Loka

Sjávarútvegsráðstefnan 10 ára

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldi í Hörpu 7.–8. nóvember. Þetta verður tíunda ráðstefna vettvangsins og við erum stolt að hafa náð þessum áfanga. Í tilefni afmælisins verður ráðstefnan með veglegasta móti, málstofur hafa aldrei verið fleiri.

Aldrei fleiri málstofur

Að þessu sinni verða málstofurnar tæplega tuttugu í þremur ráðstefnusölum. Fjölbreytnin er að vanda mikið og snert á flestum flötum sjávarútvegsins með áherslu á málefni sem hæst ber. Í byrjun september verður dagskrá birt með heiti allra erinda og fyrirlesurum. Jafnframt verða fleiri viðburðir kynntir í haust.

Við höfum gert stutta lýsing á sextán málstofum ásamt umsjónarfólki þeirra. Lýsingin rammar inn það efni sem tekið veður fyrir í hverri málstofu. Efnistök eru fjölbreytt og vonumst við til að allir geti fundið eitthvað áhugavert.