Ráðstefna 2024

Á dagskrá ráðstefnunnar 2024 eru lifandi erindi og umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú hefð hefur skapast að hver ráðstefna hefur sína eigin yfirskrift sem myndar rauðan þráð í málstofunum. Árið 2024 er yfirskriftin Fiskveiðistjórnunarkerfið – svo miklu meira en bara kvóti! og því ljóst hver fókusinn verður.

Í undirbúningi fyrir málstofur ráðstefnunnar er lögð áhersla á það að tengt sé við þennan fókus. Þannig má vænta þess að á málstofum um auðlindina, nýtingu hennar og umhverfismál verði fjallað og rætt um fiskveiðistjórunarkerfið í því samhengi. Á dagskrá ráðstefnunnar 2024 eru 15 málstofur sem fræða, vekja til umhugsunar, hvetja til hugmynda, úrlausna og samstarfs allra hagaðila í íslenskum sjávarútvegi.

Auðlindin, nýting og veiðar

Þrjár málstofur verða haldnar um auðlinda, nýtingu hennar og veiðar.

  • Sýn alþjóðasamfélagsins á samtal, samráð og samstarf við fiskveiðistjórnun.
  • Dýpri sýn á stjórnun blandaðra botnfiskveiða í rauntíma: Þegar kvótanum sleppir tekur stjórnunin við.
  • Fróðleikur um fiskveiðistjórnun annarra landa, markmið og leiðir – skiljum og lærum til samskipta og viðskipta.

Í faghópnum eru þau Elín Björg Ragnarsdóttir, Pamela Woods, Kristján Þórarinsson, Friðrik Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson.

Vinnsla sjávarafurða

Þrjár málstofur verða haldnar um vinnslu sjávarafurða þar sem krufin verða þessi viðfangsefni:

  • Áhrif náttúruhamfara á vinnslur sjávarafurða
  • Samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs
  • Gullhúðaðar fiskveiðar
  • Vinnsla afurða og regluverkið

Í faghópnum eru þau Telma Björg Kristinsdóttir, Þórður Bergsson, Sverrir Guðmundsson, Andri Fannar Gíslason, Guðmundur Sigþórsson, Reynir Friðriksson, Gunnlaugur Sighvatsson og Stefanía Inga Sigurðadóttir.

Markaðssetning, sala og dreifing

Þrjár málstofur verða haldnar um markaðssetningu, sölu og dreifingu sjávarafurða.
  • Hratt flýgur fiskisagan
  • BétilBé eða BétilSé?
  • Eiga fiskar að fljúga eða synda?
Í faghópnum eru þau Karl Hjálmarsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Sigurður Jökull Ólafsson, Bjarni R. Heimisson og Elma Sif Einarsdóttir.
 

Stefnumótun, rannsóknir og umhverfismál

Þrjár málstofur verða haldnar um stefnumótun, rannsóknir og umhverfismál í sjávarútvegi.

  • Rannsóknir, þróun og nýsköpun – styrkjaumhverfið
  • Stefnumótun í sjávarútvegi
  • Fullvinnsla gagna og samþætting upplýsinga fyrir bætta innviði í sjávarútvegi

Í faghópnum eru þau Kristján Vigfússon, Kjartan Due Nielsen, Björn Erlingsson, Tómas J. Knútsson, Sigurjón Arason, Gunnar Þór Gunnarsson og Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir.

Mannauður, samskipti og rekstur

Þrjár málstofur verða haldnar um mannauðsmál, samskipti og rekstur í sjávarútvegi.

  • Mannauðsmálin í fókus.
  • Tækifæri í menntamálum sjávarútvegi –  eigum við ekki bara að vera best í heimi?
  • Sjávarútvegstengd nemendaverkefni – Hvað eru nemendur framhalds- og háskóla á Íslandi að gera?

Í faghópnum eru þau Hreiðar Þór Valtýsson, Klemenz Sæmundsson, Guðrún Arndís Jónsdóttir, Hildur Ingvarsdóttir, Jón Garðar Jörundsson, Trausti Jörundarson og Kristinn Hjálmarsson.

Scroll to Top