Loka

LEIÐBEININGAR

Fyrirlesarar

Hér er hægt að sækja leiðbeiningar fyrir fyrirlesara og einnig word skjal þar sem settar eru inn upplýsingar um fyrirlesarann og erindið. Allir fyrirlesara nota staðalaða forsíðu í sinni glærukynningu sem hægt er að sækja hér til hægri.

Umsjónarmenn málstofa

Umsjónarmenn hafa yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd málstofu í samstarfi við stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar. Á Sjávarútvegsráðstefnunni eru vanalega 15-20 málstofur. Gefnar hafa verið út sérstakar leiðbeiningar fyrir umsjónarmenn málstofa.

Málstofustjórar

Málstofustjóri sér um fundarstjórn og ekki minnst að umræður í lok erinda séu byggðar faglegum grunni.  Mikilvægt er að faglega sér staðið að fundastjórnun og hafa því verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar fyrir málstofustjóra.

Faghópar

Sú nýbreytni er að stofnaðir verða faghópar sem hafa það hlutverk að velja efnistök og koma í framkvæmd málstofum í samstarfi við stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar. Við munum byrja að vinna eftir þessu fyrirkomulagi að fullum krafti á árinu 2023 – Hefur þú áhuga að taka þátt?