Loka
Ráðstefnuhefti

Nú er hægt að sækja Ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017 á vef félagsins. Í ráðstefnuheftinu er að finna dagskrá, lýsingu á málstofum og erindum, framúrstefnuhugmyndum og margt fleira. Athugið að ráðstefnuheftið er 10 MB og getur því tekið allnokkurn tíma að niðurhala því.

Ráðstefnuhefti hér

Framúrstefnuhugmyndir
Að þessu sinni eru 10 framúrstefnuhugmyndir kynntar í Ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar, en þær eru:
• The Fisheries Manager
• Vist- og erfðavænt eldi innfæddra laxa í fjörðum sem í falla laxveiðár
• Ný hagkvæm ker fyrir fersk matvæli – tvíburaker
• iTrawl myndavélar fyrir togveiðarfæri
• Hreinar strendur-Hrein ímynd
• Samspil fisks og kartafla á nýjan hátt
• Lengra geymsluþol ferskra flaka með tómatplöntuseyði
• Rekjanleiki veiðislóðar
• State of Fish
• Íslenskt sjávarfang á Blockchain

Þrjár af þessum hugmyndum fá verðlaun og verða kynntar sérstaklega á ráðstefnunni.