Loka

VERÐLAUN

Svifaldan – Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM

Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað frammúr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals, verðlaunagripsins Sviföldunnar og aðgöngumiða á ráðstefnuna.

Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlauna Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi.

Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlaunanna, tilnefna má fyrirtæki eða sjálfstætt starfandi sem eru starfandi á Íslandi. Í innsendum tillögum þarf að lýsa verkefninu, hverjir standa að því og jafnframt færa rök fyrir því af hverju það kemur til greina. Dómnefndin sjálf má líka koma með tillögur. Frestur til að skila inn tillögum er 5. október. Tillögur eiga að berast á tölvupóstfangið valdimar@sjavarutvegur.is

Við mat á tilnefningum er tekið tillit til frumleika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig er litið til áhrifa á ímyndi íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs.

Sex manna dómnefnd skipuð aðilum úr sjávarútvegsfyrirtækjum, rannsóknastofnunum, tæknifyrirtækjum og þjónustuaðilum við sjávarútveginn leggur mat á Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM  út frá innsendum tillögum. 

Svifölduna fær fyrirtæki eða einstaklingur sem hlýtur fyrstu verðlaun..

 Fyrstu þrjár verðlaunirnar fá:

  • Sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni.
  • Sýningarbása á ráðstefnunni. 
  • Kynningu í veglegu ráðstefnuhefti. 
  • Nokkra aðgöngumiða á ráðstefnuna.