Loka

Sjávarútvegsráðstefnan 2018 verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember.

Stjórn félagsins vinnur nú að því að skipuleggja Sjávarútvegsráðstefnan 2018. Það eru komin nöfn á fjórtán málstofur, en fleiri málstofur og viðburðir verða kynnt í sumar og haust.

Styrktaraðilar

Styrktaraðilar hafa gefið okkur kost á að halda ráðstefnugjöldum í hófi og ná því markmiði að fá 700-800 manns á Sjávarútvegsrástefnuna á síðustu árum.  Það er mikill kostnaður sem fylgir því að halda ráðstefnuna í Hörpu og leitum við því eftir fleiri styrktaraðilum en þeirra ávinningur getur einnig verið verulegur eins og fram kemur HÉR.

Málstofur

  • Farsæll rekstur í sjávarútvegi
  • Framtíðar tækni
  • Framtíð smábátaútgerðar á Íslandi
  • Eru vottanir markaðsaðgangur eða markaðshindranir?
  • Umhverfismál sjávarútvegsins
  • Ísland í fremstu röð?
  • Samkeppnishæfni sjávarútvegs
  • Markaðssetning og vörumerkið Ísland
  • Markaðsþróun: Stóra myndin
  • Staða og þróun á mikilvægustu bolfiskmörkuðum
  • Hönnun og starfsumhverfi í fiskvinnslu
  • Lausnir til að auðvelda ákvörðunartöku í sjávarútvegi
  • Uppsjávarveiðar á tímum loftslagsbreytinga
  • Áhrifavaldar á innkaupastefnu sjávarafurða