Sjávarútvegsráðstefnan
Forsíða » Stjórn
Sjávarútvegsráðstefnan
Stjórn
Stjórnin skal samanstanda af sex meðlimum sem eru kosnir á aðalfundi félagsins til tveggja ára. Þegar stjórn er valin skal hún endurspegla sjávarútvegsgeirann eins og kostur er. Stjórnin skal hafa fulltrúa frá þjónustufyrirtækjum, opinberum stofnunum, samtökum, markaðsfyrirtækjum og tvo frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Hvert ár skal helmingur stjórnarinnar, þrír stjórnarmenn, láta af störfum og nýir þrír kjörnir í þeirra stað. Ef Sjávarútvegsráðstefnan er ekki haldin á einhverju ári, má stjórnarmaður sitja lengur en venjulega til að undirbúa tvær ráðstefnur.
Stjórnin ber ábyrgð á rekstri félagsins milli hluthafafunda og verndar hagsmuni þess. Félagið er bundið við undirskrift meirihluta stjórnar eða tveggja stjórnarmanna ásamt formanni. Stjórnin skal funda að lágmarki tvisvar á ári og má nota fjarskiptatækni til fundarhalda, þar sem sömu reglur gilda og fyrir hefðbundna fundi.
Faghópar skulu starfa til að veita stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar aðstoð við val á efni og framkvæmd málstofa. Stjórnin skipar meðlimi í faghópa og skal stefnt að því að a.m.k. einn stjórnarmaður Sjávarútvegsráðstefnunnar sé í hverjum faghópi.
Stjórn ráðstefnunnar 2025 skipa þau Árni Sverrisson, Elma Sif Einarsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Stefanía Inga Sigurðardóttir, Karl Hjálmarsson og Friðrik Friðriksson.