast við að meta áhrif mismunandi markmiða.
Einar Hjörleifsson, er sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hann hefur áratugareynslu á þessu sviði og hefur unnið að margvíslegum verkefnum, frá fótsporum veiða, gagnaúrvinnslu, stofnmati þorsks og aflaregluhermanir.
Er samráð og samstarf í haf- og fiskirannsóknum alltaf jafn mikilvægt?
Jóhann Sigurjónsson
Sjávarlíffræðingur (Cand.real)
Fjallað verður um hversu mikilvægt það er fyrir árangur í rannsóknum og stjórn nýtingar og vernd fiskistofnanna að hafa náið samtal og samstarf aðila á öllum stigum máls. Í hverju felst samstarfið, hvernig hefur það þróast og hverjar eru helstu áskoranirnar ? Rædd verður reynsla undanfarinna áratuga og hvernig þessu verður best fyrir komið á komandi árum, m.a. á grundvelli greinargerðar sem höfundur vann fyrir stjórnvöld árið 2022.
Jóhann Sigurjónsson er fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar og sendiherra/samningamaður í utanríkisráðuneytinu. Hann er sjávarlíffræðingur (Cand.real) og hefur starfað sem sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun frá 1981 til 1996, aðstoðarforstjóri frá 1994 til 1996 og forstjóri frá 1998 til 2015. Jóhann var einnig samningamaður og sendiherra í utanríkisráðuneytinu frá 1996 til 1998 og aftur frá 2015 til 2023.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni mun Jóhann fjalla um mikilvægi samráðs og samstarfs í haf- og fiskirannsóknum, hvernig það hefur þróast og hverjar helstu áskoranirnar eru. Hann mun einnig ræða reynslu undanfarinna áratuga og hvernig best er að koma þessu fyrir á komandi árum, byggt á greinargerð sem hann vann fyrir stjórnvöld árið 2022.
Vistkerfisnálgun og vernd líffræðilegrar fjölbreytni
Skúli Skúlason
Prófessor við Háskólann á Hólum
Hugtökin vistkerfisnálgun (e. ecosystem approach) og aðlögunarstýring (e. adaptive management) við nýtingu og verndun náttúru og auðlinda hennar verða reifuð, og sett í samhengi við Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni frá Ríó 1992. Ný stefna var samþykkt á aðildarríkjaþingi samningsins 2022 – Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework – og skal hún innleidd með vistkerfisnálgun. Þessi mál verða rædd með áherslu á auðlindir sjávar, nýtingu þeirra og verndun.
Skúli Skúlason er prófessor við Háskólann á Hólum og sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands. Hann er með Ph.D. í dýrafræði og hefur víðtæka reynslu í rannsóknum á líffræðilegri fjölbreytni og vistkerfisnálgun. Skúli hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi rannsóknir sínar, þar á meðal Beverton orðuna frá Breska fiskifræðifélaginu.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni mun Skúli fjalla um vistkerfisnálgun og vernd líffræðilegrar fjölbreytni, með áherslu á nýtingu og verndun auðlinda sjávar í samhengi við Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og nýju Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework.
Áskoranir stjórnvalda við stjórnun fiskveiða
Bjarni Benediktsson
Forsætis- og matvælaráðherra
Hlutverk framkvæmdavaldsins við stjórnun fiskveiða og verkefnin framundan.
Bjarni Benediktsson er núverandi forsætisráðherra og matvælaráðherra Íslands. Hann hefur starfað sem alþingismaður síðan 2003 og gegnt ýmsum ráðherraembættum, þar á meðal fjármála- og efnahagsráðherra og utanríkisráðherra. Bjarni mun tala á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024 um áskoranir stjórnvalda við fiskveiðistjórnun.
Samtal við atvinnugreinina um rannsóknir og skipulag verndarsvæða á Íslandsmiðum
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir
Forstöðumaður og vísindamaður við Háskóla Íslands
Sjávarútvegur hefur um langt skeið verið ein stærsta atvinnugrein landsins og færa má rök fyrir því að íslenskum hafsvæðum hafi verið stjórnað frá sjónarhóli sjávarútvegs. Svæðisbundnar takmarkanir samkvæmt fiskveiðilöggjöfinni ná nú yfir stóran hluta efnahagslögsögu Íslands en hafsvæði vernduð samkvæmt náttúruverndarlögum ná yfir innan við 0,1 prósent. Með hliðsjón af umfangi takmarkana á fiskveiðum og öflugri stjórnun þeirra kviknaði áhugi á að skoða þessar aðgerðir út frá vernd líffræðilegrar fjölbreytileika. Þar hefur atvinnugreinin mikið til málanna að leggja.
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er forstöðumaður og vísindamaður við Háskóla Íslands. Hún er með PhD í líffræði og hefur víðtæka reynslu í rannsóknum, kennslu og stjórnun tengt lífríki hafsins, með sérstakri áherslu á fiskistofna og líffræðilegan fjölbreytileika. Guðbjörg hefur unnið við rannsóknir, kennslu og stjórnun alla tíð og hefur lagt sitt af mörkum til að auka skilning á vistkerfum hafsins og verndun þeirra.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni mun hún deila innsýn sinni í mikilvægi samráðs og samstarfs í haf- og fiskirannsóknum og hvernig þessi nálgun getur stuðlað að sjálfbærri nýtingu og verndun sjávarauðlinda.
Spurt og svarað
Friðrik Friðriksson
Lögmaður hjá Brim
Málstofustjóri leiðir umræðu efni málstofunnar. Þá mun málstofustjóri passa uppá tímanotkun allra og reka áfram með harðri hendi þannig að skilaboð séu hnitmiðuð og hægt að ræða betur í pallborði.
Friðrik Friðriksson er lögmaður hjá Brim. Hann hefur víðtæka reynslu í lögfræði og stjórnun innan sjávarútvegsins og hefur starfað hjá Brim um árabil. Friðrik hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum og hefur víðtæka reynslu af málefnum tengdum fiskveiðistjórnun, kjarasamningum og starfsumhverfi fyrirtækja.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni mun Friðrik stýra málstofunni um sýn alþjóðasamfélagsins á samtal, samráð og samstarf við fiskveiðistjórnun í dag og reynslan hér heima.