Loka

Skráning á Sjávarútvegsráðstefnuna 2018 sem haldin verður í Hörpu dagana 15.-16. nóvember er hafin.

Síðustu ár hafa skráðir þátttakendur verið um 700-800 manns og vonumst við eftir svipaðri þátttöku á þessu ári.  Þegar rafræn skráning hófst voru þátttakendur orðnir um 500 manns, en það eru fyrirlesarar, málstofustjórar og boðsgestir styrktaraðila.

Sjávarútvegsráðstefnan 2018 er níunda ráðstefna vettvangsins og er hún nú í þriðja sinn haldin í Hörpu.