Loka

Framúrstefnuhugmynd 2014

Unnsteinn Guðmundsson, handhafi Sviföldunnar 2014.

Sporðskurðarvél

Unnsteinn Guðmundsson, 4Fish ehf / G.Run hf.  hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014. Hugmyndin felst í því að hanna og framleiða vél sem sporðsker fisk fyrir flökun og leysir þannig ákveðið vandamál sem þekkt er í öllum gerðum flökunarvéla. Við það fækkar flökunargöllum, lægra hlutfall fer í blokk og marning og afköst í vinnslu aukast.

Eitt af vandamálum í fiskflökun var og er gallatíðni í flökunarvélum sem skapast af því að sporður hangir saman eftir fráskurð sem veldur þunnildagöllum. Flökin festast í sköfuhnífum og veldur losi í flökum, en það var verkefnið sem hönnuður sporðskurðarvélar lagði upp með í upphafi. Reynslan varð mun betri en búist var við, flökunarvélar hættu að festast, innsetningar mistök í flökunarvél minkuðu til muna þar sem hausaður fiskur verður 17% styttri og þar af leiðandi auðveldari í meðhöndlun. Bit í flökunarhnífum endist mun betur sem skilar betri nýtingu og áferðar fallegri flökum. Minna er um stopp þar sem skipta þarf um hnífa í flökunarvélum og er undantekning að hnífar séu bitlausir eftir daginn. Hægt er að nota fráskurðarhnífa með meiri gráðu sem minkar brjósk og bein úr hryggsúlu í flökum. Tætingur í sporði er enginn eftir roðdrátt og jafnast roðdráttur úr eldri gerðum roðvéla á við nýjustu gerð roðvéla þar sem sporðskurður hefur átt sér stað, ásamt því að snyrting á sporði verður mun minni eða enginn.

Búnaðurinn er kominn í framleiðslu og nánari upplýsingar eru á vefsíðu 4Fish ehf.