Á næsta ári verður tíunda
Sjávarútvegsráðstefnan og er því um að ræða ákveðin tímamót.
Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin í Hörpu dagana 7.-8. nóvember.
Almennt lítil umfjöllun
Þegar litið er til baka þá er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að
Sjávarútvegsráðstefnan hafi almennt fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum og í
því sambandi hafa verið nefndar ýmsar ástæður. Undantekning frá þessu eru Fiskifréttir sem
alltaf eftir hverja ráðstefnu hefur haft ýtarlega umfjöllum um ráðstefnuna og
fjölmörg erindi sem voru flutt á henni.
Aukin umfjöllun
Umfjöllun um Sjávarútvegsráðstefnuna 2018 hefur verið meiri en fyrri ráðstefna.
Það er sérstaklega ánægjulegt að N4
verður með fjóra þætti á sinni sjónvarpsstöð sem eru tileinkaðir sjávarútvegi
og Sjávarútvegsráðstefnunni. Fyrsta þáttinn er hægt að nálgast á slóðinni HÉR.