Þróun nýrra umbúða

Þróun nýrra umbúða

Bragi SmithSilfurberg B

Bragi Smith
Viðskipta- og þróunarstjóri iTUB á Íslandi

Bragi mun fjalla um þróun nýrra og margnota kera sem flytja ferskan lax frá framleiðendum í vinnslur í Evrópu. Lífsferilsgreiningar sýna að margnota umbúðir eru allt að 80% umhverfisvænni í samanburði við einnota umbúðir. Notkun keranna getur sparað umtalsverða fjármuni, bæði í umbúða- og flutningskostnaði. Einnig mun Bragi fara yfir þá rannsóknar- og þróunarvinnu sem þarf til að kynna nýjar og endurvinnanlegar umbúðir fyrir flutning á ferskum laxi. 

Bragi Smith er með MBA gráðu frá University of New Haven í Bandaríkjunum. Hann starfar sem viðskipta- og þróunarstjóri hjá iTUB á Íslandi. Hans helstu verkefni eru að leiða sölu félagsins á Íslandi og vinna að viðskiptastefnu þess. Áður starfaði Bragi sem markaðsstjóri OMAX heildverslun og setti á laggirnar Lín Design sem hann rak til ársins 2017. Hann hefur einnig starfað í bankageiranum, lengst af hjá Kaupþingi sem viðskipta- og eignastjóri. Helstu verkefni Braga síðustu ár hefur verið að innleiða og kynna endurnýtanlegar umbúðir fyrir sjávarútveginn samhliða því að þróa nýjar lausnir fyrir veiðar, vinnslu og flutning á hráefni þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og endurvinnslu. 

Tue 9:35 am - 9:50 am
Samkeppnishæfi Íslands
Scroll to Top