Loka

Framúrstefnuhugmynd 2012

Björn Björnsson, handhafi Sviföldunnar 2012
Björn Björnsson, handhafi Sviföldunnar 2012.

Lágtíðnihljóðmerki til fiskveiða – Hljóð til að safna saman fiski?

Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012.

Hugmyndin byggir á því að lágtíðnihljóðmerki séu notuð til að safna fiskum að veiðitæki en áður verður að vera búið að kenna þeim að tengja hljóðmerkin við fóðrun. Hljóðmerki geta borist langar leiðir í sjó og eru sjávarfiskar næmastir fyrir hljóðum af lágri tíðni (100400 Hz). Þeir geta numið slík merki í margra kílómetra fjarlægð og þannig er möguleiki að senda fiskunum skilaboð um hvar fæðu sé að finna. Veiðiaðferð sem nýtir hljóðmerki á þennan hátt gæti hugsanlega orðið mikilvægur valkostur við nýtingu fiskistofna þar sem hægt yrði að spara orku og tilkostnað við veiðarnar með því að láta fiskana sjá um að synda sjálfa að veiðitæki. Jafnframt gæti þessi veiðiaðferð dregið úr óæskilegum afföllum á smáfiski og fiskum í útrýmingarhættu þar sem aðferðin gerir mögulegt að flokka þá fiska frá og sleppa þeim ósködduðum. Þjóð sem nýtti slíka veiðiaðferð þætti líklega til fyrirmyndar um sjálfbæra nýtingu fiskistofna, orkusparnað, hráefnisgæði og dýravelferð. Jafnvel gæti stuðningur við rannsóknir á þessu sviði bætt ímynd sjávarútvegsins .

Verkefnið er ennþá á tilraunarstigi.