Loka

Framúrstefnuhugmynd 2017

Vilhjálmur Hallgrímsson, Fisheries Technologies ehf. handhafi Sviföldunnar 2017.
Hugmyndin, The Fisheries Manager, sem er nýtt alhliða upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun og byggir kerfið á áratuga fjárfestingu og reynslu Íslendinga á þessu sviði. Með tilkomu kerfisins geta aðra þjóðir nú tileinkað sér þekkingu og reynslu sem hefur orðið til á þessu sviði hérlendis og fyrir aðeins brot af þeirri fjárfestingu sem hingað til hefur þurft. Fisheries Technologies hefur þróað hugbúnað sem kallast FishTech Framework og lýsir hugbúnaðurinn hvernig árangursrík fiskveiðistjórnun þ.e.a.s. gagnasöfnun, upplýsingakerfi og eftirlit, virkar. Hugbúnaðurinn lýsir innviðum fiskveiðistjórnunar og inniheldur öll upplýsingakerfi sem þarf til slíks reksturs. Að auki inniheldur hugbúnaðurinn helstu verkferla sem þörf er á innan vel útfærðar fiskveiðistjórnunar sem auðveldar þekkingaryfirfærslu. Hugmyndin felst í því að gera íslenska þekkingu á fiskveiðistjórnun að útflutningsgrein.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Fisheries Technologies