Loka

Framúrstefnuhugmynd 2018

Davíð Freyr Jónsson, Auora Seafood ehf. handhafi Sviföldunnar 2018.

Davíð Freyr Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Kári Ólafsson hlutu fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018. Aurora Seafood ehf. í samstarfi við Curio ehf. vinna að þróun sæbjúgnavinnsluvélar. Á Íslandi hafa sæbjúgu verið unnin síðan árið 2003 og allar götur síðan hafa framleiðendur reynt að hanna og smíða vélar til að skera sæbjúgun. Það hefur reynst þrautinni þyngra, þar sem sæbjúgu hafa mjög breytilega lögun. Viðlíka vélar og búnaður til vinnslu á sæbjúgum eða öðrum hryggleysingjum hefur ekki verið smíðaður áður, en þessi vél myndi gera fullvinnslu afurða á vestrænum atvinnusvæðum gerlega og arðbæra. Með vélinni færast framleiðendur nær neytendum vörunnar og möguleikar á framleiðslu ýmissa afurða s.s. hreinsuð heil sæbjúgu, kjöt og skinnframleiðsla verður samkeppnishæf við ódýrt erlent vinnuafl. Með tilkomu þessa búnaðar er Ísland að merkja sér áhugaverða hillu á markaði afurða sæbjúgna og ekki síst markaði vélbúnaðar fyrir vinnslu á sæbjúgum í heiminum.

Upplýsingar um framgang verkefnisins birtast hér.