Ráðstefna 2025
Forsíða » Fókusinn
Sjávarútvegsráðstefnan
Róum í sömu átt!
Verðmætasköpun og samkeppnishæfi í íslenskum sjávarútvegi
Sú hefð hefur skapast að ráðstefna hvers árs hefur sína megin yfirskrift sem myndar rauðan þráð í málstofum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“
Opnunarmálstofan setur tóninn fyrir ráðstefnuna með lifandi samtali um leiðina fram á við – þar sem sjónarmið stjórnvalda, atvinnulífs og virkt samspil við gesti ráðstefnunnar mætast.
Þar verður fjallað um hvernig skapa má sameiginlega stefnu og framtíðarsýn sem byggir á trausti, gagnsæi og sátt milli þjóðar og atvinnugreinar. Breytt rekstrarumhverfi og alþjóðleg samkeppni kalla á að við skoðum hvernig tryggja megi jafnvægi milli þjóðarhagsmuna og samkeppnishæfni greinarinnar. Hvernig nýtum við þjóðarauðlindina á sjálfbæran hátt, tryggjum nýsköpun og verðmætasköpun innanlands og verjum um leið störf og lífsgæði í sjávarbyggðum?
Við undirbúning ráðstefnunnar í ár hefur tekist vel að halda yfirskriftinni sem þræði í gegnum málstofur og búast má við þéttri dagskrá og líflegum erindum í þeim átta málstofum sem faghópar hafa sett saman. Von er að viðfangsefnin muni fræða, vekja til umhugsunar, hvetja til hugmynda, úrlausna og samstarfs allra hagaðila íslensks sjávarútvegs.
Til að halda utan um yfirskrift ráðstefnunnar verður samantektarmálstofa í lok ráðstefnunnar sem verður í höndum Bergs Ebba Benediktssonar og Birnu Einarsdóttur. Þau munu draga saman helstu umfjöllunarefni og lærdóma ráðstefnunnar, varpa ljósi á það sem sameinar og skilur, og setja umræðuna í stærra samhengi.
Auðlindin, nýting og veiðar
Tvær málstofur verða haldnar um auðlindina, nýtingu hennar og veiðar.
- Fiskveiðikerfi og verðmætasköpun.
- Fiskveiðikerfi annarra strandríkja. Þessi málstofa fer fram á ensku.
Í faghópnum eru þau Friðrik Friðriksson, Arnar Laxdal, Örvar Marteinsson, Pamela Woods, Kristinn Hjálmarsson og Örn Pálsson.
Vinnsla sjávarafurða
Tvær málstofur verða haldnar um vinnslu sjávarafurða þar sem krufin verða þessi viðfangsefni:
- Dýrtíð á Íslandi
- Hugúnaður í fiskvinnslu
Í faghópnum eru þau Árni Sverrisson, Elías Mikael Vagn Siggeirsson, Jón Örn Stefánsson, Benedikt Bergmann Arason, Ari Hróbjartsson og Lilja Gísladóttir.
Markaðssetning, sala og dreifing
Ein málstofa verður haldin um markaðssetningu, sölu og dreifingu sjávarafurða.
- Upprunamerki og markaðssetning
Í faghópnum eru þau Karl Hjálmarsson, Valgeir Magnússon, Daði Guðjónsson, Freyr Þórðarson og Mariam Laperashvili.
Stefnumótun, rannsóknir og umhverfismál
Tvær málstofur verða haldnar um stefnumótun, rannsóknir og umhverfismál í sjávarútvegi.
- Sögur af nýsköpun
- Erum við á gulu ljósi?
Í faghópnum eru þau Stefanía Inga Sigurðadóttir, Reynir Friðriksson, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Sara Hrund Helgudóttir, Alexander Schepsky og Gísli Níls Einarsson.
Mannauður, samskipti og rekstur
Ein málstofa verða haldnin um mannauðsmál, samskipti og rekstur í sjávarútvegi.
- Hvað ef sjávarútvegur væri eftirsóttasti vinnustaður landsins?
Í faghópnum eru þau Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Guðrún Eggertsdóttir og Kristjana Björk Magnúsdóttir.