Loka

Kynningarefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2019

Hvíta húsið hannar allt kynningarefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2019

Dagskrá ráðstefnunnar

Það er búið að endurbæta verulega vefsíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar með það að markmiði að gera hana notendavænlegri fyrir farsíma.  Dagskráin er á vefsíðunni þar sem er að finna lýsingu á öllum málstofum, mynd af umsjónarmanni málstofu, málstofustjóra og fyrirlesurum.  Jafnframt verður að finna stutta lýsingu á einstökum erindum. 

Tilnefningar til Hvatningarverðlaunar Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM

Þrjú fyrirtæki hafa verið valin úr hópi tilnefninga til að hljóta Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM árið 2019. Tilkynnt verður um vinningshafa verðlaunanna á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember næstkomandi.
Við mat á tillögum var litið til frumleika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig var litið til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs.
Niceland Seafood: fyrir nýstárlegar leiðir í að bjóða upp á ferskan, íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem sýnir neytendanum hvernig fiskurinn ferðast frá veiðum í verslanir/veitingarhús.
Codland: fyrir framtak sem mun skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar.
Sjávarklasinn: fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan. Mikill fókus hefur verið á sjálfbærni og hafa verkefnin stuðlað að auknu samstarfi fyrirtækja, menntastofnanna og ríkisstofnanna.

Fréttabréf ráðstefnunnar

Á vegum ráðstefnunnar eru reglulega sent út fréttabréf. Ef þú villt komast á listann sendu þá póst á valdimar@sjavarutvegur.is