Kynningarefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2022
Áhersluatriði
Það var engin Sjávarútvegsráðstefna á árunum 2020 og 2021 vegna COVID – 19. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2019 var áhersluatriðið Leiðandi vettvangur í tíu ár. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2022 verður áhersluatriðið ,,Konur eru líka í sjávarútvegi“.

Dagskrá ráðstefnunnar
Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2022 er gert ráð fyrir að verði 16 málstofur og um 80 erindi. Fjölbreytt efnistök og vonandi eitthvað áhugavert fyrir alla.
Ráðstefnuhefti
Sú breyting verður á þessu ári að aðeins verður gefið út rafrænt ráðstefnuhefti. Ábendingar hafa komið frá ráðstefnugestum, styrktaraðilum o.fl. um að meiri áhersla verði lögð á umhverfismál á ráðstefnunni og einn liður í því er að hætt að prenta ráðstefnuheftið. Rafrænt ráðstefnuhefti mun verða gefið út um mánaðarmótin október/nóvember.
Hvatningarverðlaunar Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM
Hvatningarverðlaun voru fyrst veitt á árinu 2019 og fengu þrjú fyrirtæki sérstaka viðurkenningu. Þau voru síðan veitt í annað sinni á árinu 2021. Hvatningarverðlaunum verður nú veitt í þriðja sinn og munum við köllum eftir tillögum. Ert þú með tillögu um tilnefninu?

Yfirlitsefni um Sjávarútvesráðstefnuna
Fyrsta ráðstefnan var haldin á árinu 2010 og Sjávarútvegsráðstefnan 2022 er elleft ráðstefna vettvangsins. Við byggjum á breiddinni og hefur fjöldi aðila haldið erindi á ráðstefnunni. Mikill fjöldi málstofa hefur verið haldinn og efnistök hafa verið fjölbreytt og fræðandi.
Samfélagsmiðlar
Sjávarútvegsráðstefnan er á samfélagsmiðlum, m.a. Instagram og Facebook þar sem reglulegar eru settar inn færslu, sérstaklega mánuðina fyrir ráðstefnuna.
Fréttabréf ráðstefnunnar
Á vegum ráðstefnunnar eru reglulega sent út fréttabréf. Ef þú vilt komast á listann sendu þá póst á valdimar@sjavarutvegur.is