Loka

Framúrstefnuhugmynd 2011

Halla Jónsdóttir (fyrir miðju) og Einar Hreinsson (til hægri).

Ljósveiðar, ljósvarpa

Halla Jónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Einar Hreinsson frá Hafrannsóknastofnun hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011.

Veiðar með togvörpu eru gríðarlega mikilvægar og arðbærar fyrir íslenskt þjóðarbú og því mikilvægt að endurbæta þær. Það liggja umtalsverð tækifæri í að hugsa togveiðarfæri upp á nýtt. Framúrstefnuhugmynd að togveiðifærum byggir á tækni sem einnig gæti nýst í öðrum veiðafærum. Togveiðarfæri byggja á því að draga net í gegnum vatn, með miklu dráttarviðnámi og töluverðri orkunotkun og tilheyrandi losun koltvísýrings. Valvirkni þessara veiðarfæra er takmörkuð og botnvörpur liggja undir ámæli fyrir að snerta sjávarbotn og hefur sums staðar verið í umræðunni að takmarka eða banna botnvörpuveiðar. Í stað þess að nota hefðbundna vörpu er notuð varpa sem ekki kemur við sjávarbotn og í stað þess að nota áþreifanlegt garn til að smala fiski þá er búið til ímyndað net eða veggur úr laserljósi. Framúrstefnuveiðar með laserljósi, munu stuðla að umhverfisvænum veiðum, og lágmarka röskun á sjávarbotninum.

Tilraunaútgáfa ljósvörpu hefur að undanförnu verið í prófunum á togslóð. Annars vegar er unnið að veiðitilraunum sem ætlað er að afla þekkingar og reynslu hvernig best sé að beita ljósgeislum til veiða. Hins vegar er verið að prófa tækjabúnað og aðlaga hann að tilraunum.

Veiðitilraunum með ljósvörpu verður fram haldið næstu misserin í samvinnu Optitogs ehf., Hafrannsóknastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.