Sjávarútvegsráðstefnan 2017 verður haldin í Hörpu dagana 16.-17. nóvember.
Dagskrá
Að þessu sinni eru 14 málstofur og verða flutt 70 erindi á ráðstefnunni. Ennþá vantar nokkra fyrirlesara, ert þú með tillögu?
Kynningarblað
Við munum gefa út veglegt Kynningarblað sem dreift verður með Viðskiptablaðinu og Fiskifréttum um miðjan október. Í blaðinu verður að finna dagskrá, lýsing á einstökum málstofum og nokkrar greinar sem tengjast viðfangsefnum Sjávarútvegráðstefnunnar 2017 og fyrri ráðstefnum o.fl..
Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar?
Ef þú ert hugmyndsmiður, hugsar út fyrir boxið, endilega sendu þá inn framúrstefnuhugmynd. Skilafrestur framúrstefnuhugmyndar er þann 10. október. Nánar upplýsingar á vef ráðstefnunnar: http://www.sjavarutvegsradstefnan.is/efni/verdlaun