Loka

Framúrstefnuhugmynd 2013

Sigmar Guðbjörnsson, handhafi Sviföldunnar 2013
Sigmar Guðbjörnsson, handhafi Sviföldunnar 2013.

Fiskvali

Sigmar Guðbjörnsson, eigandi Stjörnu-Odda hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013. Hugmyndin heitir Fiskval og gengur út á að sortera óæskilegan fisk úr botnvörpu á veiðidýpi s.s. smáfisk. Með því að sleppa fiskinum á veiðidýpi aukast lífslíkurnar, stuðlar að aukinni sjálfbærni veiða og bætir ímynd botnvörpu.

Eitt af viðfangsefnum sjómanna er að það eru ekki alltaf réttu fiskarnir sem koma í veiðarfærið. Til að hafa stjórn á aflasamsetningu kemur Fiskvali að góðum notum en hann flokkar frá óæskilega fiska en sá fiskur sem sótt er eftir fer inn í poka botnvörpunnar. Þegar fiskur kemur inn í Fiskvala er hann skannaður, fiskstærð mæld og fiskurinn tegundagreindur. Til að ná fullkominni flokkun þarf fiskurinn að koma með jöfnu millibili inn í Fiskvala. Sendar eru tölulegar upplýsingar úr Fiskvala til skips, í gegnum hljóðbylgjumódem. Niðurstöður eru birtar í formi grafs sem sýnir fjölda fiska sem hleypt er inn í poka, fjölda fiska sem er sleppt, tegundir og stærðardreifingu. Fiskvali stuðlar að aukinni sjálfbærni botnvörpuveiða, flokkar frá undirmálsfisk, óæskilegar tegundir og sleppir fiski á veiðidýpi sem eykur líkur á að hann lifi.

Fiskvali er ennþá í þróun hjá Stjörnu Odda og nánari upplýsingar á vef fyrirtækisins.