Kynningarefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023
Áhersluatriði
Áhersluatriði á Sjávarútvegsráðstefnunni 2023 er Samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi. Allt kynningarefni er hannað af Pipar TBWA og tillögurnar er að finna HÉR. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2019 var áhersluatriðið ,,Leiðandi vettvangur í tíu ár” og á árinu 2022 ,,Konur eru líka í sjávarútvegi”.

Dagskrá ráðstefnunnar
Nú eru komin drög að dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023 og endanleg dagskrá verður kynnt í lok ágúst.
Ráðstefnuhefti
Í vinnslu. Rafrænt ráðstefnuhefti mun verða gefið út í lok október.
Hvatningarverðlaunar Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM
Hvatningarverðlaun voru fyrst veitt á árinu 2019. Hvatningarverðlaunum verður nú veitt í fjórða sinn og köllum við eftir tillögum. Ert þú með tillögu um tilnefninu?

Kynningarmyndbönd
Í tilefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023 verða gerð nokkur myndbönd um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni, viðtöl við nokkra lykilaðila. Byrjað verður að kynna myndböndin seinni hluta september í fréttabréfum og samfélagsmiðlum ráðstefnunnar.
Yfirlitsefni um Sjávarútvesráðstefnuna
Fyrsta ráðstefnan var haldin á árinu 2010 og Sjávarútvegsráðstefnan 2023 er tólfta ráðstefna vettvangsins. Við byggjum á breiddinni og hefur fjöldi aðila haldið erindi á ráðstefnunni. Mikill fjöldi málstofa hefur verið haldinn og efnistök hafa verið fjölbreytt og fræðandi.
Samfélagsmiðlar
Sjávarútvegsráðstefnan er á samfélagsmiðlum, m.a. Instagram, Linkedin og Facebook þar sem reglulegar eru settar inn færslur, sérstaklega mánuðina fyrir ráðstefnuna.
Fréttabréf ráðstefnunnar
Á vegum ráðstefnunnar eru reglulega sent út fréttabréf. Ef þú vilt komast á listann sendu þá póst á valdimar@sjavarutvegur.is
Fréttabréf á árinu 2023:
- Frétttabréf 15. september: Skráning hafin
- Fréttabréf 6. september: Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar
- Frétttabréf 21. ágúst: Nemendur í sjávarútvegstengdu námi og almennir starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja eru hvattir til að mæta á Sjávarútvegsráðstefnuna
- Fréttabréf 27. júlí: Dagskrádrög Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023
- Frétttabréf 11. maí: Merki Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023, aðalstyrktaraðilar og heiti málstofa
- Fréttabréf 28. mars: Kynning á faghópum
- Fréttabréf 2. janúar: Villt þú taka þátt í vinnu faghópa?