Loka

Erindi og myndir á vef ráðstefnunnar: Nú er hægt að sækja öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 á vef félagsins undi rliðnum Dagskrá 2017.  Jafnframt er hægt að sækja um 80 myndir á vef ráðstefnunnar.

Þátttakendur:  Skráðir þátttakendur voru um 700 að þessu sinni, aðeins færri en á síðasta ári. Það sem fer fram utan ráðstefnusala er einnig mikilvægt, en góð aðstaða er í Hörpu til að setjast niður og ræða við aðra ráðstefnugesti, styrkja sambönd og samstarf í greininni.

Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar: Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar koma nú fjórir nýir, en það eru; Axel Helgason, Margréti Geirsdóttur, Sturlaugur Sturlaugsson og Bjarni Eiríksson. Þeir sem sitja áfram annað árið í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar eru: Helga Franklínsdóttir, Gísli Kristjánsson, Daði Már Kristófersson og Jón Þrándur Stefánsson.  Þeir sem ganga úr stjórn eru; Hrefna Karlsdóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Jóhann Vignir Gunnarsson. Þeim er þakkað góð störf.

Drifkrafturinn: Á síðustu árum hefur framlag styrktaraðila verið drifkrafturinn við uppbyggingu á Sjávarútvegsráðstefnunni. Það má heldur ekki gleyma framlagi fyrirlesara, stjórn félagsins o.fl. sem hafa gefið sitt vinnuframlag. Að þessu sinni eru aðalstyrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar: Íslandsbanki, Icelandair Cargo, Tryggingarmiðstöðin, Oddi, HB Grandi og Samskip.

Ertu með hugmynd? Ef þú ert með hugmynd að málstofu eða erindi sendu þá tölvupóst á valdimar@sjavarutvegir.is
Stjórn félagsins velur úr hugmyndum og er stefnt að því að birta heiti málstofa í apríl á næsta ári og í júní dagskrádrög.

Næsta ráðstefna:  Sjávarútvegsráðstefnan 2018 verður í Hörpu dagana 15. – 16. nóvember 2018.