Sjávarútvegsráðstefnan 2017 verður haldin 16.-17. nóvember í Hörpu. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 verður fjölbreytt dagskrá og heiti málstofa er:
1. Þróun og framtíðarsýn í gæðamálum
2. Kröfur kaupenda um upplýsingar – Er verið að gera nóg?
3. Öryggismál sjómanna
4. Upplýsingatækni í sjávarútvegi
5. Er hægt að fimmfalda útflutningsverðmæti bláa hagkerfisins?
6. Hugverkaréttur í sjávarútvegi – Af hverju að verja hugverk?
7. Hugverkaréttur í sjávarútvegi – Hvernig skal verja hugverk?
8. Fjórða iðnbyltingin – Sjávarútvegur
9. Umbúðir og áhrif þeirra á umhverfið
10. Framtíð ferskfiskvinnslu
11. Menntun í sjávarútvegi
12. Markaðshindranir og nýir markaðir
13. Grunn- og þjónusturannsóknir fyrir sjávarútveginn
14. Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld annarra þjóða
Dagskrá
Nú er verið að vinna að dagskrá ráðstefnunnar og er gert ráð fyrir met fjöld erinda eða um 80. Við munum birta dagskrá með vinnuheitum erinda um miðjan júní.
Framúrstefnuhugmynd
Ef þú ert hugmyndasmiður, endilega sendu okkur framúrstefnuhugmynd. Á vefsíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar er að finna upplýsingar um verðlaun til þeirra sem skila inn bestu hugmyndunum. Skilafrestur er í haust þannig að hægt er að nýta allt sumarið til að leggjast undir feld og vonandi að þið fáið hugljómun.