Sjávarútvegsráðstefnan 2017 verður haldin 16.-17. nóvember í Hörpu.
Svifaldan
„Svifaldan” verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017 verður nú veitt í áttunda sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.
Það sem þarf að hafa í huga
Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls). Sjá nánar á slóðinni: https://sjavarutvegsradstefnan.is/verdlaun/
Tímafrestur
Frestur til að skila inn umsóknum er 10. Október
Hvert á að senda hugmyndina?
Eingöngu er gert ráð fyrir að frammúrstefnuhugmyndin verði send inn rafrænt. Sendið hugmyndina sem viðhengi (word eða pdf skjal) á tölvupóstfang ráðstefnunnar: valdimar@sjavarutvegur.is Bíðið eftir staðfestingu um móttöku og ef hún berst ekki innan sólahrings, hringið þá í síma 695 2269.
Verðlaun og kynning
Eftirfarandi verðlaun og kynning fyrir bestu hugmyndirnar:
- Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 500 þús.
- Þrjár bestu hugmyndirnar fá kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni.
- Þrjár bestu hugmyndirnar fá sýningabás á ráðstefnunni til að kynna sínar hugmyndir.
- Fleiri hugmyndirnar fá síðan sérstaka kynningu í veglegu ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar.
- 10 bestu hugmyndasmiðirnir fá frítt fyrir einn á ráðstefnuna.
Til að styðja enn frekar við góðar framúrstefnuhugmyndir verða bestu hugmyndir hvers árs að finna í ráðstefnuheftum á næstu árum. Jafnframt munu hugmyndasmiðir fá tækifæri að kynna sýnar framúrstefnuhugmyndir á Sjávarútvegsráðstefnunni á næstu árum.