Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2019
Hörpu, 7.-8. nóvember
Ungur nemur og undirdjúpin – Kynning á fræðsluefni um sjávarútveg, sjávarlífverum og hafsbotni
Silfurberg Fimmtudagur08:30 – 09:45
Kynning á Menntaneti SFS sem hefur verið í smíðum undanfarin misseri og er vefur þar sem safnað er saman ýmsu fræðsluefni um sjávarútveg og það gert aðgengilegt almenningi. Kynntur nýr vefur www.sjavarlif.is. Þar er að finna fræðsluefni sem Erlendur Bogason kafari hefur safnað saman um lífríki hafsins og sjávarbotninn. Markmiðið er að uppfæra hann jafnóðum og nýtt efni berst. Þriðja kynningin er kynning á Sjávarútvegsskólanum sem hefur verið rekinn í samstarfi vinnuskóla byggðarlaga á Austurlandi og Norðurlandi, sjávarútvegsfyrirtækja á þeim svæðum og Háskólans á Akureyri. Þessi skóli er ætlaður 14 ára grunnsólanemendum, hann er kenndur eina til fjórar vikur í hverju byggðarlagi þar sem nemendur eru fræddir um ýmislegt sem viðkemur sjávarútvegi.

Guðrún Arndís Jónsdóttir
Forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri
Umsjónarmaður

Vilhelm Anton Jónsson
Kynnir
08.30
Sýning myndbanda
08:45
Menntanet sjávarútvegsins – Fræðsluefni um sjávarútveg fyrir kennara og nemendur

Á vefnum Menntanet sjávarútvegsins verður safnað saman aðgengilegu kennslu- og fræðsluefni um íslenskan sjávarútvegi, m.a. rafbókum, námsefni og verkefnum til kennslu ásamt myndböndum. Þar verður einnig að finna slóðir vefsíðna sem sérhannaðar eru til kennslu ásamt öðrum vefsíðum sem tengjast sjávarútvegi. Vefurinn nýtist vonandi kennurum, nemendum og þeim sem áhuga hafa á að finna kennslu- og fræðsluefni um íslenskan sjávarútvegi. Vefnum er einnig ætlað að vera vettvangur fyrir nýtt náms- og kennsluefni um íslenskan sjávarútveg.
09:00
Sjavarlif.is – Ný vefsíða um lífríki hafsins og hafsbotninn við Íslandstrendur

sjavarlif
Kynning á nýjum vef sjavarlif.is (sealife.is). Vefurinn er í eigu Unnar Ægis ehf, einkahlutafélags í eigu Erlendar Bogasonar kafara, Sævarar Erlendsdóttur kafara, Kristjáns Vilhelmssonar og Guðrúnar Arndísar Jónsdóttur. Þar eru birtar einstakar myndir og myndefni sem nýtast við rannsóknir og fræðslu fyrir sjávarútveg og almenning. Myndefnið flokkast í nokkra flokka; ljósmyndir og myndbönd af fiskum, af sjávarbotni, af botni vatna og því lífríki sem þar er, allt frá minnstu lífverum til þeirra stærstu.
Smellið hér til að fara inn á slóðina Sjavarlif.is
09:15
Sjávarútvegsskólinn – Hvað er hann og fyrir hverja er hann?

Skjöldur
Í erindinu verður fjallað um hvenær Sjávarútvegsskólinn var stofnaður og hvaða breytingum hann hefur tekið frá upphafi. Farið verður yfir mikilvægi þess að fræða börn og ungt fólk í dag um sjávarútveginn, fyrirkomulag skólans, hverjir hafa kost á því að stunda hann, staðsetningu og námsefni. Mikil og hröð þróun síðustu ára hefur haft áhrif á þekkingu barna og unglinga á sjávarútveginum. Skólinn gegnir lykilhlutverki í að fræða ungt fólk um atvinnugreinina.
09:30
Sýning myndbanda
Íslenskur sjávarútvegur – Hvar verðum við eftir 20 ár?
Silfurberg Fimmtudagur10:00-12:00
Farið er yfir stöðu sjávarútvegs og hvernig hann mun hugsanlega þróast á næstu 20 árum. Í því samhengi má benda á að hátæknifyrirtækið Valka var t.d. ekki til fyrir 20 árum. Hvað þarf til af hálfu hagsmunaaðila og þar með opinberra aðila til að beina þróuninni í jákvæðan farveg með tilliti til afkomu sjávarútvegs, samkeppnishæfni, útflutningstekna og hagsældar þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið til fyrirmyndar í alþjóðlegu samhengi. Hvernig getum við viðhaldið þeirri stöðu eða styrkt? Horft verður á væntanlega þróun hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, þjónustuiðnaðinum og stjórnun auðlindanna.

Sturlaugur Sturlaugsson
Fjölsmiðjan
Umsjónarmaður

Róbert Guðfinnsson
Framkvæmdastjóri
Málstofustjóri
10.00
Ávarp
10.05
Opnun
Hr. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

Opnunarávarp Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands á Sjávarútvegsráðstefnunni
Mynd af forseta Íslands og stoltum handhöfum viðurkenningar Hvatningarverðlaunar Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM
10.20
Framtíðarsýn sjávarútvegsfyrirtækis
10.40
Hugleiðingar um fiskiskip framtíðarinnar

Alfreð
Hugleiðingar um hvað framtíðin gæti mögulega borið í skauti sér varðandi fiskveiðar, útfærslu fiskiskipa, framtíðar orkugjafa, hráefnismeðferð, gæði afurða, vinnslustig og afurðarsölu. Hvert stefnum við og hvert getum við mögulega stefnt? Hvaða hindranir eru mögulega í okkar nánasta umhverfi sem þarf að yfirstíga. Þurfum við jafnvel að endurskoða þá siðferðis- og umhverfisramma sem við höfum sett okkur, til þess að ná lengra með þá tækni sem við höfum yfir að ráða nú þegar, eða í nánustu framtíð. Getum við náð betri hagkvæmi, sjálfbærni og aukinni sátt við umhverfið í einu og sama skrefinu.
11.00
Staða og framþróun í matvælaframleiðslu – Áskoranir og tækifæri tengd tækniframförum og sjálfbærni sjónarmiðum

Kristján Þór Júlíusson
Hvar erum við stödd og hvert stefnum við? Stefna Marel er að umbylta matvælaframleiðslu í heiminum og aðstoða framleiðendur við að framleiða hágæða matvæli á sem hagkvæmastan og sjálfbærastan hátt. Næstu ár munu bera með sér viðamiklar áskoranir fyrir matvælaframleiðslu, sérstaklega í tilliti til fólksfjölda og umhverfismála. Fjallað verður um hvernig væntanlega framþróun muni eiga sér stað í sjávarútvegi og fiskeldi með áherslu á vinnslu. Marel starfar í þremur matvælageirum og byggir framþróun á þekkingu úr þeim öllum. Það eru spennandi tímar framundan, fjórða iðnbyltingin hefur rutt sér til rúms og tækifærin virðast óþrjótandi.
11.20
Samfélagssýn fyrir íslenskan sjávarútveg
11.40
Umræður
11.50
Afhending Hvatningarverðlauna

Kristján Þór Júlíusson
Í tilefni 10 ára afmælis Sjávarútvegsráðstefnunnar verða Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM nú veitt í fyrsta sinn. Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað frammúr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripsins Sviföldunnar.
Los í fiski er mannanna verk
Farið er yfir meðhöndlun á hráefni við veiðar, flutning og í vinnslu. Mikilvægi kælingar til að lágmarka los og annarra þátta er valda gæðarýrnun. Farið er yfir hefðbundnar og nýjar aðferðir við kælingu á hráefni og afurðum. Flutningur getur valdið skemmdum á hráefni og verður fjallað um leiðir til að lágmarka skemmdir á hráefni og afurð. Við handflökun er hægt að halda losi í lágmarki en við aukna vélvæðingu stöndum við fyrir ýmsum áskorunum með tilliti til losmyndunar í afurð. Farið er yfir hvað er hægt að gera til að gera fiskinn hæfari fyrir vinnslu í vélum.

Margrét Geirsdóttir
sérfræðingur, Matís
Umsjónarmaður

Kristín Anna Þórarinsdóttir
Taramar
Málstofustjóri
13.00
Áhrif efna- og eðlisfræði fiska á los

Sæmundur
Í erindinu er fjallað um vöðvabyggingu fiska, orkuástand og áhrif ýmissa eiginleika á los í fiski. Eiginleikar fisks og hætta á losi ákvarðast ekki einungis af meðhöndlun eftir veiðar heldur einnig af veiðistað, árstíð og orkubúskap. Greint er frá gæðarýrnun út frá ástandi fisksins, helstu áhættustaði loss í virðiskeðjunni og mótvægisaðgerðir.
13.20
Hefðbundnar og nýjar aðferðir við kælingu á hráefni og afurð

Sigurjón
Fiskur er viðkvæmt hráefni og mikilvægt er að tryggja rétta meðhöndlun alla leið frá veiðum yfir á disk neytanda. Farið verður yfir hvaða þættir hafa afgerandi áhrif á gæði og hvernig koma má í veg fyrir þá sem og áhrif á los á hverju stigi vinnslunnar. Einnig verður farið yfir áhrif kælingar og hvaða breytingar hafa orðið þar á sem getur dregið úr neikvæðum gæðaeinkennum.
13.40
Þróun vinnsluferla til að lágmarka gæðarýrnun á fiskholdi frá veiðum á disk neytanda

Guðmundur
Ferskleiki fiskholds er mikilvægur gæðaþáttur sem neytendur leita eftir. Ferskleiki er tengdur við útlit, áferð og bragð holdsins. Los og sprungur í fiskholdi eru neikvæðir þættir í augum neytanda enda hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á útlit og áferð afurðarinnar.
Los í fiski er samspil náttúrlegra eiginleika holdsins og meðhöndlun þess allt frá veiðum að diski neytanda. Til að ná árangi við að minnka los verður því líta heildstætt á framangreind samspil.
Í fyrirlestrinum mun ég leitast við að draga fram helstu áhrifaþætti sem valda losi í fiski og taka dæmi um nýjar aðferðir við meðhöndlun á bolfiski sem ætlað er að minnka gæðarýrnun í virðiskeðju bolfiskafurða.
13.55
Bætt hráefnisgæði – reynsla og nálgun HG

Guðmundur
Hvernig HG hefur slíðastliðin ár unnið að bættum gæðum afurða í gegnum vinnsluferlið með kælingu. Betri hráefnisgæði hafa skilað sér í auknum afköstum, lægra blokkarhlutfalli, hærra meðalverði afurða og lengra geymsluþoli á ferskum fiski. Að þekking og skilningur á mikilvægi kælingar og góðar hráefnismeðhöndlunar sé á öllum stigum ferilsins. Síðustu misseri hefur HG lagt áherslu á greiningu og nýtingu tölulegra vinnslugagna til þess ná enn frekari niðurstöðum í bættum árangri.
14:10
Sýn iðnaðarins á gæðamál með sérstakri áherslu á los

Skjöldur
Undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á útgerðaháttum Íslendinga. Túrar hafa styst mikið, hölin minnkað, aðbúnaður um borð tekið stakkaskiptum o.s.frv. Þetta hefur allt skilað mun betra hráefni sem er með minna los vegna meðhöndlunar og ferskleika. Fiskvinnslur hafa einnig bætt meðferð hráefnis þar sem ferilstýring er betri, minna um fall o.s.frv. Einnig hefur orðið töluverð breyting og þróun á fiskvinnsluvélunum sem geta haft áhrif á hvort það myndast los við vinnsluna eins og flökun og roðdrátt. Reynt verður að svara því hvort afurðir sem verða til úr los hráefni hafa aukist vegna breyttra vinnsluhátta eða minnkað.
14:25
Umræður
Íslenskur fiskur í erlendum netverslunum
Silfurberg B Fimmtudagur13:00-14:45
Neysluhegðun er að breytast. Fólk kaupir í auknum mæli matvörur á netinu og vörumerki og markaðssetning skipta þar með jafnvel enn meira máli en áður. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa lengi stefnt að því að auka framlegð af aflanum og koma fisknum milliliðalaust til verslana/neytenda. En hvernig hefur það gengið og hvaða aðferðum er best að beita? Hvernig geta sjávarútvegsfyrirtæki komið fiski og fiskafurðum beint til neytanda og aukið framlegð sína?

Haukur Ómarsson
Landsbankinn
Umsjónarmaður

Haukur Ómarsson
Landsbankinn
Málstofustjóri
13:00
Landamæralaus markaður

Fjallað er um Amazon Fresh og Whole Foods, og tækifæri og ógnanir einnig, sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir. Farið er yfir sögu Amazon markaðarins fyrir matvæli og hvernig hann hefur þróast undanfarin misseri. Þá koma einnig fram upplýsingar um viðskipti sjávarútvegsins við Amazon.
13:20
The Story of Niceland: Building a value based brand

The lecture will focus on the journey of Niceland Seafood and what it means to create a value based brand. The company was founded in 2017 by Oliver Luckett and Heida Helgadottir focused on building a brand based on the values of Iceland of humanism, sustainability, deep connection to nature, a love of art and culture and connectivity, and connecting those values to fresh Icelandic Seafood. Niceland has developed a unique storytelling platform in collaboration with its software company TraceabiliT. Through the platform Niceland gathers and publishes both public and private real time data while the product travels through the supply chain, enhancing the customer experience and building brand loyalty with visible traceability and transparency. Niceland is currently selling branded fresh Icelandic seafood in the US and will start selling branded products in Europe in 2020.
13:40
Fiskur í netverslunum í Kína

Netverslun í Kína hefur margfaldast seinustu ár og er talið að sú aukning muni halda áfram. Neysluvenjur og kauphegðun er að breytast og hefur verið mikil aukning á innfluttningi á erlendu sjávarfangi. Þar hafa skapast ákveðin tækifæri sem fjallað verður um.
13:55
Pallborðsumræður
Þátttakendur í pallboðsumræðum:
- Agnes Guðmundsdóttir, Icelandic Asia
- Viðar Engilbertsson – sérfræðingur í markaðsmálum hjá SFS
- Heiða Kristín Helgadóttir – framkvæmdastjóri Niceland Seafood
Remote electronic monitoring in fisheries
Kaldalón Fimmtudagur13:00-17:00
Remote electronic monitoring (REM), including camera surveillance, is currently being debated as a potentially effective technology to assist with monitoring, control and surveillance in the fishing industry. This alternative is by many thoughts to be a cost efficient, practical and applicable solution to facilitate full catch accountability, improve data gathering for fisheries management and lead to reduction of discards. Others are however of the opinion that electronic monitoring of this kind is too expensive and unnecessarily invasive towards privacy of fishermen. The aim of this session is to introduce current state-of-the-art in REM and to discuss potential implementation in a Nordic context.

Jónas R. Viðarsson
Research Group Leader, Matís
Supervisor

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir
sviðsstjóri, Fiskistofu
Chair
13.00
Global overview of REM in fisheries

Jónas R. Viðarsson
This presentation will give an overview of how REM, and in particular camera surveillance, is being implemented in fisheries around the world. Research and new initiatives in the field will be presented; and the pros and cons of REM discussed.
13.20
Available technical solutions for REM

Leifur
Potentials for using REM for fisheries surveillance from a technical perspective. Today’s imaging applications are developing rapidly, and the technology to quantify and identify species of fish is progressing. The use of pattern recognition and AI opens a wide range of possibilities, as do long-range camera equipment and drones to monitor discards at sea.
13.40
Fully documented fisheries trials in Denmark

Denmark has run several trials with electronic monitoring (EM) since 2008. Objectives has ranged from bycatch estimation to Catch Quota Management and testing of EM system reliability. Presentation will focus on the technical and audit process developments of a Danish trial directed at optimizing usage of EM within the context of the EU landing obligation.
14:00
REM and the Value of Catch Identification: Electronic monitoring in Norwegian fisheries

In this presentation the focus will be on explaining and giving examples on how new technologies can give verifiable catch data in real time; and by this fulfil expectations from countries and consumers on legal and sustainable catches and landings.
14.20
Experience from the implementation of camera surveillance in Chile

The Chilean Fisheries Law was revised in 2012, introducing new regulations on discards and bycatch, and establishing sanctions and control measures for these practices. This presentation will give an overview of the Chilean approach to confront the problem, including its three sequential steps; 1) extensive research to quantify and identify the causes of discards/bycatch, 2) diminution through compulsory plans, and 3) monitoring of these plans through EMS and observers on-board.
14:45
Coffee break
15.15
The Evolution of a Commercial Fishery: Experience of fishermen working under REM

From a fisherman’s perspective a story about how and why this Canadian west coast fishery has evolved over the last 40 years from an open access, high discard fishery to a full retention, fully monitored fishery that accounts for all catch whether retained or released. The key to our recent success has been a 4-year consensus driven process involving stakeholders, tasked to achieve clearly defined objectives. We now have a dynamic advisory body, with no decision-making authority, that reflects the values of our fishing community, and allows the fishery to be innovative.
15:35
Electronic monitoring of Scottish fisheries: a strategic approach to developing an evidence base

Since 2008, electronic monitoring of Scottish fisheries using CCTV has been in rapid development. Until 2017, CCTV formed part of the Scottish “fully documented fisheries” scheme. Following the end of this scheme, research has continued, studying the implementation of this programme and what lessons could be learned. In this presentation we discuss the journey so far, and the ongoing work required to operationalise this approach more widely.
15:55
The EU landing obligation and REM

According to the Common Fisheries Policy (CFP) of the European Union, a landing obligation was to be implemented in all member state fisheries by beginning of year 2019. The landing obligation was supposed to be implemented in gradual steps between 2015 and 2019. Clara Ulrich will give an overview of the success of the EU landing obligation and how REM is/can be implemented to facilitate the landing obligation. Clara Ulrich is as well the chair of the EC Scientific, Technical and Economic Committee for Fisheries (STECF) and will present how the Landing Obligation is perceived by STECF. She was also the coordinator of a large European research project, called DiscardLess, which she will present.
16:15
Panel discussions
Kristinn Loftur Einarsson, Öryggismiðstöðin
Lara Erikson, The International Pacific Halibut Commission
Kristian Schreiber Plet-Hansen, DTU aqua
Hrefna Karlsdóttir, Fisheries Iceland
Christopher McGuire, The Nature Conservancy
Kynningar þjónustuaðila sjávarútvegs (kostaðar kynningar)
Silfurberg A Fimmtudagur15:15-17:00
Markmiðið er að gefa þjónustuaðilum sjávarútvegs möguleika á að kynna vörur og þjónustu sem fyrirhugað er að markaðssetja eða er nýlega byrjað að selja. Hér er um kostaðar kynningar að ræða og ekki er verið að kynna fyrirtækið eða almennar vörur eða þjónustu sem það býður upp á. Vonast er til að kynning á nýjungum í sjávarútvegi auðveldi ákvörðunartöku í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.

Valdimar Ingi Gunnarsson
Sjávarútvegsráðstefnan
Umsjónarmaður

Grímur Valdimarsson
ráðgjafi
Málstofustjóri
15:15
Verðmætaaukning í matvælavinnslu – Notkun á Value Pump

Farið verður yfir spíraldælu (e. Value Pump) til verðmætaaukningar í matvælavinnslu. Árið 2018 fór Skaginn 3X af stað með þróunarverkefni fyrir 16“ spíral dælu sem er eitt stærsta þróunarverkefnið á stakri vöru sem fyrritækið hefur farið út í. Einn helsti kostur dælunnar er sá að hráefnið er í lokuðu kerfi sem gerir það að verkum að utanaðkomandi áreiti hefur lítil sem engin áhrif á hráefnið í dælunni. Því er dælan kjörin leið til að þrífa hráefni og fækka færiböndum í vinnslum. Tilraunir og prófanir á dælunni hafa gengið vel og hafa að mestu leiti snúið að því að auka verðmæti hráefnis á meðan á flutningi stendur, eins og t.d. blæðingu, kælingu, hitun, flutningi á lifandi fiski og fleira.
15:25
Þróun á léttari og umhverfisvænni matvælapakkningum

Björn
Einangrun og styrkur eru mikilvægir eiginleikar umbúða fyrir ferskan fisk. Farið verður yfir yfirstandandi þróun á léttari frauðplastkössum hjá Tempru og fiskikerum hjá Sæplasti. Samstarf fyrirtækjanna við Háskóla Íslands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og lykilviðskiptavini hefur skilað sér t.d. í 3-5% léttari frauðplastkössum og nýjum 290 L tvíburakerum með um 20% minni umhverfisáhrifum í flutningi tómra kera en í tilfelli hefðbundinna 460 L kera. Áframhald verður á þessari þróun.
15:35
Róbótar sem partur af sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi

Rætt er um hvernig róbótar geta hjálpað við ýmis störf í fiskvinnslu. Hvernig tækninýjungar eins og t.d. þrívíddar sjón eru notaðar til að auka notkunar möguleika róbóta í fiskvinnslu.
15:45
Leigukerfi með endurnýtanlegar umbúðir fyrir íslenskan sjávarútveg

Stór hluti sjávarútvegs á íslandi notar endurnýtanleg plastker í skip og vinnslur og hefur leigufyrirkomulag á kerum orðið algengara en eignaker hin síðari ár. Með breyttum áherslum í viðskiptum með ferskan fisk hefur þörfin á heildstæðu kerfi utan um leiguna orðið aðkallandi. iTUB hefur byggt upp leigukerfi fyrir sjávarútveg á Íslandi og í Noregi síðustu mánuði og getur nú boðið upp á víðfeðmt þjónustunet sem auðveldar alla umsýslu með ker undir fisk og fiskafurðir.
15:55
Þróun á útliti Sjávarútvegsráðstefnunnar undanfarin 10 ár

Með hvaða hætti hefur útlit Sjávarútvegsráðstefnunnar þróast undanfarin ár og hvers vegna lögðum við upp með það útlit sem varð fyrir valinu.
16:05
Myndgreining flaka – Aukin sjálfvirkni roðvéla

Sjálfvirkni í fiskvinnslu er alltaf að aukast en þó eru ennþá tiltölulega einföld störf sem þurfa á mannshöndinni að halda. Innmötun í roðvélar er eitt af þeim. Flökin þurfa að snúa rétt til þess að roðdrátturinn takist og vélin skemmi ekki flökin en að meðaltali eru um 5-15% flaka sem snúa vitlaust þegar þau koma úr flökunarvél. Með nýrri myndgreiningatækni er hægt að greina þau flök sem snúa öfugt og beina þeim annað.
16:15
Rafmagns landtengingar stærri skipa

Farið verður yfir stöðu landtenginga á Íslandi í dag og hvernig þeim hefur verið háttað hingað til. Farið verður yfir hver orkunotkun stærri skipa er, hvaða spennukerfi og tíðni er notuð á Íslandi, erlendis og í stærri skipum. Farið verður yfir nokkur verkefni í stærri landtengingum sem er lokið og er í gangi í dag og fyrirsjáanleg framtíðaruppbygging rafkerfa á höfnum.
16:25
Digital seafood where data becomes value

The Seafood game is changing and Digital Seafood is the path towards smarter and more efficient operations. We support your operational processes and give you further insights with Data and analytics. Providing you with full controal of your company with our digital seafood tailor made solution. Take controal of your margins and product quality across the value chain and trace your product all the way to the right market.
16:35
Hreinlæti í sjávarútvegi

Kröfur um hreinlæti í matvælaframleiðslu eru sífellt að aukast. Með aukinni áherslu á ferskleika vöru og stuttan framleiðslutíma er áhersla á hreinlæti og lága gerlatölu sífellt að aukast. Jafnframt hefur matarsýkingum fjölgað í heiminum og hvernig má bregðast við því með réttu hreinlæti, réttri notkun efna og góðri sótthreinsun?
Rannsóknir og þróun í sjávarútvegi, mikilvægt fyrir land og þjóð
Silfurberg BFimmtudagur15:15-17:00
Í málstofunni verður fjallað um mikilvægi rannsókna og þróunar í sjávarútvegi fyrir framþróun í greininni, sjálfbærni veiðistofna og samfélagið. Þar mun greinin sjálf og vísindamenn setja fram hugmyndir sínar um hver væru næstu skref í rannsóknum og þróun innan sjávarútvegsins, bæði hvað varðar vistkerfi hafsins en einnig veiðar og vinnslu. Fjallað verður um hlutverk sjávarútvegsins í nýsköpun á Íslandi og hvaða máli haftengd nýsköpun skiptir fyrir land og þjóð. Einnig verða styrkjamöguleikar til rannsókna á sviði sjávarútvegs á Íslandi ræddir og hvort við séum á réttri leið í þeim efnum.

Hólmfríður Sveinsdóttir
Genís
Umsjónarmaður

Margrét Geirsdóttir
sérfræðingur, Matís
Málstofustjóri
15:15
Íslenska þróunar- og nýsköpunarstyrkjarkerfið, erum við á réttri leið?

Viðhorf greinarinnar (skv. lýsingu ráðstefnuhaldara): „Það skítur nokkuð skökku við hve stutt á veg Íslendingar eru komnir í stefnumótun og fjárfestingu rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi. Mest af því sem gert hefur verið hefur alfarið byggst á framsýni og frumkvæði atvinnugreinarinnar sjálfrar og einstaklinga innan rannsóknageirans. Stuðningur opinberra sjóða hefur verið takmarkaður og stefna óljós eða ekki til staðar. Fjölmörg dæmi sýna hve áhrifarík markviss fjárfesting í rannsóknum, þróun og nýsköpun getur skilað.“ Er þetta rétt lýsing? – eða má benda á „fjölmörg dæmi sýna hve áhrifarík markviss fjárfesting í rannsóknum, þróun og nýsköpun getur skilað“. Í erindinu verður farið yfir styrkjaumhverfi til rannsókna og þróunar á sviði sjávarútvegs á Íslandi.
15:25
Lækningamáttur þorsksins (Gadus morhua) – Sjávarlíftækni á Íslandi

Zymetech er eitt elsta starfandi líftæknifyrirtækis landsins stofnað árið 1999. Fyrirtækið framleiðir ensím úr þorskslógi og nýtir í verðmætar lækningavörur fyrir alþjóðamarkað. Sameining Zymetech og sænska líftæknifyrirtækisins Enzymatica árið 2016 efldi verulega samkeppnishæfni fyrirtækjanna og möguleika þeirra til vaxtar. Undanfarin ár hefur megin áhersla verið á klínískar rannsóknir á ColdZyme munnúða gegn kvefi og skráningu samkvæmt nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Einkaleyfi fyrir þorskaensímin og nýjar lækningavörur hafa einnig verið í forgangi. Öll þessi verkefni eru forsenda þess að lækningavörurnar nái árangri á heimsmarkaði. Rætt verður um framtíðarsýn fyrir sjávarlíftækni á Íslandi út frá langri reynslu Zymetech.
15:35
Mikilvægi nýsköpunar í sjávarútvegi

Íslenskur sjávarútvegur á í harðri samkeppni við sjávarútveg annarra landa. Íslenskur fiskur er hágæðavara framleidd með nýjustu tækni hvers tíma sem selst hæsta verði til kröfuhörðustu kaupenda. Þrátt fyrir að verðmæti útflutnings annarra atvinnugreina hafi aukist mikið á undanförnum árum þá hefur sjávarútvegurinn enn sérstöðu hvað varðar umfang hreins framlags til útflutningstekna. Til að halda þessari stöðu okkar og byggja lífskjör í landinu áfram á öflugum sjávarútvegi þurfum við ávallt að stunda öfluga nýsköpun. Því skiptir umhverfi nýsköpunar á Íslandi sjávarútveginn miklu máli.
15:45
Þekking okkar á vistkerfum hafsins umhverfis Ísland og mikilvægi rannsókna á tímum umhverfisbreytinga

Miklar breytingar hafa orðið í umhverfisþáttum í hafinu umhverfis Ísland undanfarna áratugi og til að skilja áhrif slíkra breytinga á lífverur hafsins er þörf á bæði langtíma vöktun sem og sérhæfðum rannsóknum. Farið verður stuttlega yfir vistfræðirannsóknir Hafrannsóknastofnunar á undanförnum áratugum sem og þörf fyrir frekari rannsóknir þannig að mögulegt verði að svara áleitnum spurningum sem vakna um framtíðina.
15:55
Félag uppsjávariðnaðarins – okkar leið

Í erindinum mun ég fara yfir þá leið sem við fyrirtæki í Uppsjávarfiski hafa ákveðið að fara til að sýna meira frumkvæði og setja sér stefnu þegar kemur að R&Þ verkefnum. Byggja upp vettvang þar sem fyrirtækin í þessum geira geti sameinast um hagsmunamál með áherslu á nýsköpun og úrbætur.
16:05
Umræður
Umbúðir fyrir ferskt sjávarfang – sjálfbærni og varðveisla gæða
Silfurberg A Föstudagur08:30-10:10
Ábyrg notkun umbúða fyrir ferskar fiskafurðir er mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg en vægi ferskra sjávarafurða í útflutningi hefur aukist mikið á undanförnum árum. Meiri kröfur eru almennt gerðar til einangrunar og styrks ferskfiskumbúða en umbúða fyrir aðrar sjávarafurðir vegna þess hve viðkvæm vara ferskur fiskur er og flutningskeðjan flókin og krefjandi. Ábyrga notkun umbúðanna má tengja við fjölmarga þætti: varðveislu fiskgæða, efnisval og matvælaöryggi, hönnun, framleiðslu, öryggi starfsmanna, hagkvæmni í flutningum, endurnotkun/vinnslu umbúðanna, og annað sem getur valdið umhverfisáhrifum. Í þessari málstofu verður farið yfir þróun síðastliðinna ára á ferskfiskpakkningum, bæði fyrir heilan fisk og flök/flakabita. Framleiðendur og söluaðilar ferskfiskpakkninga gera grein fyrir hvernig þeir svara vaxandi kalli neytenda eftir minna umhverfisálagi pakkninga án þess að fórna gæðum.

Sigurjón Arason
Matís
Umsjónarmaður

Kristín Magnúsdóttir
Berry – Promens
Málstofustjóri
08:30
Yfirlit yfir umbúðir fyrir ferskt sjávarfang

Fjallað verður um þróun umbúða fyrir ferskan fisk og hvaða helstu breytingar hafa orðið á umbúðum. Markmið þessara breytinga hefur verið að bæta ímynd og auka verðmæti sjávarfangs. Hvaða umbúðir hafa reynst best til að ná þessum markmiðum þ.e. að varðveita gæði frá veiðum til vinnslu og frá vinnslu til markaðar.
08:50
Íslensk fiskiker úr plasti – endurnýtanlegar og endurvinnanlegar umbúðir sem varðveita gæði

Íslenska fiskikerið er í dag mikilvæg útflutningsvara sem hefur verið þróuð til þess að uppfylla þarfir Íslensks sjávarútvegs. Hvaða hlutverk hefur fiskikerið haft í þeim umbreytingum sem Íslenskur sjávarútvegur hefur gengið í gegnum á undanförnum áratugum og hvaða hlutverk mun það hafa í framtíðinni?
09:05
“Hröð þróun í átt endurvinnanlegum flutningaumbúðum” (Case: The EcoFishBox)

Fjallað verður um vöruþróun Kassagerðar Reykjavíkur á umbúðum utan um ferskan fisk „EcoFishBox“ sem er nýjasta skrefið í átt að umhverfisvænni umbúðum.
09:20
Á tímum breytinga

Í erindinu er farið yfir núverandi stöðu í útflutningi á ferskum fiski á þeim breytingatímum við stöndum frammi fyrir. Snert verður á umhverfismálum sem eru í brennidepli og hvernig umbúðir koma þar inn. Horft verður til stöðunnar í útflutningi á ferskum fiski. Í lokin farið yfir hvernig Brynjar sér fyrir sér CoolSeal og framtíðina í útflutningi á ferskum fiski.
09:35
Íslenski frauðkassinn – íslensk, umhverfisvæn iðnaðarframleiðsla sem hámarkar gæði ferskfisks

Rakin verður saga íslenska frauðkassans sem er 98% loft, notkunarmöguleikar, framleiðsluferli, þróun og hvert stefnir varðandi nýjungar. Þá verður tekin staða á því nýjasta varðandi endurnýtingu á frauðkassanum, ferli hans þegar hann fer frá Íslandi og hvert stefnir í þeim efnum. Mikil umræða er um plastumbúðir í heiminum í dag og reynt verður að varpa sem bestu ljósi hvað verður um þau 2% plastefna sem eru í íslenska frauðkassanum.
09:50
Umræður
Orkunotkun og orkugjafar í sjávarútvegi
KaldalónFöstudagur08:30-10:10
Olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman á undanförnum árum og halda mun áfram að draga úr henni án þess að það hafi áhrif á veitt magn og útflutningsverðmæti. Margt hefur drifið þessa þróun áfram, ekki síst tækniframfarir. Farið verður yfir hvað hefur áunnist; hvernig og hvar er hægt að spara orku, er rafmagnið lausnin og mun krafa neytenda knýja á um minni orkunotkun við framleiðslu matvæla.

Benedikt Sigurðsson
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Umsjónarmaður

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir
Arion banki
Málstofustjóri
08:30
Er raunhæft að kolefnisjafna íslenskan sjávarútveg?

Íslenskur sjávarútvegur hefur á undanförnum árum náð góðum árangri í að draga úr olíunotkun. Áfram verður haldið á þeirri braut, meðal annars með fjárfestingum í nýrri tækni. Í fyrirlestrinum verður farið í nokkrum orðum um olíunotkun flotans undanfarin ár og þeirri spurningu velt upp hvort hægt sé að kolefnisjafna olíunotkunina að fullu og þá hvernig? Kynnt verður úttekt sem Umhverfisráðgjöf Íslands, Environice, gerði fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um leiðir til kolefnisjöfnunar.
08:45
Veiðir á við tvo en eyðir þriðjungi minna af olíu, gengu spár eftir?

Páll Pálsson ÍS og Breki VE eru með öfluga nýja útfærslu af skrúfubúnaði. Skipin hafa verið í rekstri í rúm tvö ár. Farið verður yfir hvernig skipin hafa reynst miðað við þær væntingar sem gerðar voru í hönnunarferlinu.
09:00
Innlendir orkugjafar í íslenskan skipaflota – Vetni og afleiddir orkuberar

Sjávarútvegur á Íslandi hefur staðið sig vel, einnig hvað olíunotkun varðar. Þrýstingur varðandi koltvíoxíðlosun mun aukast frá ytra umhverfi og því þarf að leita til annarra orkugjafa. Lausnin verður ekki einsleit. Raforkan verður alltaf mikilvæg en vetni og þéttari vetnisberar munu koma fljótlega við sögu. Farið verður yfir nokkra slíka orkugjafa og minnst á hraða þróun erlendis í þessum efnum. Birt verður sýn EFLU á því hvernig við aukum sjálfbærni í greininni, byggjum upp sérstöðu og snúum við blaðinu og framleiðum eldsneytið innanlands.
09:15
Verða smábátarnir rafmagnaðir?

Er raunhæft að rafvæða íslenska skipaflotann, gætu smábátarnir verið fyrsta skrefið?
09:30
Vilja neytendur kaupa vörur sem framleiddar með sjálfbærum hætti? Hvað vilja þeir borga fyrir það?

Hvernig hugsa neytendur um vörur sem eru framleiddar með sjálfbærum hætti og hver er þróun í þeim efnum? Hvaða áhrif hafa viðhorf okkar á kauphegðun?
09:45
Umræður
The importance of origin
Silfurberg A Föstudagur10:40-12:20
Seafood has been Iceland’s most important export product for a long time. Do consumers around the world know that the fish on their plate comes from Iceland? Does the origin of the product even matter to them? How is Icelandic fish presented in store shelves and in restaurants in our most important markets? What are the opportunities of having a strong country-of-origin brand? In this seminar, we hear about Alaska’s achievements in seafood branding and see new results from a consumer survey in major seafood export markets. Furthermore, we hear testimonials from the retail end of the market and from one of Iceland’s finest chefs about how they tell the story of the Icelandic fish to their clients.

Björgvin Þór Björgvinsson
Íslandsstofa
Supervisor

Ingveldur Ásta Björnsdóttir
Íslandsstofa
Chair
10:40
ASMI: Promoting the Alaska Brand in a Global Market

The Alaska Seafood Marketing Institute is a marketing organization with the mission of increasing the economic value of the Alaska seafood resource through:
- Increasing the positive awareness of the Alaska Seafood brand;
- Collaborative marketing programs that align ASMI and industry marketing efforts for maximum impact within the food industry;
- Championing the sustainability of Alaska’s seafood harvests resulting from existing Alaska fisheries management imperatives. (State of Alaska Constitution and Magnuson-Stevens Fishery Management and Conservation Act and The Halibut Act);
- Quality assurance, technical industry analysis, education, advocacy and research;
11:00
Brand audit – what do consumers really think of seafood from Iceland?

First results from a new consumer survey conducted on some of the key markets for Icelandic Seafood. The goal is to determine what is Iceland´s current position in the mind of the seafood consumer, relative to its competitors. Furthermore, to identify key customers and target groups, and how to reach them with promotion of Icelandic origin.
11:20
Tradition and collective memory: Icelandic Cod and La Sirena

• Cod and tradition in Spain: Brief history.
• Consumption: from traditional markets to modern cuisine.
• La sirena and Cod: Facts, numbers and how La Sirena display bacalao in the shops, marketing issues, advertisements, Icelandic origin, campaigns, etc.
11:40
From Eyjafjörður to New York

I will be talking about local food and way its important as well as way I wrote a whole book about those matters.
12:00
Discussion
Mikilvægi fiskmarkaða og hvernig tryggjum við framboð til framtíðar
Silfurberg BFöstudagur10:40 – 12:20
Enginn deilir um mikilvægi fiskmarkaðanna og ljóst er að hlutverk þeirra í verðmyndun, verðmætaaukningu og góðri nýtingu á aukategundum hefur stuðlað að betri umgengni um auðlindina og aukið tækifæri útgerða og fiskvinnsla vítt og breitt um landið til að verða sér út um hráefni og skapa verðmæti úr tegundum sem áður voru lítið nýttar. Á málstofunni verður farið yfir þær breytingar sem urðu með tilkomu fiskmarkaðanna og hvaða áhrif þær hafa haft á fiskvinnslu og útgerð. Uppboðskerfi markaðanna er að nokkru leyti einstakt á heimsvísu og það hefur verið notað sem fyrirmynd uppboðskerfa í öðrum löndum. Með tilkomu nýrrar tækni er varðar staðsetningu skipa munu skapast ný tækifæri til að þróa uppboðskerfið enn lengra í þá átt að skapa kaupendum tækifæri til markvissari kaupa. Komið verður inn á sjónarmið seljenda á fiskmörkuðunum og hvernig þeir sjá fyrir sér þróun markaðanna.

Axel Helgason,
formaður, Landssamband smábátaeigenda
Umsjónarmaður

Aron Baldursson,
framkævmdarstjóri, Fiskmarkaður Íslands
Málstofustjóri
10:40
Fiskmarkaðir og virðiskeðja

Uppboðsmarkaðir gegna fjölmörgum mikilvægum hlutverkum í virðiskeðju í íslenskum sjávarútvegi. Starfsemi þeirra gerir útrgerðum kleift að losa sig við minni fisk og aukategundir, tryggir stöðugt flæði af hráefni til smærri fyrirtækja og eykur getu þeirra stærri til að jafna út skammtímasveiflur í afla. Þannig skapast svigrúm fyrir fyrirtæki til að sérhæfa sig í vinnslu af ákveðnum fisktegundum og fiski af ákveðinni stærð. Í gegnum markaðina er hægt að miðla upplýsingum frá mörkuðum í Evrópu og tengja íslenskan sjávarútveg betur við endanlega neytendur í útlöndum.
10:55
Fiskmarkaðir – kerfin og þróun þeirra

Fiskmarkaðirnir hófu starfsemi 1987 og farið verður yfir söguna frá þeim tíma.
Þróun fyrirtækjanna, uppboðs, tækni við skráningu, upplýsingagjöf, tölfræði og fleira.
Farið yfir hversu skilvirk og þægileg þessi viðskiptaleið er.
Hugbúnaður fiskmarkaðanna er í stöðugri þróun og sýnt verður það nýjasta.
11:10
Hversu mikilvægir eru fiskmarkaðirnir

Stofnun fiskuppboða á Íslandi var að mínu mati mikið heillaspor í þróun íslensks sjávarútvegs. Framlag uppboðanna er margþætt. Þau draga út viðskiptakostnaði, auðvelda nýjum aðilum að hefja bæði veiðar og fiskvinnslu og stuðla að aukinni verðmætasköpun. Einnig eru þau árreiðanlegasta uppspretta upplýsinga um verðmæti fisks. Hlutverk fiskuppboðanna er að vera almennur milliliður milli kaupenda og seljanda. Í tegundum sem veiddar eru í takmörkuðu magni er þetta lykilhlutverk sem stuðlar að sérhæfingu í vinnslu og sköpun verðmæta sem annars væri nær útilokuð. Í tegundum sem veiddar eru í miklu umfangi er hlutverkið flóknara. Uppboðin eru uppspretta hráefnis fyrir minni fyrirtæki sem ekki reka eigin útgerð. Á sama tíma gegna þau hlutverki í virðiskeðjum stærri fyrirtækja þar sem þau auðvelda samþættum fyrirtækjum að jafna út skammtímafrávik í framboði og eftirspurn eftir hráefni innan fyrirtækjanna. Í erindinu er samanburður á verðmætasköpun í norskum og íslenskum sjávarútvegi er notaður til að meta mikilvægi uppboðanna fyrir íslenskan sjávarútveg.
11:25
Lausnir fyrir rekjanleika afla

Kaupendur á fiskmörkuðum hafa mikinn hag af áreiðanlegum upplýsingum um ástand hráefnis og rekjanleika afla. Ýmsar aðferðir hafa verið útfærðar til að uppfylla kröfur um rekjanleika, en flestar þeirra krefjast aukinnar skráningarvinnu og eru mis áreiðanlegar. Sagt verður frá nýjum verkefnum sem byggja á samþættingu gagna og skila upplýsingum um veiðislóðir með sjálfvirkum hætti.
11:40
Sjónarmið seljenda á fiskmörkuðunum

Án fiskmarkaða væru forsendur fyrir smábátaútgerð mjög takmarkaðar og fyrir sjómann er einstakt að hægt sé að sigla nánast inn á hvaða höfn sem er við Ísland og fá tilheyrandi þjónstu við sölu, löndun og frágang á veiddum afla. En afli frá smábátum nemur um 40-45% af því magni sem fer í gegnum markaðina ári og því er ljóst að hagsmunir fiskmarkaðanna útgerðaraðila smábátaeigenda fara saman.
Fiskmarkaðir sjá til þess að sem bestar upplýsingar um gæði og stærðir fylgi fiski í boði á uppboði til handa kaupendum. Góðar upplýsingar leggja grunn af stöðugu og réttu verði, en velta má fyrir sér hvort hægt væri að gera betur í upplýsingagjöf sem dæmi skráningu á veiðisvæðum eða meðaltals hitastigs landaðs afla yfir tiltekið tímabil.
11:55
Umræður
Umhverfisvænar togveiðar
Kaldalón Föstudagur10:40-12:20
Horft til framtíðar þar sem bylting verður í flæði rauntíma upplýsinga frá veiðarfæri til skipstjórnenda og úrvinnslu upplýsinganna. Umhverfi veiðarfærisins og veiðarfærið sjálft verður sýnilegt með betri sónarmyndum og myndavélum staðsettum í veiðarfæri. Í framtíðinni munu skipstjórnendur geta staðsett trollið í bestu stöðu í sjónum með stýranlegum toghlerum og veitt þær tegundir sem aflaheimildir segja til um og forðast aðrar tegundir. Einnig verður hægt að greina og skilja út tegundir sem ekki er sóst eftir jafnóðum.

Atli Már Jósafatsson
framkvæmdarstjóri, Polar Fishing Gear
Umsjónarmaður

Jón Oddur Davíðsson
Hampiðjan
Málstofustjóri
10:40
Ljósleiðarakapall til gagnaflutnings

Þeir höfulínukaplar sem hafa verið notaðir undanfarin ár byggjast allir á koparleiðurum og vegna þess að kaplarinr eru gjarnan mjög langir eða allt að 3.000 m þá er gagnaflutningsgeta þeirra afar takmörkuð. Hampiðjan hefur nú þróað byltingarkenndan höfuðlínukapal með ljósleiðurum sem gerir það kleift að flytja nær ótakmarkað gagnamagn á milli veiðarfæris og skips og sem gefur möguleika á:
• skilvirkari stýringu á toghlerum
• lifandi myndum frá myndavélum í trollinu
• staðsetningarnemum til að sýna lögun trollsins í drætti
• meiri gagnaflutningi frá höfuðlínunema
• tegundargreiningu og stærðarmælingu á fiski í rauntíma
• að stýra vali á þeim fiski sem æskilegt er að fanga
10:55
Umhverfisvænir toghlerar

Pólar hefur rutt brautina við þróun á stýranlegum toghlerum en fyrsta Poseidon tilrauna parið var prufað á r/s Árna Friðrikssyni árið 2015 og þriðja parið í upphafi þessa árs á f/s Polar Amaroq. Með Poseidon er hægt;
• að staðsetja trollið í bestu stöðu í sjónum
• stjórna fjarlægð frá botni eða bili milli hlera
• stjórna fjarlægð á milli hlera hvort sem togað er með eða móti straum
• draga úr viðnámi veiðarfærisins við botn
• stuðlum að verndun viðkvæmra botnlífvera og umhverfisvænum veiðum
11:10
Raunupplýsingar úr veiðafæri

• Möguleika með bættum samskiptum gegnum kapal
• Það er til staðar tækni til að flytja upplýsingar frá veiðafæri upp í brú í meira mæli en áður
• Farið er yfir möguleika þess búnaðar sem er til staðar og hugsanlega hægt að framleiða í framtíðinni.
• Hægt er að fá betri upplýsingar hvað fer í trollið, fisktegundir, stærð
11:25
Fiskvali, flokkun á fisk úr trolli

• Tegundagreina fisk í trolli?
• Lengdargreina fisk í trolli?
• Skanna inn fiska sem koma í pokan, telja þá, meta þyngd þeirra, og upplýsa skipstjórnendur um aflasamsetninguna í rauntíma?
• Velja fisk í trollið eða senda þá sem við viljum ekki veiða, útfyrir?
11:40
Viðhorf og ábendingar skipstjóra

Hugmyndir skipstjóra um hvaða tæki og búnað þeir sjá í nánustu framtíð sem gæti stuðlað að umhverfisvænum togveiðum.
11:55
Umræður
Kynning á nemendaverkefnum úr sjávarútvegstengdu námi
Silfurberg AFöstudagur12:50-16:40
Markmiðið er að miðla upplýsingum, þekkingu og auka samskipti og samstarf á milli menntastofnanna og sjávarútvegs. Í málstofunni gefst nemendum tækifæri að kynna sjávarútvegstengd meistara- og doktorsverkefni og önnur áhugaverð nemendaverkefni í háskólum og framhaldsskólum fyrir forsvarsmönnum í sjávarútvegi og öðrum áhugasömum. Kynningarnar munu gefa gott yfirlit yfir helstu sjávarútvegstengdar rannsóknir sem unnið er að í háskólum og framhaldsskólum.

Guðrún Arndís Jónsdóttir
forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðar HA
Umsjónarmaður

Ásgeir Jónsson
forstöðumaður haftengdrar nýsköpunar, Háskólinn í Reykjavík
Málstofustjóri
12:50
Endurhönnun á frauðkössum fyrir ferskan fisk

Tilgangur verkefnisins er að að minnka þyngd frauðplastkassa (EPS) sem notaðir eru til flutninga á fiskafurðum án þess að minnka styrk þeirra verulega. Hægt er að ná þessu markmiði með tveimur aðferðum, annars vegar með því að breyta lögun og þykkt veggja frauðkassana og hins vegar að minnka eðlisþyngd frauðplastsins.
13:00
Endurhönnun á mjölvinnslu uppsjávarfiska

Hér verður fjallað um aukna möguleika í fiskmjölsframleiðslu sem komu með bættri meðferð á hráefni frá veiðum til vinnslu. Með auknum gæðum hráefnis er kominn upp möguleiki til þess að framleiða fiskprótín duft sem hliðarafurð úr fiskmjölsvinnslu en með réttri efnasamsetningu gæti það verið hentugt til manneldis. Skoðað er hvernig fræðilegt massaflæði fiskmjölsvinnslu myndi koma út með breytingum á vinnsluferlinu og hvort hægt væri að ná settum markmiðum í efnasamsetningu.
13:10
Áhrif hönnunar fiskkera á fiskgæði og flutningskostnað

Markmið verkefnisins var að meta gæðamuninn á ferskum fiski eftir flutning og geymslu í misstórum umbúðalausnum. Einnig var gerð greining á áætluðum kostnaði við flutning fersks fisks í misstórum umbúðum. Niðurstöðurnar benda til þess að dýpt fiskikera hafi aðallega áhrif á vatnstap en dýpt virðist ekki hafa áhrif á aðra gæðastuðla.
13:20
Uppboðskerfi fiskmarkaða – Þarfagreining uppboðskerfis og gerð spálíkans fyrir uppboðsverð

Markmið þessa verkefnis var að finna þau atriði sem ættu að koma fram í uppboðslýsingu á fiskuppboðum en eru ekki til staðar. Framkvæmd var þarfagreining þar sem meðal annars voru tekin viðtöl við mismunandi hagsmunaaðila uppboðskerfisins. Einnig var framkvæmd línuleg aðhvarfsgreining á raungögnum sem fengin voru frá Reiknistofu fiskmarkaða hf. og þessi gögn síðan greind til að finna út hvaða þættir það eru sem hafa mestu áhrif á verð á fiskuppboði.
13:30
Kynjahalli í stjórnendastöðum í sjávarútvegi

Rannsóknarefni meistaraverkefnisins er ætlað að varpa ljósi á stöðu kvenna í sjávarútvegi á Íslandi og hvort einhverjir þættir séu til staðar í menningu samfélagsins, atvinnugreinarinnar eða fyrirtækjanna sem mögulega eru þess valdandi að konur eru síður í stjórnendastöðum þar en karlar. Eigindleg viðtöl við stjórnendur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja bentu til þess að menning innan atvinnugreinarinnar væri heldur karllæg en var það meðal annars talið stafa af skorti á kvenkyns fyrirmyndum í stjórnendastöðum og sjómennsku.
13:40
Áhrifavaldamarkaðssetning á Íslenskum fisk í Bandaríkjunum

Í dag er verslun að færast yfir á netið og þá sérstaklega verslun á mat. Hinsvegar er ekki jafn einfalt að selja allar vörur í gegnum netið og þá sérstaklega fisk. Það er vegna þess að erfitt er að sannfæra viðskiptavini um gæði fisksins í gegnum netmiðla. Með því að nota áhrifavalda væri hægt að frekar sannfæra viðskiptavini um gæði vörunnar og minnka hömlur á netverslun á fisk og ná til yngri kynslóða.
13.50
Sjávarlýs á villtum laxfiskum á sunnanverðum Vestfjörðum

Laxalús og grálús eru náttúruleg sníkjudýr á laxfiskum í sjó. Rannsóknir sýna að á svæðum þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er stundað eru villtir laxfiskar oft meira smitaðir af laxalús, heldur en svæðum án eldis. Lúsasmit villtra laxfiska, sjóbirtings og sjóbleikju var kannað í öllum fjörðum sunnanverðra Vestfjarða árið 2017 og niðurstöður bornar saman við lúsatalningar í eldiskvíum á svæðinu, sem og fyrri athuganir á villtum laxfiskum.
14:00
Kýlaveikibróðir

Areomonas salmonicida undirtegund achromogenes veldur kýlaveikibróður sem er eitt helsta sjúkdómsvandamál í íslensku bleikjueldi. Allur fiskur er bólusettur með bóluefni sem framleitt er gegn undirtegundinni salmonicida sem veldur hinni eiginlegu kýlaveiki í laxfiskum. Það bólefni hefur ekki reynst nógu öflugt og eru talsverð afföll af bleikju áður en hún nær markaðsstærð. Markmið þessa verkefnis er að mæla mótefnasvörun í sermi bleikju til að meta gæði nýs, sértæks bóluefnis gegn kýlaveikbróður í bleikju í samstarfi við spænskt fyrirtæki.
14:10
Umræður
14.30
Veitingar
15.00
Er hagkvæmt að nýta ljósátu í Ísafjarðardjúpi?

Fjallað er um rannsóknir á stofnstærð ljósátu, veiðum á henni víða um heim og afurðum sem framleiddar eru úr henni. Auk þess er farið yfir lagalegt umhverfi nýtingar hér við land.
15.10
A depth-dependent assessment of annual variability in gonad index, reproductive cycle (gametogenesis), and roe quality of green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Breiðafjörður, Iceland

This project evaluated the monthly gonad growth, sexual development, and market quality of green sea urchin gonads at 32m and 60m depth in the Breiðafjörður management area from 2016-2017. Roe quality was assessed through color ranking, calculating gonad index, and determining cell type and coverage. The primary focus of this project to fill in knowledge gaps for Icelandic urchin stocks, including reproduction, sex ratios, and quality at increasing depths.
15.20
Assessing The Degree of Maerl Habitat Fragmentation Affecting Fish Species Abundance

This study was conducted to shed light on the role that maerl habitat plays as important nursery grounds for a variety of fish species. Underwater diving surveys and a multi-beam sonar system survey estimated the abundance of fish and species richness of maerl patches. Overall, this study suggests that early life stages of some fish species in the Westfjords of Iceland rely on maerl’s role in the marine food web and foundation for Iceland’s fishing industry.
15.30
How will Icelandic cod react to warming global oceans?

To determine if cod will move or migrate to avoid increasing water temperatures as the global ocean warms, we have reconstructed the temperature history using the oxygen isotopes in the otolith. On average, cod seem to move with shifted temperature (in warmer years cod followed the warm water). But does that mean that cod are going to passively remain where they are as the global oceans warm?
15.40
Local Ecological Knowledge on Sustainable Rockweed Harvesting

Recent increase in global demand for seaweed-based products has prompted increased interest in expanding the seaweed industry and increasing extraction in Iceland. New marine vegetation policy and management measures are needed to safeguard the health of the ecosystem in light of industrial development. This is a case study of Reykhólar, a village community which produces products from the wild seaweed stock in West Iceland. This presentation will focus on the local ecological knowledge on rockweed (Ascophyllum nodosum) shared by the harvesters and Reykhólar community, and its application to the design of sustainable seaweed utilization measures.
15.50
Understanding the Spatial Distribution of Arsenic, Cadmium, and Mercury in the Westfjords of Icelands

Global monitoring programs utilize water, sediment, and/or biota samples to understand how trace elements, chemicals, and contaminants of emerging concern (CEC’s) are interacting in the environment. However, these monitoring programs normally do not investigate oddities or unusual conditions further. In the case of the Westfjords Iceland, concentrations of arsenic (As), cadmium (Cd), and mercury (Hg), have been present in the local blue mussel (Mytilus edulis) for over a decade (1999-2018) in Skutulsfjörður and Álftafjörður. Although, these concentrations have shown peculiarities when compared to other monitoring sites in Iceland, they have not been extensively studied. This thesis aimed to generate a better understanding of the distribution of As, Cd, and Hg in Skutulsfjörður and Álftafjörður and highlight potential sources of these pollutants (natural or anthropogenic).
16.00
Lumpfish Habitat Development for use in Salmon Farming

Combination of hatchery and sea pen trials, establishing the potential for using recycled fish farm materials for use as lumpfish habitats in the salmon farming sector.
16:10
Abundance and Distribution of Humpback Whales in Ísafjarðardjúp

This lecture aims at introducing a new study area for humpback whales in Iceland and how it benefits research that is on going elsewhere. By studying these whales in Ísafjarðardjúp, scientist get a better picture of their seasonal migrations and how long individuals are staying in one area. As a result of this study, shifts in whale ecology have been observed and will be the base for future research.
16:20
Discussion
Framtíðin er núna
Silfurberg B Föstudagur12:50-14:30
Samfélag og atvinnulíf okkar hefur undirgengist hraðar breytingar á undanförnum árum sem hafa verið drifnar áfram af tækniframþróun. Frekari breytinga er að vænta, sérstaklega þegar litið er til upplýsingatækni. Málstofan fjallar um hvernig fyrirtæki í sjávarútvegi hafa byggt upp hæfni til að þjónusta sífellt kröfuharðari viðskiptavini og hvernig þau eru að undirbúa sig undir áframhaldandi framþróun sem talin mun hafa áhrif á vinnslu og sölu sjávarafurða.

Bjarni Eiríksson
Marel
Umsjónarmaður

Anna Kristín Pálsdóttir
Marel
Málstofustjóri
12:50
Áskoranir framtíðarinnar á traustum grunni

Bjarni mun segja frá hvernig ISI er uppbyggt, hverjar eru helstu söluafurðir og hverjir eru mikilvægustu markaðir. Síðan mun Bjarni fara yfir stefnumótun fyrirtækisins og hvernig ISI er undirbúið fyrir áskoranir framtíðarinnar sem snúa að þjónustu við viðskiptavini, vöruþróun, markaðssetningu og samþættingu einstakra þátta innan virðiskeðjunnar.
Áhersla: Stefnumótun, markaðssetning og sala.
13:10
Verðmætasköpun í fiskvinnslu

Fjallað verður um þær kröfur sem nútíma fiskvinnsla þarf að uppfylla. Viðskiptavinir hafa haft tilhneigingu til að kalla eftir auknum gæðum og meiri þjónustu á sama tíma og vinnslan þarf að skila viðunandi arðsemi til eigenda. Einnig verður farið yfir helstu daglegu verkefni starfsfólks fiskvinnslu og áhrif tækniþróunar á daglega starfsemi.
13:30
Fiskvinnsla framtíðarinnar

Farið verður yfir hvernig framtíðar fiskvinnsla verður uppbyggð og hvernig fjórða iðnbyltingin mun hafa áhrif á tækjabúnað og rafræna upplýsingamiðlun milli einstakra þátta innan virðiskeðjunnar. Rætt verður um það nýjasta sem er í gangi auk nokkurra hluta sem verða hluti af fiskvinnslu framtíðarinnar og hvernig ný tækni og hugmyndafræði mun gefa möguleikann á að færa neytandann nær framleiðenda vörunnar.
13:50
Umræður
“Shared fisheries, challenges and solutions to sustainability”
KaldalónFöstudagur12:50-14:30
Sustainable fishing should be today’s normative practice. FAO estimate that at least 30% of current global fishing practice is overexploitation. The root of the problem is complex. Among the factors are; overinvestment, illegal and unregulated fishing activities, lack of management objectives, nationally and internationally and lack of agreement of quota allocation between fishing states. The objective of this seminar is to present the challenges in the international fisheries, including overview of current international regulation, status of agreements of shared stock in Iceland and what improvements may be needed to put international fisheries of shared stock on a sustainable level.

Gísli Gíslason
MSC
Supervisor

Gísli Gíslason
MSC
Chair
12.50
International fisheries and shared fish stocks. Global overview

The domain of international fisheries law prescribes rights and obligations for States in different capacities, such as coastal, flag and port States. As most of the world’s fish stocks are transboundary, the States involved are required to cooperate; whether directly or through regional fisheries management organizations (RFMOs). The key features of such RFMOs may nevertheless vary from region to region. Climate change poses a serious challenge to existing cooperative arrangements.
13.10
International treaties, opportunities and limitation

The Fish Stocks Agreement (FSA) is an international treaty, which sets out many principles relating to the conservation and management of transboundary fish stocks. The presentation focuses on two of those principles, firstly the so-called real interest rule, cf. art 8(3) of FSA, and secondly the list of potential criteria for allocating fishing opportunities as prescribed in art 11 of FSA. In order to explain how these principles are applied in practice, some examples from the North-East Atlantic fisheries will be pointed out. One aim of this analysis is to facilitate discussion on opportunities and limitations of current international law relating to management of transboundary fish stocks.
13:25
Shared fish stocks in Icelandic and adjacent waters – current situation and future

In recent two decades rising sea temperature in Icelandic and adjacent seas, has generated major shifts in stock sizes, distribution and migration of several key fish stocks. This has lead to new challenges in management of shared fish stocks in the northeast Atlantic, particularly the large pelagic stocks North Atlantic herring, mackerel and blue whiting, but also the northernmore capelin stock, Greenland halibut and red fish stocks. The presentation reviews the current situation and future challenges.
13:40
Shared fishery challenges to get and maintain sustainability certifications

The MSC program is widely recognised as credible global fisheries certification program for sustainable fisheries. At a voluntary basis fisheries can be independently assessed against the fisheries standards, which cover stock sustainability, ecosystem impacts and management. Fisheries which perform well enough obtain certification. In most cases such certifications are ‘conditional’ i.e. require further improvements in specified timeframes to be delivered. In case improvements are not delivered, fisheries can become suspended, such as has been the case in the NEA Mackerel fisheries recently. In a time where distribution, abundance and migration of fish stocks is increasingly affected by climate change, do the current management mechanisms in the north east Atlantic assure long term sustainability for fisheries? What could be done to address this collective challenge?
13:55
Sharing is caring !

Sustainability is the fundamental for flourishing livelihood for every fishing community. When fisheries are happening within the Icelandic EEZ then it is up to our government to follow best practice to ensure sustainability. Iceland has been in the forefront in many respects to ensure long term management of the local fish stock. Increasing abundance of many stocks with confirmation of best practice via national and international certification has proven Iceland progressive position in their fishery management. However, when fish stocks cross boundaries and becomes international fisheries, then the fishery management becomes more complicated and subjected to negotiation between different fishing states. The fishing states in North Atlantic has struggle to get a sharing agreement on some of these stocks including mackerel, AS herring and blue whiting. Sharing is the key word here to get these fisheries on sustainable level. Hence the title of this presentation is “Sharing is caring”.
14:10
Discussion
Í upphafi skyldi endinn skoða – Er til markaður fyrir nýjar hugmyndir?
Silfurberg B Föstudagur15:00-16:40
Eitt af fyrstu skrefum í nýsköpun ætti að vera gagnrýnin spurning sem snýr að markaðsmöguleikum hugmyndarinnar. Hvort markaður sé til staðar fyrir fyrirhugaða vöru og hvaða hindranir kunni að vera við markaðssetningu á vörunni, áður en farið er í frekari vöruþróun. Það er því mikilvægt að í upphafi skuli endinn skoðaður í allri nýsköpun. Frumkvöðlar munu segja frá sinni reynslu að koma nýrri vöru á markað og þeim hindrunum og tækifærum sem þeir hafa staðið frammi fyrir.

Magnús Valgeir Gíslason
Happlus
Umsjónarmaður

Kristján Aðalsteinsson
Hvíta húsið
Málstofustjóri
15:00
Hafðu eitthvað að segja sem vörumerki þegar þú markaðssetur nýja afurðum á erlendum markaði

Þegar þú tala við nýja markaði þá er mikilvægt að hafa eitthvað að segja. Hvað er það sem þú vilt koma á framfæri við markhópinn þinn sem skiptir hann máli og hvað ert þú að gera sem sýnir að það sem þú segir og gerir skiptir hann máli.
15:20
Að skapa eftirsóknarvert vörumerki úr íslenskum fiski

Ég mun ræða um uppbyggingu vörumerkja, mikilvægi þess að vörumerki endurspegli gæði vörunnar, hvaða áhrif það hefur á markaðssetningu erlendis og hversu mikilvægt það er að markaðssetja vörur úr íslenskum fiski sem hágæða hráefni.
15:35
Að fá tilfinningu fyirir og greina þörfina, er hún til staðar?

Sagt verður frá ferlinu sem fyrirtækið hefur farið í gegnum varðandi nýjar vörur, mistök sem hafa verið gerð og árangur sem hefur náðst við þróun á lausnum fyrir kjúklingaiðnaðinn og í vatnshreinsun. Báðar lausnirnar byggja á áframhaldandi þróun sem átti sér stað á búnaði fyrir fiskiðnað.
15:50
Tækifærin í virðiskeðjunni

Uppbygging á nýju vörumerki frá grunni sem byggir á nýjum vörum úr íslensku hráefni sem er ræktað á Íslandi er leiðarlýsingin í gegnum fyrirlesturinn. Hvaðan varan kemur úr virðiskeðjunni og full nýting á hráefni þ.m.t. þörungar og íslenskar jurtir er lykilinn að árangri til framtíðar. Í dag skiptir máli að öll framleiðslan byggi á umhverfisvænum framleiðsluferlum. Nýting á auðlindum verður að leiða til jákvæðra áhrifa á umhverfið og nýjar matvörur verði framleiddar í sátt við umhverfið sitt og byggist á minni vatnsnotkun og annarra umhverfisþátta en aðrar matvörur. Þessi vegferð er lykill að árangursríku markaðsstarfi.
16:05
Við hoppum ekki hærra en við hugsum

Við lifum í heimi sem er að breytast hraðar en nokkrum sinn áður, bæði vegna tæknibreytinga, breytinga í neysluhegðun og breytrar heimsmyndar. Eina leiðinn til þess að hafa áhrif á þessa framtíð er að skapa hana, mig langar bæði að fara yfir óganir og tækifæri fyrir Íslenskan sjávarútveg í þessari nýju heimsmynd. Tala um hvernig við þurfum fóstra nýsköpun, menningu og fjárfestingar til þess að viðhalda stöðu okkar sem sjávarútvegsþjóð.
16:20
Umræður
Is the Icelandic fishing industry interested in being an ACTIVE participant in fisheries research?
Kaldalón Föstudagur15:00-16:40

Freydís Vigfúsdóttir
University of Iceland
Supervisor

Anna Heiða Ólafsdóttir
Marine and Freshwater Research Institute
Chair
15:00
Unlocking the full potential of industry-science collaboration

Collaboration between fishing industry and fisheries has often been a one-way street: data flowing from industry to science. Based on the experiences within the Pelagic Freezer-trawler Association, I am arguing for a fundamentally different approach, where the fishing industry takes responsibility for research: fishing industry science. By taking up this new role, the fishing industry will not only develop into a different partnership with fisheries science, but it will also profit itself by improving the knowledge position on fishing activities, ecological conditions and selectivity.
15.20
The role of fish biology in fisheries ecology? A joint vision of academia and industry

In comparison to other fisheries nations, Iceland is not competitive in terms of funding for fundamental – curiosity based – studies on marine fish ecology, or the training of young researchers in the field. However, fundamental research on the biology of harvested fish species, for example, ecology, life history and evolutionary ecology, is the foundation needed to respond to predicted changes in the ocean environment, as well as to the increased utilisation of marine resources. Academic researchers and fishers may share a viewpoint for fundamental research and there is much potential for collaboration.
15.35
Unknown knowns

The former US secretary of defense Donald Rumsfeld once famously qouted that we have something called „known unknowns“ meaning that we know there are things we do not know. This statement you can say is what drives scientific research and in my presentation I will address if the fishing industry, both the vessel and the processing plants possess the contrary or „unknown knowns“ which are information the industry already have but whose value has not yet been identified.
15.50
Scientific research by the industry: Conflict or collaboration

In Iceland there is a long tradition of collaboration between the fishing industry and the MFRI. The industry has supplied platforms for surveying fish populations and in some cases funded specific research projects. However, there are not many examples where the industry has conducted research on its own. There is a growing interest from the industry to engage in scientific data collection. This imposes several challenges but also creates opportunities for collaboration.
16.05
Can science use more data from the coastal fleet?

The coastal fishing fleet in Iceland uses 4 different kind of fishing gear, witch are mostly used near shore but with expanding boat sizes they are increasingly fishing further out. Automatic identification system (AIS) creates the opportunity to more accurately track fishing ground for different species and by utilizing information on size and species from fish markets and processors, it might be possible to obtain data series that could be linked to data that MFRI collects in order to compare and possibly broaden the data that is used to estimate stock biomass.
16.20