Erindi og myndir á vef ráðstefnunnar
Nú er hægt að sækja flest öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunniá vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2016. Jafnframt er hægt að sækja rúmlega 40 myndir á vef ráðstefnunnar.
Þátttakendur
Skráðir þátttakendur voru um 800 og hafa aldrei verið fleiri og voru sumir ráðstefnusalir þétt setnir. Það sem fer fram utan ráðstefnusala er einnig mikilvægt, en góð aðstaða er í Hörpu til að setjast niður og ræða við aðra ráðstefnugesti, styrkja sambönd og samstarf í greininni.
Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar
Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar koma nú fimm nýir, en það eru; Daði Már Kristófersson, Gísli Kristjánsson, Helga Vilborg Sigjónsdóttir, Jóhann Gunnarsson og Jón Þrándur Stefánsson.
Þeir sem sitja áfram annað árið í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar eru: Sigrúnu Mjöll Halldórsdóttur, Hrefna Karlsdóttir og Sverrir Guðmundsson.
Þeir sem ganga úr stjórn eru; Alda Gylfadóttir, Björn Brimar Hákonarson, Mikael Tal Grétarsson og Sara Lind. Þeim er þakkað góð störf.
Á síðustu árum hefur framlag styrktaraðila verið drifkrafturinn við uppbyggingu á Sjávarútvegsráðstefnunni. Það má heldur ekki gleyma framlagi fyrirlesara, stjórn félagsins o.fl. sem hafa gefið sitt framlag.