Loka

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023

Hörpu, 2.-3. nóvember

 

Samfélagsleg ábyrgð sjávarútvegs

Silfurberg Fimmtudagur10:00-12:00

Sjálfbærni er kjarni allrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda. Það er engin nýjung, engin ný sannindi og löngu þekkt í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði.

Sjálfbær rekstur hvílir á því hversu vel tekst til að vinna samtímis að umhverfismálum, félagslegum þáttum og góðum stjórnarháttum. Þau hjá Festu samfélagsábyrgð hafa flokkað verkefnin í samræmi við þessar þrjár stoðir í Jörð, Fólk og Hagsæld.

Í opnunarmálstofunni beinum við sjónum okkar að verkefnum sjávarútvegs, hlutverki og framlagi til þessara megin stoða sjálfbærni.

Málstofunni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum eru fjögur opnunarerindi um rekstrar- og starfskilyrði sjávarútvegs en lagt verður út af þeim í panelumræðum í seinni hlutanum.

Markmið málstofunnar er að fara yfir stefnumarkandi áherslur stjórnvalda, efnahagsleg nauðsyn sjálfbærs sjávarútvegs og verkefni fyrirtækja í sjávarútvegi til sjálfbærs rekstrar.

Hver er frammistaða íslensks sjávarútvegs í sjálfbærum rekstri?

Fundarstjóri opnunarmálstofunnar mun leiða panelumræður þar sem lagt er út frá opnunarerindum með spurningum og svörum og samtali um sjálfbæran rekstur sjávarútvegs með tilliti til umhverfis, félagslegra þátta og stjórnarhátta

Kristinn Hjálmarsson

Kristinn Hjálmarsson

Framkvæmdarstjóri ISF

Umsjónarmaður

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir

forstöðumaður smærri og meðalstórra fyrirtækja og atvinnutrygginga Arion Banki

Málstofustjóri

10.00

Opnum

Ólafur Karl Sigurðsson, Executive Vice President, Fish – Marel

Ólafur Karl Sigurðsson leiðir fiskiðnað Marel á heimsvísu en hann hefur starfað hjá Marel frá árinu 2015 þegar hann hóf störf sem vörustjóri. Í gegnum árin hefur hann gegnt mismunandi störfum hjá Marel í þjónustu og vöruþróun, nú síðast sem forstöðumaður nýsköpunar hjá Marel Fish. Áður starfaði Ólafur Karl meðal annars á fjármálamarkaði. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

10.10

Velkomin, takk fyrir að koma og kærar þakkir til allra sem hafa tekið þátt í undirbúningi ráðstefnunnar í ár!

Kristinn Hjálmarsson, formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar

.

10.15

Höfin eru lungu heimsins

Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðu um sjálfbærni

Hvernig getur sjávaraútvegurinn staðsett sig sem sjálfbæniráðsmenn hafsins? Hvert er hlutverk hafsins í sjálfbæru samfélagi? Hafið tengist öllum þremur stoðum sjálfbærni – jörðinni, fólki og hagsæld. Sjávarútvegurinn tekur þátt á vandaðri og samfélagslega ábyrgri umgengni um hafið en mikilvægi hafsins fyrir samfélagið opnar líka sjávaraútveginum ótal tækifæri.

10.30

Sjávarútvegur – sýn og stefna sem tryggja sjálfbæra undirstöðuatvinnugrein

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Erindi um stefnumörkun í sjávarútvegi. Leiðir til að auka samfélagslega sátt um sjávarútveg og ná frekari árangri í verðmætasköpun í þessari undirstöðuatvinnugrein.

10.50

Sjálfbærni er ekki skraut og skemmtilegar fyrirsagnir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Það er í tísku að vera sjálfbær. Stundum virðist sjálfbærni hreinlega orðin keppnisgrein, þar sem sumir eru sjálfbærari en aðrir. Hefur hugtakið raunverulega efnislega þýðingu eða nýtist það fyrst og síðast til skrauts í auglýsingum og fagurlega skreyttum bæklingum? Í erindinu verður þessi staða hugleidd og álitamálin skoðuð út frá sjónarhóli íslensks sjávarútvegs.

11.10

Fjármálastöðugleiki og sjálfbær sjávarútvegur

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri

xxxxxxxxxxxxxxx

11.30

Umræður

11.50

Afhending Hvatningarverðlauna

Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri, TM

Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað frammúr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripsins Sviföldunnar.

12.00

Veitingar í Flóa

Þróun í frystitækni

Silfurberg AFimmtudagur13:00-14:45

Mikilvægi ferskleika hráefnis er stöðugt í skoðun og hefur verið mikil þróun í frystitækni undanfarin ár sem geta leitt til aukinna afurðagæða og afkastagetu. Til dæmis er stór hluti af íslenskum uppsjávarafurðum frystur til manneldis og áframvinnslu og felast tækifæri í auknum afurðagæðum og styttri frystitíma sem auka afköst í vinnslu. Í bolfisk hefur áherslan verið á ferskar afurðir en undanfarið (t.d. eftir Covid í Bretlandi) hafa framleiðendur í áframvinnslu í auknum mæli skipt yfir í frosnar afurðir til þess að geta haldið hráefni á lager og sveiflujafnað framleiðsluna. Þá hafa fiskafurðir með vörumerkið „frosen before rigor“ verið eftirsóttar til áframvinnslu. Í harðri alþjóðlegri samkeppni er nauðsynlegt að taka gæði afurða föstum tökum og með bættri frysti- og uppþíðingartækni felast tækifæri fyrir aukin afurðagæði frosinna afurða til jafns við ferskar.

Guðmundur H. Hannesson

Guðmundur H. Hannesson

framkvæmdastjóri, Kælismiðjan Frost

Umsjónarmaður

Jón Birgir Gunnarsson

Jón Birgir Gunnarsson

markaðsstjóri, Baader

Málstofustjóri

13.00

Segul- og hljóðbylgjufrysting,- varðveisla ferskleika frosinna sjávarafurða.

Sigurður Bergsson, tæknistjóri, Kælismiðjan Frost

Erindið fjallar um nýja aðferð við frystingu matvæla þar sem segul- og hljóðbylgjum er beitt með það að markmiði að færa gæði frosinna matvæla nær gæðum ferskra. Með nýjum frystiaðferðum opnast möguleiki til frekari þróunar sem leitt getur til verðmætaukningar og aukins sveigjanleika í birgðahaldi og markaðsetningu frosinna sjávarafurða.

13.15

Frysting með stýrðu hita- og rakastigi

Kristján Arnór Grétarsson, verkefnisstjóri, Kælismiðjan Frost

Markmið með stýrðu hita- og rakastigi, er að framleiða einsleita gæða vöru samkvæmt kröfu markaðarins. Með því að hafa stjórn á fleiri breytum í frystiferlinu en áður, aukast og jafnast afköst frystitækja, sem skilar stöðugra vinnsluflæði og afköstum. Áhrifin eru umtalsverð.

13.30

Tækifæri í frystingu

Davíð Jóhann Davíðsson, sölustjóri landfrystra afurða, Brim

Erindið mun fjalla almennt um þróun á á sölu frystra afurða fisks frá Íslandi. Í framhaldi mun ég reyna að varpa ljósi á ýmis tækifæri sem ný tækni mun geta leitt af sér.

13.45

Framtíðarmöguleikar í frysti- og þíðingartækni sjávarfangs

Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri

 Í erindinu er farið yfir nýlega þróun í frysti- og þíðingartækni fyrir sjávarfang og áhrif á gæðaþætti hráefnis, s.s. vatnsheldni, áferð, TVB-N, lípíð og prótein. Fjallað er um nýlega þróun á iðnaðarlausnum í frystingu og þíðingu sem felst m.a. í notkun háþrýstings, hljóðbylgja, rafsegulbylgja (t.d. útvarps- og örbylgjur), o.fl. Þessar mismunandi aðferðir geta nýst samhliða hefðbundnari frysti- og þíðingaraðferðum (s.s. loftblástur eða ídýfu í vökva) til þess að örva ferlið og ná fram auknum hraða og viðhalda betri gæðum.

14.00

Frysting fyrir og eftir dauðastirðnun

Sigurjón Arason, Matís

Í þessu erindi er fjallað um frystingu fyrir og eftir dauðastirðnun. Farið er yfir kosti og galla þess að frysta sjávarafurðir eftir mislangan biðtíma. Einnig er lagt mat á hvernig hægt að tryggja varðveislu gæða í gegnum virðiskeðjuna frá slátrun til neytenda.

Við frystingu sjávarafurða þarf að huga að:

  • Ástandi hráefnis – árstími, meðhöndlun, dauðastirðnun,
  • frystitækni – aðferð,
  • frostgeymsla og flutningar – stöðugleiki í ferlinu.

14:15

Umræður

14:45

Veitingar í Flóa

Breyttur heimur og áskoranir við markaðssetningu sjávarafurða

Silfurberg B  Fimmtudagur 13:00-14:45

Á allra síðustu árum hafa orðið stórir atburðir á heimsvísu, sem hafa haft mikil áhrif á stjórnmál, viðskipti og daglegt líf, hvarvetna í heiminum. Þar standa uppúr heimfaraldur covid-19 og innrás Rússa í Úkraínu. Þetta hefur orsakað breytingar á viðskipta-umhverfi með sjávarafurðir, sem eru meiri og stærri en orðið hafa mjög lengi.
Orkukostnaður hefur stórhækkað víðast á Vesturlöndum, kaupmáttur hefur minnkað vegna verðbólgu, flutningsleiðir hafa breyst og sumar lokast. Þetta hefur haft mikil áhrif á fiskútflutning, sölu, flutninga og aðra þætti dreifingar.
Í þessari málstofu er fjallað um þessar breytingar auk þess hvernig má takast á við þær, t.d. með orkuskiptum

Elísabet Richardsdóttir

Elísabet Richardsdóttir

sales manager - salted fish, Bacco Seaproducts

Umsjónarmaður

Linda Björk Gunnlaugsdóttir

Linda Björk Gunnlaugsdóttir

framkvæmdatjóri Bacco Seaproducts

Málstofustjóri

13:00

Áskoranir á alþjóðamörkuðum

xxxxxxxxxxxxxxxxxx

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

13:20

Breyttur heimur: vinnsla á tvífrystum fiski

Bergur Guðmundsson,viðskiptaþróunarstjóri í fiskiðnaði, Marel

Framleiðsla á tvífrystum afurðum er stóru hluti af alþjóðlegum sjávarútvegi. Í þessum fyrirlestri munum við reyna að varpa ljósi á þær breytingar sem eru að eiga sér stað bæði hvað varðar hráefni frá
Rússlandi og framleiðslu á endanlegum vörum í Kína úr hráefni víða að úr heiminum. Eru auknir möguleikar í tækni- og sjálfvirknivæðingu fyrir þau lönd sem hafa flutt inn fullunnar tvífrystar vörur? Eru
ný lönd að taka yfir framleiðslu á afurðum sem hafa krafist mikils vinnuafls?

13:40

Tækifæri og áskoranir í breyttri heimsmynd

Hjörvar Blær Guðmundsson, forstöðumaður útflutnings og stórflutninga hjá Eimskip

Undanfarin ár hafa orðið verulegar breytingar á mörkuðum og flutningaleiðum. Í erindinu verður fjallað um þau tækifæri og áskoranir sem hafa skapast við heimsfaraldurinn og stríð í Úkraínu.

14:00

Retails:Time for change (again)

Julien COTTIER, Head of fish purchase, PROSOL (Grand Frais)

Covid, post-covid, Ukraine war, inflation, global warming… In 4 years, the world has faced lot of changes and the world of the consumption has followed the trend.

Have we reached the end of mass consumption? One certain thing is that consumer is changing his way to buy. More local and green, less meat, veganism and low price, the consumers are more and more complex and contradictory. It is up to retails to adapt.

14:25

Umræður

14:45

Veitingar í Flóa

Verndun hafsvæða (30 fyrir 30) – áhrif á sjávarútveg

KaldalónFimmtudagur13:00-14:45

Í ályktun frá COP15-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal árið 2022 segir m.a. að stefnt verði að virkri vernd og stýringu a.m.k. 30% hafsvæða heimsins fyrir árið 2030. Áhersla verður lögð á líffræðilegan fjölbreytileika, vistkerfisþjónustu og heildstæð svæði. Þessi svæði þurfa ekki að vera lokuð en stýring þeirra þarf að hafa ótvíræðan ávinning fyrir ofangreind markmið. Einnig voru samþykkt markmið um endurheimt raskaðra vistkerfa og er Ísland aðili að þessu samkomulagi.

Það er almennt álit sérfræðinga í auðlindastjórnun að virk vernd og stýring náttúruauðlinda næst ekki nema með víðtæku samráði stjórnsýslu, vísindamanna, hagaðila og almennings. Markmiðið með þessari málstofu er að fá fjölbreyttan hóp að borðinu til að hefja þetta samtal og leggja þannig grunn að frekari vinnu.

Svanur Guðmundsson, Bláa Hagkerfið

Svanur Guðmundsson, Bláa Hagkerfið

Umsjónarmaður

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

forstöðumaður rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum

Málstofustjóri

13:00

Stefna og áherslur stjórnvalda fyrir verndun hafsvæða

Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri, Matvælaráðuneytið

Farið yfir hvað kemur fram í stefnu stjórnvalda varðandi verndun hafsvæða og umfjöllun um starf stýrihóps matvælaráðherra um verndun hafsins.

13:10

Regluverk fyrir verndun hafsvæða

Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur, Matvælaráðuneytið

Farið yfir skuldbindingar Íslands, einkum samkvæmt samningi um líffræðilega fjölbreytni (CBD), um verndun hafsvæða. Farið yfir stofnun stýrihóps um málefnið í stjórnsýslunni. Farið yfir markmiðin og hvaða leiðir séu færar miðað við gildandi lög. Farið yfir mun á friðlýsingu svæða og svæða sem njóta annara virkra verndarráðstafana. Farið yfir setningu reglugerðar um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa og aðrar ráðstafanir sem tryggja einhvers konar verndun. Farið yfir nauðsyn á gerð ferla fyrir stjórnsýsluna að skilgreina, meta og tilkynna svæði sem njóta verndar.

13:20

Hvernig eru vistkerfi hafsvæða kortlögð?

Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjávarlíffræðingur, Hafrannsóknastofnun

Farið verður yfir það hvernig við öflum þekkingar á lífverum hafsbotnsins og kortleggjum botnvistkerfi. Farið er yfir beinar rannsóknir,  spálíkanagerð og hvernig vistkerfi eru metin. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur fyrir mati á verndargildi hafsvæða.

13:30

Sjálfbærni í samfélags- og menningarlegu samhengi – fræðilegar hugleiðingar.

Helga Ögmundsdóttir, dósent í mannfræði við Háskóla Íslands

Hugtakið sjálfbærni er notað í margvíslegu samhengi, stundum illa skilgreint og umdeilt, sem getur leitt til þess að það er útvatnað og misskilið. Græn- og hvítþvottur eru þekktir gjörningar þar sem hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni – samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg – verða að litlu öðru en réttlætingu á athöfnum sem jafnvel hafa þveröfug áhrif en ætlað var í upphafi. Í þessu erindi verða ýmsar félagsvísindalegar hliðar sjálfbærnihugtaksins skoðaðar á gagnrýninn hátt.

13:40

Áhrif verndarsvæða á fiskveiðar

Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Farið verður yfir áhrif 30 fyrir 30 markmiðanna á fiskveiðar og mikilvægi samvinnu hagaðila, vísindamanna og stjórnvalda við stefnumörkun og skilgreiningu á verndarsvæðum.

13:50

Sjálfbærni og 30 fyrir 30 markmiðin

Svanur Guðmundson, framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfið

Hvað er sjálfbærni? Hvernig skilgreinum við Sjálfbærni hafanna? Höfum við náð markmiðum okkar um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna? Hvað er það sem við þurfum að gera betur.

14:00

Kallað eftir skoðunum úr sal

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir stýrir, forstöðumaður rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum

Kallað eftir skoðunum úr sal / snjallkönnun með 3-4 spurningum þar sem svörum er kastað á skjáinn 

14:10

Pallborðsumræður

14:45

Veitingar í Flóa

Hvernig löðum við til okkar fólk!

Silfurberg A Fimmtudagur15:15-17:00

Sjávarútvegsfyrirtæki verða að vera í góðu sambandi og samstarfi við sitt sveitarfélag þegar kemur að ráðningu fólks sem ekki er þegar búsett á staðnum. Húsnæði er það sem skiptir mestu máli og allur aðbúnaður og innviðir. Það þarf e.t.v. pláss fyrir börn í leikskóla og í skóla, samskipti við heilbrigðisþjónustu verða líka að vera í lagi o.s.frv. Að mörgu þarf að huga þegar farið er í þá vinnu að auglýsa eftir fólki til starfa – „hvernig löðum við til okkar fólk!
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja þarf að vera sýnileg þar sem þau eru órjúfanlegur hluti hluti af sínu samfélagi og verða rísa undir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem mótað hafa sína stefnu varðandi samfélagsábyrgð hafa unnið þá vinnu í samvinnu við önnur fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og grundvallast sú vinna á heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem sjá má nánar á samfelag.sfs.is. Þessi fyrirtæki hafa fundið það sterkt að sýnileg samfélagsleg ábyrgð þeirra skiptir máli þegar auglýst er eftir fólki til starfa.
Á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum er mikilvægt að færni til starfa sé sýnileg og staðfest. Fagbréf atvinnulífsins gerir þetta kleift.
Með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs. Í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er færnin staðfest með Fagbréfi atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf. Í því felst ávinningur fyrir fyrirtæki og starfsfólk. Unnið er að því að útbúa hæfniviðmið fyrir störf í sjávarútvegi þannig að hægt verði að gefa út fagbréf fyrir þau störf.
Fagbréf atvinnulífsins er afrakstur samstarfs Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Fagbréf atvinnulífsins í ákveðnum starfsgreinum getur kveikt áhuga fólks á frekara námi og námsleiðum í sjávarútvegi en eitt og sér getur það sannarlega greitt leiðina að störfum innan greinarinnar.

Valgeir Ægir Ingólfsson,

Valgeir Ægir Ingólfsson,

atvinnu-og þróunarstjóri hjá Fjarðabyggð

Umsjónarmaður

Hildur Bettý Kristjánsdóttir,

Hildur Bettý Kristjánsdóttir,

framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Málstofustjóri

15:15

Húsnæðismál sem mannauðsmál

Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarabyggðar og situr í bæjarstjórn Fjarðabyggðar sem oddviti Framsóknarflokksins

Húsnæðismál eru ein af stærri áskorunum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í dag. Þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði er að mati HMS um 3000-4000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju næstu 5-10 árin til að anna henni. Þá þarf einnig að horfa til innviða samfélaganna til að takast á við þessa fjölgun.

Ljóst er að verkefni er að þeirri stærðargráðu að samspil margra þátta þarf til, bæði hjá opinberum aðilum sem samfélaginu öllu.

Fyrir sjávarútveginn skiptir þessi málaflokkur miklu máli til að geta dregið að sér starfsfólk og elft um leið samfélögin sem hann er í með heimilisfesti þess og fjölskyldna þeirra. Samstarf milli sveitarfélaga og fyrirtækja er því mikilvægt til að koma þessu verkefni áfram því ekki viljum við festast í verbúðum að nýju.

15:35

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Margrét K. Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi hf. í Grindavík

Sjávarútvegsfyrirtæki er meðvituð um samfélagsábyrgð sína, m.a. að ganga vel um auðlindina, styrkja mannauðinn og taka þátt í samfélaginu. Þá hefur samstarf fyrirtækjanna í greininni, m.a. hvernig þau útfæra samfélagsstefnu SFS, styrkt fyrirtækin í vegferðinni og gefið þeim byr undir báða vængi. Vísir hefur einnig markvisst unnið verkefni með háskólasamfélaginu, því við trúum að þannig höldum við áfram að þróa okkur og opnum þessa spennandi grein fyrir starfskröftum framtíðarinnar.

15:55

Fagbréf atvinnulífsins

Haukur Harðarson, sérfræðingur í fullorðinsfræðslu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Fagbréf atvinnulífsins er staðfesting á færni til að sinna ákveðnu starfi. Með raunfærnimati er færni sem hefur áunnist í starfi staðfest og í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er færnin staðfest með Fagbréfi atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf.

Fagbréf atvinnulífsins er afrakstur samstarfs Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Myndband

16:15

Nám-og námsleiðir í sjávarútvegi

Valgerður Ásta Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Sýni ehf.

Í erindinu verður fjallað um hvernig efla megi starfsánægju með aukinni fræðslu, virkri hlustun og upplýsingagjöf, þátttöku og virðingu stjórnenda ásamt markvissri nýliðaþjálfun. Þá verður komið inn á vannýtta hæfileika starfsfólks, ekki síst af  erlendum uppruna, og hvaða kosti og tækifæri það hefur í för með sér að hlúa sérstaklega að því.

16:35

Pallborðsumræður

17:00

Móttaka í boði Marel

Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin?

Silfurberg B Fimmtudagur15:15-17:00

Hinn almenni neytandi hefur sýnt aukinn áhuga á að þekkja uppruna matarins sem ratar á hans disk þar með talin áhrif hans á bæði loftslag og samfélag. Þessi áhugi mun halda áfram að aukast og að endingu verða krafa markaðarins. Hér er mikið sóknartækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg þar sem sjávarafurðir eru holl og næringarrík matvara með lágt kolefnisspor miðað við aðra prótíngjafa. Íslenskar sjávarafurðir eru einnig veiddar á sjálfbæran hátt og mannréttindi þeirra sem starfa innan greinarinnar eru í hávegum hafðar.

En þessu þurfum við að miðla áfram. Það er því hagur íslensks sjávarútvegar í heild sinni að þeim fyrirtækjum sem birta ófjárhagslegar upplýsingar fjölgi og taka þar með þátt í okkar sameiginlegu vegferð til að styrkja okkar stöðu sem sjálfbæra fiskiþjóð. Þau fyrirtæki sem þegar hafa skrifað undir samfélagsstefnu SFS hafa skrifað undir þessi orð.

„Við skuldbindum okkur til að birta árlega ófjárhagslegar upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti, þar sem stuðst er við viðurkennd alþjóðleg viðmið“

En hvaða upplýsingar á að birta? Snýr þetta bara að okkar eigin starfsemi eða þurfum við að ná utan um virðiskeðjuna í heild sinni? Og hver eru þessi viðurkenndu alþjóðlegu viðmið? Þau mun taka miklum stakkaskiptum á komandi árum og ná yfir fleiri fyrirtæki en áður og því nauðsynlegt að þekkja þessi nýju lög og þær reglugerðir sem verða innleiddar á næstu misserum.

Elma Sif Einarsdóttir

Elma Sif Einarsdóttir

Verkefnastjóri UFS, Iceland Seafood International

Umsjónarmaður

Sveinn Margeirsson

Sveinn Margeirsson

fram­kvæmda­stjóri ný­sköp­un­ar og loft­lags­mála hjá Brimi

Málstofustjóri

15:15

Ný löggjöf um sjálfbærni – hvað þýðir hún fyrir sjávarútveginn á Íslandi?

Eva Margrét Ævarsdóttir, Lögmaður – Eigandi, Lex

Fyrirtæki hafa haft nokkuð frjálsar hendur um hvernig þau haga ófjárhagslegri upplýsingagjöf um sjálfbærniþætti í starfsemi sinni. Það er nú að breytast.
Evrópusambandið hefur samþykkt reglur um hvernig slíkri upplýsingagjöf skuli háttað og að hún skuli staðfest af endurskoðanda.
Fyrirtæki sem starfa innnan ESB þurfa að fylgja reglunum frá næstu áramótum. Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa því, eins og fyrirtæki í öðrum lykilatvinnugeirum, að búa sig undir auknar kröfur, ekki síst um gagnsæi varðandi sjálfbærniþætti sem hafa áhrif á fyrirtækið, viðskiptalíkan þess og stefnu. Allt er þetta liður í því að reyna að takmarka hlýnun í samræmi við ákvæði Parísarsáttmálans.

15:30

Gagnadrifin nálgun á ábyrgar fjárfestingar

Þráinn Halldórsson, sérfræðingur á sviði ábyrgra fjárfestinga, Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Ég mun fjalla um mikilvægi þess að leggja áherslu á birtingu sjálfbærniupplýsinga sem eru líklegar til þess að hafa fjárhagsleg áhrif á rekstur félaga í sjávarútvegi. Einnig er nauðsynlegt að horfa bæði til jákvæðra og neikvæðra ytri áhrifa starfseminnar. Til þess að tryggja aðgengi sjávarútvegsfyrirtækja að grænu fjármagni er nauðsynlegt að gögnin rati á rétta staði og séu aðgengileg og viðeigandi fyrir fjármálafyrirtæki, fjárfesta ásamt hinum almenna neytenda.

15:45

Hver eru umhverfisáhrif matarins?

Helga J. Bjarnadóttir, Sviðstjóri, Efla

Í erindinu verður fjallað um loftslagsáhrif matvælaframleiðslu og kolefnisspor mismunandi matvæla.  Kolefnisspor sjávarfangs verður sett í samhengi við kolefnisspor annarra matvæla. Fjallað verður um samsetningu kolefnisspors sjávarfangs og hvaða þættir vega mest. Sýnt verður hvernig kolefnisspor og næringarefnainnihald er reiknað og birt fyrir mismunandi rétti í nokkrum mötuneytum hérlendis með notkun hugbúnaðar og neytandanum þannig gefinn kostur á fleiri upplýsingum en hingað til þ.e. að velja sér rétt út frá loftslagsáhrifum.

16:00

Upplýsingagjöf tækjaframleiðenda í sjálfbærnivegferð matvælaframleiðenda – reynsla og tækifæri

Gunnhildur Ómarsdóttir, vörustjóri hjá Marel

Tækjaframleiðendur gegna mikilvægu hlutverki gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu þegar kemur að sjálfbærnimálum. Gagnaöflun og upplýsingagjöf eru grunnþáttur í því að viðskiptavinir geti tekið upplýsta ákvörðun um tækjakaup og rekstur sem samræmist þeirra stefnu í sjálfbærnimálum.

Erindið fjallar um reynslu Marel á upplýsingagjöf til viðskiptavina og tækifæri í að styðja frekar við sjálfbærnivegferð matvælaframleiðanda.

16:15

Vegferð Iceland Seafood í upplýsingagjöf sjálfbærnimála

Elma Sif Einarsdóttir, Verkefnastjóri UFS, Iceland Seafood International

“Iceland Seafood hefur birt sjálfbærni upplýsingar samfellt í 5 ár. Skýrslugerðin hefur falist í því að halda utan um umhverfislega þætti, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) hjá móðurfélagi Iceland Seafood og dótturfélögum þess sem eru staðsett í 7 löndum bæði í Evrópu og Suður-Ameríku. Á þessum tíma hefur skýrslan þróast og undirbúningsvinnan yfir árið tekið stöðugum umbótum.

Í þessu erindi verður farið yfir okkar sjálfbærni vegferð og fjallað um undirbúning Iceland Seafood að því að uppfylla bæði Flokkunarreglugerðina sem og nýja reglugerð um Sjálfbærniupplýsingagjöf frá Evrópusambandinu.”

16:30

Umræður

17:00

Móttaka í boði Marel

Hámörkun verðmæta við nýtingu sjávarlífvera: áskoranir og tækifæri

Kaldalón Fimmtudagur15:15-17:00

Á Íslandi má sjá mörg vannýtt tækifæri til fullnýtingar lífauðlinda hafsins, auk þess sem fellur til við vinnslu fisk- og eldisafurða, má þar telja stórþörunga þar sem gríðarlegur vöxtur hefur verið síðustu ár og heimsframleiðsla hefur 1000 faldast síðan 1950 og er í dag um 35 milljónir tonna. Mikilvægt er að gæta íslenskra hagsmuna og tryggja uppbyggingu matvæla- og líftækniiðnaðar á Íslandi, efla rannsóknastarfsemi á þessu sviði, auka verðmæti hráefnisstrauma í sjávarútvegi og stuðla að sjálfbærri og umhverfisvænni nýtingu lífauðlinda hringrásarhagkerfisins.

Allir hagaðilar þurfa að vinna náið saman og samstarfs stjórnvalda, stofnana, háskóla og rannsókna- og nýsköpunarsetra við atvinnulífið og sprotafyrirtæki er mikilvæg tenging til að nýsköpun og þróun rannsókna komist yfir til sjávarútvegsins og í vörur sem nýtast samfélaginu.

Í þessari málstofu verður fjallað um þróun á ferlinu að búa til verðmætar afurðir úr vannýttum sjávartegundum á Íslandi. Kynnt verða ferlin frá hugmynd að veruleika. Sprotafyrirtæki sem eru að slá í gegn með nýjar afurðir segja frá nýsköpunarferlinu og farið verið yfir helstu áskoranir fyrir sprota í dag, s.s. fjármögnun, leyfisveitingar og reglugerðir, rannsóknir, nýsköpun og markaðssetningu.

Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri og rannsókna- og nýsköpunarstjóri, Matís og Einar Skaftason, veiðafærahönnuður, Hampiðjan

Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri og rannsókna- og nýsköpunarstjóri, Matís og Einar Skaftason, veiðafærahönnuður, Hampiðjan

xxxx

Umsjónarmaður

Sigríður Mogensen

Sigríður Mogensen

sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs, Samtök iðnaðarins

Málstofustjóri

15:15

Hliðarstraumar eða hliðarhráefni: Nýting mismunandi strauma frá fiskvinnslu

Hildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við Matvæla og næringarfræðideild HÍ

Við vinnslu sjávarafurða verða til ýmsir straumar sem hafa ólíka eiginleika. Mikilvægt er að líta þessa strauma alla sömu augum, þeir eru allir hráefni. Mismunandi tækifæri liggja í hverjum fyrir sig og í erindinu verður farið yfir niðurstöður rannsókna á eiginleikum þeirra ásamt því að rætt verður um nýtingarmöguleika þeirra með hámörkun gæða og virðis fyrir augum.

15:30

Frá úrgangi til verðmætasköpunar

Rósa Jónasardóttir, fjármálastjóri hjá Genís

Líftæknifyrirtækið Genís hefur á síðustu tveimur áratugum unnið að rannsóknum á kítínafleiðum sem unnar eru úr umbreyttu kítíni frá rækjuskel. Byltingarkenndar uppgötvanir á eiginleikum lífvirkra kítófásykra hafa verið nýttar til þróunar á fæðubótarefninu Benecta®, ásamt áframhaldandi rannsóknum á notkun kítófásykra í lyfjum og við beinígræðslu.

15:45

Vöruþróun og rannsóknir um þang og þara

María Maack, framkvæmdastjóri hjá Þörungaklaustur

Þörungaklaustur er með umhverfisþjónustu og heldur utan um vottanir. Það krefst rannsókna og mælinga. Tilraunir við að nýta þang og þara á nýjan hátt kalla líka á vöruþróun, vinnsluaðferðir og tilraunir. Sýni á meðafla gefa til kynna áhrif sláttar á auðlindina. Gerð verður grein fyrir nokkrum verkefnum, en ekki þau sem eru á höndum annarra eins og MATÍS og Hafrannsóknastofnunar. Þörungamiðstöð Íslands var stofnuð sem aðsetur rannsókna og vöruþróunar fyrir nýsköpun.

16:00

Gildi nýsköpunar í rótgrónum rekstri

Finnur Árnason, framkvæmdstjóri hjá Þörungaverksmiðjunni

Þörungaverksmiðjan hefur verið starfandi í hartnær 50 ár. Grundvöllur rekstrar er aðgangur að heitu vatni og þangi og þara sem vex í Breiðafirði. Starfsemin byggir á langri reynslu í fagi sem margir nefna í sömu andrá og nýsköpun. Mikið er sótt til verksmiðjunnar vegna fræðslu, hráefnis í nýjar vörur og þjónustu. Starfsemin ber merki fjárfestinga frá upphafsárum en í seinni tíð hafa orðið framfarir með nýrri tækni og aðferðum. Vart verður við vanþekkingu á hráefninu en enginn vafi leikur á að breið samvinna og góð yfirsýn er lykilatriði um verðmætasköpun úr þessari auðlind. 

16:15

The secret ingredient

Jamie Lee, founder and CEO of Fine Foods Íslandica ehf., seaweed entrepreneur and small food producer

Seaweed farming is gaining popularity as a sustainable way to produce food and material for innovative products. With “sustainable, good food” as our core value, Fine Foods Íslandica ehf grows seaweed and produces a variety of food products from it. As a local-scale production with a community-focused approach, we support the development of the blue-green economy in the Icelandic countryside. We will discuss our vision for the new seaweed future, along with the lessons learned on the way.

16:30

Varanleg kolefnisbinding í sjó

Kristinn Hróbjartsson,framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi

Til að ná loftslagsmarkmiðum þarf að draga allverulega úr losun, hratt. Til viðbótar við samdrátt í losun verður að byggja upp getuna til að binda kolefni varanlega á öruggan og skalanlegan hátt. Hafið er einn stærsti kolefnisgleypir jarðar og geymir meira en 37.000 gígatonn af kolefni í öruggri langtímageymslu. Varanleg kolefnisbinding í sjó snýst um að nýta og magna aðferðir hafsins við að skila kolefni aftur í djúplög sjávar í baráttunni við loftslagsvánna. Running Tide vinnur að þróun aðferða til að hraða skilum á kolefni úr yfirborðslögum sjávar í djúpsjó og hefur síðan 2022 rekið rannsóknar- og þróunarstarf frá Íslandi, sem hentar vel þar sem landið liggur nálægt djúpum og hér á landi er yfirgripsmikil þekking á hafinu.”

16:45

Umræður

17:00

Móttaka í boði Marel

Siglum í átt að hringrásarhagkerfi

Silfurberg A Föstudagur09:00-10:45

Hringrásarhagkerfi heimsins telur einungis 8,6% af heildar hagkerfi heimsins skv. „The Circularity Gap report, 2022“. Íslenskt hagkerfi er í dag líkt og hagkerfi heimsins að mestu línulegt, eða um 90%. Þessu þarf að umbylta þar sem við göngum hratt á hráefnaauðlindir jarðarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja til aukinnar hringrásar og því til stuðnings þá setti Alþingi lög sem eiga að styðja við myndun hringrásarhagkerfis.

Íslenskur sjávarútvegur hefur sett sér markmið um aukna hringrás með því að vinna eftir stefnu sem nefnist „Ábyrgur sjávarútvegur í sátt við umhverfi og samfélag“ og er undir forystu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hringrásarhagkerfið í sjávarútvegi snýst ekki einungis um að fullnýta afurðina, en þar höfum við náð eftirtektarverðum árangri, það snýst einnig um að lágmarka hráefnisnotkun sem og sóun í kringum þau aðföng sem þarf til að m.a. veiða og vinna fiskinn, val á umbúðum og flutningi á afurðum.

Bragi Smith

Bragi Smith

Viðskipta- og þróunarstjóri, iTub

Umsjónarmaður

Björn Margeirsson

Björn Margeirsson

rannsóknarstjóri hjá Sæplast/Tempra og dósent við HÍ

Málstofustjóri

09:00

Opportunities for sustainable blue growth using circular economic models

Dr. Alexandra Leeper, managing director –  Iceland Ocean Cluster -international affairs.

This talk will explore an overview of some of the biggest opportunities that the circular economy can offer at both an international and Icelandic level in the blue economy.  This will showcase great examples from fisheries, aquaculture and more to demonstrate key innovation priorities and the big picture toward profit and prosperity

09:15

Hvernig tengist Úrvinnslusjóður starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi?

Margrét Kjartansdóttir, samskiptastjóri, Úrvinnslusjóður

Ekkert verður til úr engu. Fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa ýmis aðföng sem mikilvægt er að unnið verði úr á sem bestan hátt að loknum líftíma þeirra.

Kynnt er lögboðið hlutverk Úrvinnslusjóðs og hvernig það snertir starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi. Sagt verður frá hvernig aðilar vinna saman að hringrásarhagkerfi og verður þá m.a. sagt frá fyrirkomulagi vegna veiðarfæra og olíu.

09:30

Umhverfis- og vigtarlausnir fyrir úrgang

Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri, Stiki Umhverfislausnir

Aðferðarfræði við flokkun úrgangs með snjalllausnum

09:45

Frá vandamáli til tækifæra – lífsferill veiðarfæra

Georg Haney, Umhverfisstjóri, Hampiðjan

Í huga almennings er veiðarfæra úrgangur stórt vandamál. Raunin er samt sem áður sú að það er kominn endurvinnslufarvegur fyrir flest þau efni sem notuð eru í nútíma veiðarfæri. Það er mikil gróska í þessu málefni og mörg verkefni í gangi eða í undirbúningi með það markmið að stuðla að því að auka endurvinnsluhlutfall verðarfæra og bæta gæði við endurvinnslu svo hægt verði að nýta endurunnið efni í ný veiðarfæri.

10:00

Umhverfisspor umbúða

Bragi Smith, Viðskipta- og þróunarstjóri, iTub

Nýleg lífsferilsgreining sýnir allt að 80% sparnað á umhverfisspori með margnota og endurvinnanlegum umbúðum þar sem þær nýta auðlindir á betri hátt en einnota umbúðir.

10:15

Umræður

10:45

Veitingar í Flóa

Hverjir borða íslenskan fisk?

Silfurberg B Föstudagur09:00-10:45

Ísland flytur út sjávarafurðir til u.þ.b. 85 landa. Hvað vörur eru þetta og hvernig birtast þær neytendum?

Íslendingar eru framarlega þegar kemur að veiðum og vinnslu sjávarafurða. Vörurnar eru þekktar fyrir mjög góð gæði og afhendingaröryggi. Hins vegar er ekki öllum ljóst hvert vörurnar fara og hverjir hinir eiginlegu neytendur eru.

Í málstofunni fáum við að heyra söguna af vörunni okkar þegar hún er komin inn á viðkomandi markað, hvað er gert við hana, hvernig dreifingu og geymslu sé háttað, hvernig henni er pakkað, hún auglýst og síðast en ekki síst hver sé hinn raunverulegi neytandi. Til að segja þessa sögu höfum við fengið reynslubolta í greininni til miðla sinni reynslu.

Björgvin Þór Björgvinsson

Björgvin Þór Björgvinsson

fagstjóri sjávarútvegs, Íslandsstofa

Umsjónarmaður

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir

forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga, Íslandsstofa

Málstofustjóri

09:00

Frakklandsmarkaður – Ferskfiskneysla í Frakklandi

Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Novo Food

Yfirlit yfir þróun á sölu ferskfisks á Frakklandsmarkaði með sérstakri áherslu á ferskar þorskafurðir, dreyfileiðir og neysluvenjur.  Farið verður yfir stærð og þróun á franska markaðnum undanfarin ár, ásamt helstu breytingum á markaði.  Hverjir eru neytendur fersksfisks, hvar nálgast frakkar sinn ferska fisk og hvernig er hans neytt.

09:20

Markaðssetning á laxi og bleikju til Norður Ameríku

Birgir Össurarson, sölustjóri Icefresh/Samherji

Reynsla okkar af markaðssetningu og sölu á bleikju til Norður Ameríku. 

Hvað höfum við gert hingað til ? Hvernig nálgumst við neytendur ?

Aðferðir, tæki og tól til þess. Framtíðin.

09:40

Hvar endar loðnan?

Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Icelandic Asia

Mikið er fylgst með úthlutun, veiðum og vinnslu á loðnu og loðnuhrognum en hvert fer hún svo. Farið er í heimsókn til Japans og skoðað hver er hinn endanlegi neytandi á einni af mikilvægustu útflutningsvöru íslendinga, loðnu og loðnuhrognum. Á hvaða diskum enda þúsundir tonna af úrvals næringaríku sjáfarfangi. Hver er framleiðsluferillinn og hvað vita Japanir um vöruna sjálfa.

10:00

Saltfiskur í lífi þjóðar

Níels Adolf Guðmundsson sölustjóri hjá Iceland Seafood

Hvað þýðingu hefur saltfiskur – bacalhau/bacalao/baccala fyrir neytendur? Hvar er saltfiskur keyptur? Vöruúrval saltfisks, hvar er saltfisksins neytt og hvernig?   Hvar stöndum við gagnvart okkar helstu samkeppnisaðilum?

09:20

Umræður

10:45

Veitingar í Flóa

Ekki vera fjarverandi!

Kaldalón Föstudagur 09:00-10:45

Svefn og heilsa eru nauðsynleg lífsgæði allra. Svefn er öllum mönnum og dýrum nauðsynlegur. Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig. Taugakerfið endurnærist í svefni og skorti menn svefn skerðist andleg geta þeirra. Ætla má að hver og einn verji um það bil þriðjungi ævinnar sofandi og á þeim tíma er margt og mikið í gangi í líkamanum. Í svefni framleiðir líkaminn til dæmis vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og unglinga og hraðar endurnýjun fruma líkamans hjá þeim sem eldri eru. Að sofa ekki nóg hefur margvísleg áhrif á heilsuna. Fyrir utan það augljósa að vera þreyttur og eiga erfitt með að sinna daglegum störfum hafa margir sjúkdómar verið tengdir skertum svefni.

Bradford kvarðinn var þróaður í þeim tilgangi að draga fram áhrif skammtímaveikinda á rekstur. Rannsóknir hafa sýnt að endurtekin skammtímaveikindi hafa verri áhrif á vinnustaðinn en langtímaveikindi sem koma sjaldnar upp. Kvarðinn leggur áherslu á að fjöldi skipta sem starfsmaður forfallast skiptir meira máli en fjöldi daga sem hann er frá. Þó nokkur sjávarútvegsfyrirtæki nýta sér Bradford skráningarkerfið eða önnur sambærileg kerfi til að auðvelda sér allt utanumhald mannauðsmála. Þegar atvinnurekandi sýnir heilsu starfsmanna áhuga eru meiri líkur á að halda góðu fólki þar sem góð heilsa eykur ánægju almennt. 

Heilsuefling á vinnustað hefur sífellt orðið vinsælli og hafa mörg fyrirtæki uppgötvað að með því að auglýsa sig sem heilsueflandi vinnustað þá er auðveldara að laða að gott og öflugt fólk til starfa.

Flest verjum við um þriðjungi tíma okkar við vinnu og því er mikilvægt að vinnustaðir bjóði upp á heilbrigt vinnuumhverfi og stuðli að heilsueflingu og vellíðan almennt. Vinna er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði. Heilsueflandi vinnustaður er verkfæri sem gerir vinnustöðum kleift að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsu og vellíðan til góðs fyrir starfsfólk og er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls.

Lilja Björg Arngrímsdóttir

Lilja Björg Arngrímsdóttir

lögfræðingur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) og yfirmaður starfsmannamála VSV

Umsjónarmaður

Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir

Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir

sviðsstjóri fræðslusviðs ASÍ

Málstofustjóri

09:00

Svefn í vaktavinnu – getum við bætt frammistöðu og líðan?

Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður Svefnseturs HR, dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideildir HR

Erna Sif mun fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir almenna heilsu og vellíðan með sérstakri áherslu á vaktavinnu. Farið verður yfir hvaða þætti má bæta, bæði hjá starfsfólki og fyrirtækjum til að bæta frammistöðu og líðan starfsmanna, t.d. með yfirferð á vaktavinnufyrirkomulagi, tímasetningu blunda og fleira.

09:30

Fjarverustjórnun og Bradford

Guðrún Gyða Hauksdóttir, Hjúkrunarfræðingun, MLM og verkefnastjóri hjá Heilsuvernd

Fjarverur starfsmanna geta verið kostnaðarsamar og vinnuaflið er dýrmæt auðlind sem mikilvægt er að efla og styðja til þess að starfsfólki líði sem best við að sinna sínum stöfum vel.
Hjá Heilsuvernd starfa hjúkrunarfræðingar og læknar með það að markmiði að efla heilbrigði og vellíðan á vinnustöðum. Bradford stuðullinn er reikniformúla sem er vel þekkt í mannauðsstjórnun víða um heim og er notuð til þess að mæla fjarveru starfsmanna. Hann má því nota sem eitt af þeim verkfærum sem hjálpar til við fjarverustjórnun.

09:55

Heilsueflandi vinnustaðir – verkfæri fyrir vinnustaði

Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi vinnustaða, Embætti landlæknis

Kynning á heilsueflandi vinnustað sem er verkfæri sem allir vinnustaðir geta nýtt sér, þeim að kostnaðarlausu. Heilsueflandi vinnustaður samanstendur af átta gátlistum sem innihalda viðmið sem vinnustaðir geta unnið að til að stuðla að heilsueflingu og vellíðan starfsfólks.

10:20

Panelumræður

10:45

Veitingar í Flóa

Umbúðalausnir staða og þróun

Silfurberg A Föstudagur11:15-13:00

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa úr ýmsum umbúðum að velja fyrir hráefni sitt og afurðir. Fyrir óunninn, heilan fisk ber mest á fjölnota, einangruðum plastkerum á meðan einnota umbúðir úr mismunandi plasttegundum og pappa eru jafnan notaðar fyrir afurðir. Umbúðaframleiðendur leita flestir leiða til að minnka umhverfisáhrif pakkninga, t.d. með þróun léttari pakkninga og aukinni endurvinnslu. Vaxandi áhersla hefur verið á lífsferilsgreiningar umbúða þar sem umhverfisáhrif umbúðanna frá vöggu til grafar eru skoðuð. Með lífsferilsgreiningu má m.a. fá hugmynd um hvort sparnaður við framleiðslu á fjölnota umbúðum vegi upp umhverfiskostnaðinn, sem hlýst af bakaflutningi með fjölnota umbúðirnar. Efnisval fyrir umbúðir fiskafurða takmarkast m.a. af löggjöf um snertingu fiskafurða við umbúðirnar og setur það vissar skorður á þróun fiskpakkninga og endurvinnslu á þeim.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki leggja sitt af mörkum við að minnka notkun plastumbúða og -pakkninga eða nota plast sem auðvelt er að endurvinna eða farga með öruggum hætti.

Háskóli Íslands greinir frá rannsóknum, sem þau hafa verið að vinna í og snýst um lífsferilsgreiningu á bæði frauðkössum og mismunandi fiskikerum fyrir ferskan fisk.

Atli Þór Ragnarsson

Atli Þór Ragnarsson

innkaupastjóri, Samherji

Umsjónarmaður

Brynjar Viggósson

Brynjar Viggósson

framkvæmdastjóri sölusvið , Samhentir

Málstofustjóri

11:15

Umhverfisvænni umbúðir í sjávarútvegi

Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun

Hvernig mun hringrásarhagkerfið hafa áhrif á hvaða umbúðir sjávarútvegurinn mun nota eftir 5 ár? Hvernig geta fyrirtæki sýnt vilja í verki þegar kemur að vali og hönnun umbúða? Hverjar eru helstu áherslur ESB á sviði umbúða og hvernig eru þær að breytast?

11:35

Hvað má og hvað má ekki nota í umbúðum í sjávarútvegi

Grímur Ólafsson, fagsviðstjóri, Matvælastofnun

Fjallað verður um löggjöf um matvælaumbúðir (matvælasnertiefni). Stutt kynning á þeirri löggjöf sem Evrópusambandið hefur sett um matvælasnertiefni (Food Contact Materials) og Ísland hefur innleitt inn í íslenska matvælalöggjöf. Tilgangur með þessari löggjöf er að tryggja að öryggi neytenda gagnvart skaðlegum efnum sem geta borist úr matvælasnertiefnum í matvæli og jafnframt að samræma reglur til að tryggja samkeppni og frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins.   

11:55

Lífsferilsgreining á einnota og fjölnota umbúðum fyrir ferskan 

Ólafur Ögmundarson, lektor, Háskóli Íslands 

Meginmarkmið verkefnisins UMMAT sem styrkt var af Matvælasjóði er að þróa umhverfisvænni umbúðir fyrir ferskan fisk. Ein einfaldasta leiðin til að minnka umhverfisáhrif útflutnings matvæla er að gera pakkningarnar léttari og minnka þannig mögulega umhverfisáhrif bæði tengd framleiðslu umbúðanna, notkun og flutningi. Áherslan var á að þróa léttari útgáfur af mikilvægustu umbúðunum fyrir bæði ferskan, heilan fisk (460 L PE fiskiker) og fersk flök og flakabita (frauðkassa, EPS). Til að meta mögulegan umhverfislegan ávinningin af breyttum umbúðum í samanburði við hefðbundnar umbúðir við flutning á ferskum flökum með sjóflutningi var gerð lífsferilsgreining (LCA).

11:15

Umbúðanotkun í bolfisk- og uppsjávarvinnslu: Valkostir og tækifæri

Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og markaðsmála hjá Brimi

Fjallað verður um notkun umbúða í bolfisk- og uppsjávarvinnslu. Frammi fyrir hvaða valkostum standa sjávarútvegsfyrirtæki og hvaða tækifæri og ógnanir eru fyrirsjáanleg?

12:35

Umræður

13:00

Veitingar í Flóa

Matvæla- og fæðuöryggi sjávarútvegs

Silfurberg B Föstudagur11:15-13:00

Matvælaöryggi er tryggt með eftirliti, vöktun og heildstæðum upplýsingum um stöðu örvera og óæskilegra efna í matvælum og hliðarafurðum sjávarlífvera. Einnig geta erfðagreiningar á uppruna matvæla upplýst um matvælasvindl, en slíkt getur m.a. haft neikvæð áhrif á heilsu neytenda svo sem vegna fæðuofnæmis. Samstarf við hagaðila er mikilvægt við rannsóknir á sviði matvælaöryggis og lýðheilsu, svo sem fyrirtæki, stofnanir, háskólar og neytendur. Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna, innihald, rekjanleika og kolefnisspor matvæla. Íslensk matvæli eru oft markaðssett með áherslu á hreinleika og heilnæmi en slíkar fullyrðingar duga skammt ef ekki er hægt að sýna fram á það með gögnum.

Mikil tækifæri eru í sjávarútvegi í aðkomu að fæðuöryggi og sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Samstarfi við alla hagaðila, svo sem fyrirtæki, stofnanir, háskóla og samfélagið er þar mikilvægt. Innlend matvælaframleiðsla er í dag talsvert háð innflutningi á aðföngum svo sem eldsneyti, áburði og fóðri, en þar getur nýting á verðlitlum og vannýttum hliðarstraumum í matvælavinnslu sjávarútvegsins hlaupið í skarðið. Tækifærin til framleiðslu á verðmætari afurðum og auknum gæðum felast í aukinni nýsköpun við fullnýtingu þeirra lífauðlinda sem til falla með samvinnu allra hagaðila. Rannsóknir á ný-próteinum (e. alternative proteins) og fjölsykrum úr t.d. þörungum, einfrumungum og fleiri sjávarlífverum geta stuðlað að aukinni innlendri framleiðslu á ný-matvælum svo sem jurtamjólk, fisklíki og fóðri fyrir vaxandi fiskeldi í landinu.

 Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri og rannsókna- og nýsköpunarstjóri, Matís og Erna Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs, Fiskistofa

Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri og rannsókna- og nýsköpunarstjóri, Matís og Erna Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs, Fiskistofa

Umsjónarmaður

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

forstjóri Matvælastofnunar

Málstofustjóri

11:15

Ástand og horfur nytjastofna við Ísland

Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar, Hafrannsóknastofnun

Í kjölfarið á innleiðingu aflareglna fyrir helstu fiskistofna á Íslandsmiðum hefur fyrirsjáanleiki í kvótaúthlutun orðið meiri, og dregið hefur úr sveiflum í fiskveiðiráðgjöf milli ára. Í framhaldi því hafa helstu fiskistofnar á Íslandsmiðum vaxið eftir samdrátt í sókn. Í þessu erindi verður fjallað um þessa þróun, núverandi ástandi helstu fiskistofna við Ísland lýst og spáð í spilin um horfur næstu árin.

11:35

Lífmassaver

Guðmundur Óli Hreggviðsson, stefnumótandi sérfræðingur hjá Matís og prófessor í líftækni og örverufræði Háskóla Íslands

Lífmassaver eru fremur nytt hugtak til að skilgreina og lýsa vinnslustöðvum lífmassa. Þar er  unnið að mestu leyti með  vannýttur  lífauðlindir, t.d þang og þari, afskurð og restar úr fiskiðnaði og landbúnaði,  afskurð úr matvælaiðnaði, trjárækt og repjuræktun. Vörur lífmassavera er sjaldnast matvæli, fremur  verðmæt fæðubótarefni, lyfefni, verðmæt enfnasambönd fyrir efnaiðnaðinn, plastefni og lífeldneyti. Auk hefðbundinnna aðferða þá er beitt mikilvægum aðferðum líftækni, gerjunarlíffverum og ensímum.

11:55

Bjálkakeðjur fyrir rekjanleika matvæla

Hlynur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Bálka Miðlunar ehf

Fjallað er um hvernig bálkakeðjur geta varðveitt sannanlegan rekjanleika sjávarafurða, sem staðfestir fyrir kaupendum uppruna vörunnar og aðstæður í framleiðslu, geymslu og flutningum. 

Þar sem tæknin er að fullu rekjanleg og ekki er hægt að breyta gögnum á bálkakeðjum, fæst traustur grunnur til að varðveita gögn sem verða til í aðfangakeðjunni, t.d. viðbætt hráefni, hitastig í geymslu og flutningaferli, hverjir meðhöndla vöruna, landfræðilega leið vörunnar og kolefnisfótspor hennar. 

Kaupendur vörunnar geta því stafrænt, rakið hverja vörueiningu aftur upp aðfangakeðjuna að útgefnum kvóta eða eldisstöðvar.

12:15

xxxxxxxxxxxx

xxxxxxxxxxxxxxxxxx

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

12:35

Umræður

13:00

Veitingar í Flóa

Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og samfélagsleg ábyrgð

Kaldalón Föstudagur 11:15-13:00

Samskipti geta verið flókin en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaörðugleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa vandast oft málið. Á Íslandi eru töluð u.þ.b. 65 tungumál og samfélag okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ásýnd landsins hefur breyst og meiri fjölbreytni ríkir nú en áður í menningarlegu tilliti. Margt fólk hefur sótt hingað til lands í leit að atvinnu og tækifærum alls staðar að úr heiminum. Flestir koma frá Austur-Evrópu og Asíu en auk þess er hér mikill fjöldi fólks frá hinum Norðurlöndunum, öðrum Evrópulöndum og Suður-Ameríku.
Í erindum málstofunnar verður leitast við að ræða fjölmenningu og jafnrétti í víðum skilningi og hvernig við stöndum okkur í breyttu samfélagi, samfélagi fjölmenningar?
Íslendingar hafa hingað til átt gott með samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin geti tekið á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, geta orðið árekstrar. Sumir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Við veltum fyrir okkur mismunandi menningarvíddum, hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum. Einnig hvernig hægt sé að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað.
Við munum einnig velta því fyrir okkur hvað er að vera Íslendingur? Getur þú orðið Íslendingur ef þú átt rætur í öðrum samfélögum. Tengist þjóðarsjálfsmyndin ómeðvitað eiginleikum sem er frekar hægt að henda reiður á þegar fólk talar um hverjir séu ekki Íslendingar. Ertu Íslendingur ef þú hefur ríkisborgararéttinn en talar ekki íslensku? Ertu Íslendingur ef þú ert fæddur á Íslandi og talar reiðbrennandi íslensku en ert dökkur á hörund? Viltu vera Íslendingur með íslenskan ríkisborgararétt? Hvernig samfélag er Ísland þegar horft er á það út frá fjölmenningarlegu tilliti!

 

Kristín Njálsdóttir

Kristín Njálsdóttir

framkvæmdastjóri Landsmenntar og Sjómenntar fræðslusjóða og stjórnarmaður í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023

Umsjónarmaður

Björg Bjarnadóttir

Björg Bjarnadóttir

framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands

Málstofustjóri

11:15

Fjölþjóðlegur vinnustaður: Auður eða ok?

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Mirru, fræðslu-og rannsóknarseturs

Innflytjendur og margmenning á Íslandi eru komin til að vera. Fimmti hver á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Engin vill vera útundan, jaðarsettur eða útilokaður. Eru allir teknir með í hópinn? Fjallað verður um áskoranir sem fylgja margmenningu með áherslu á mikilvægi jafnræðis og þess að taka alla með í hópinn (inngildinu) og bent skilvirk „verkfæri“ sem nota má til að svo geti orðið.

11:40

Samskipti á fjölmenningarlegum vinnustað; hindranir og tækifæri

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar ehf. leiðbeinandi og ráðgjafi

Samskipti geta verið flókin en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaörðugleikar og annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa vandast málið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mismunandi menningarvı́ddir og hvað er lı́kt og ólı́kt með mismunandi menningarheimum. Einnig verður farið í hvernig hægt sé að auka menningarlæsi og stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað.

12:05

Hvenær er maður eiginlega orðinn Íslendingur?

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís, Inngildingarfulltrúi landskrifstofu Erasmus+, verkefnastýra upplýsingastofu um nám erlendis og Eurodesk á Íslandi.

Tengist þjóðarsjálfsmyndin ómeðvitað eiginleikum sem er frekar hægt að henda reiður á þegar fólk talar um hvaða fólk sé ekki íslenskt? Í erindinu verður því varpað fram hvernig hugmyndir samfélagsins um það hver getur talist Íslendingur, hafa áhrif á fólk af erlendum uppruna. Hugmyndir sem fólk tengir venjulega ekki við fordóma en geta óneitanlega vakið tilfinningar útilokunar hjá þeim sem samfélagið sér ekki sem íslenskt. Hvernig geta viðhorf sem fólk mætir úti í samfélaginu haft áhrif innan vinnustaða?

12:30

Panelumræður

13:00

Veitingar í Flóa

Verðmætasköpun með notkun myndgreiningartækni

Silfurberg A Föstudagur13:30-15:15

Lengi hefur verið talað um aukna notkun myndgreiningartækni í sjávarútvegi. Nýlega hafa íslensk fyrirtæki tekið inn tæki með ofurrófsmyndavélatækni (e. hyperspectral imaging) með það að markmiði að geta greint hráefni, flokkað galla og framkvæmt sjálfvirkt gæðamat.

Brim hefur verið með slíka tækni á flæðilínum síðan í júní 2022 og Útgerðarfélag Akureyringa tók inn til prófunar tækni í febrúar 2023. Þar eru teknar myndir af roðlausum flökum á leið í forsnyrtingu. Tækið getur þá metið galla á borð við blóðmar, los og hringorma. Þetta gerir fiskvinnslum kleift að flokka flök eftir göllum á ákveðnar snyrtilínur þar sem einungis þarf að huga að sértækum göllum. Einnig skapar tæknin spennandi tækifæri til þess að bæta nýtingu og auka afköst þar sem vélin getur sent flök sem ekki þurfa snyrtingu beint í átt að vatnsskurðarvél.
Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti tvö tæki með ofurrófsmyndatækni sem sett voru upp í fiskiskipum í september 2022 og geta þau greint heilan fisk, bæði tegundagreint og flokkað aflann eftir mögulegum göllum, blæðingu o.s.frv. Tæknin hefur verið notuð til þess að flokka frá horlúðu á grálúðuveiðum með ágætum árangri. Heildstæð myndgreining á aflasamsetningu um borð í fiskiskipum skapar einnig áhugaverð tækifæri fyrir stofnun í hafrannsóknum út frá stofnstærðargreiningum og öðrum rannsóknargögnum sem verða til með mun meiri nákvæmni en fyrri matsaðferðir.

Mikil tækifæri eru í framþróun myndgreiningartækni og nýtingar á þeim stóru gagnasöfnun sem til verða við notkun hennar. Í málstofunni er markmiðið að greina frá tækninni og virkni hennar í rannsóknum, reynslu notenda í fiskvinnslu og útgerð og loks hagnýtingu til frekari rannsókna og þekkingar á villtum stofnum. Notendur í vinnslu og útgerð geta greint frá nýlegri notkun og árangri, sett fram hugmyndir um úrbætur eða frekari þarfir til hagnýtingar og framþróunar tækninnar.

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval

Internal Event Manager, Global Markets at Marel

Umsjónarmaður

Sæmundur Elíasson

Sæmundur Elíasson

verkefnisstjóri, Matís

Málstofustjóri

13.30

Notkun ofurrófsmyndavélatækni í rannsóknum og sjávarútvegi

María Guðjónsdóttir, prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Matís

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

13.50

Myndgreining í flakavinnslu 

xxx, xxxx, 

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

14.10

Hyperspectral myndgreining um borð í fiskiskipum ÚR

Þorlákur Ó. Guðjónsson, þróunarstjóri, Útgerðarfélag Reykjavíkur

Myndgreining, fyrstu skrefin í hagnýtingu um borð í vinnsluskipi. Útgerðarfélag Reykjavíkur setti upp Maritech Eye hyperspectral myndavél í janúar 2023 til þess að kanna hagnýtingu tækninnar um borð í fiskiskipi. Markmiðið að safna gögnum um stærðardreifingu einstakra tegunda eftir veiðisvæðum og því var vélin valinn staður þ.a. hún myndar allan heilan fisk sem kemur um borð í skipið.

14.30

Hagnýting gagnasafna myndgreiningar til rannsókna og stofnstærðarmats

Harpa Þrastardóttir, sviðstjóri gagna og miðlunar, Hafrannsóknastofnun

Tækninni hefur fleytt fram síðustu ár og myndgreining hefur þróast verulega. Hafrannsóknastofnun er að skoða möguleikanna á nýtingu myndgreiningar við rannsóknir og gerð stofnstærðarmats. Farið verður yfir notkun myndgreiningar í dag hjá stofnuninni og þeim tækifærum sem við stöndum frammi fyrir með aukinni nýtingu myndgreiningar.   

14:50

Umræður

Markaðsetning á ímynd sjávarafurða – Heilsa og umhverfismál

Silfurberg B Föstudagur 13:30 – 15:15

Ímynd er einn lykilþátta markaðssetningar og á það við um sjávarafurðir sem og annað. Mikilvægi góðrar ímyndar sjávarafurða hefur aukist undanfarið í hinum síbreytilega heimi þar sem upplýsingar um heilsu, umhverfisáhrif og fleira eru aðgengileg hverjum sem er, á augabragði. Það hvernig fólk skynjar og upplifir vöru eða þjónustu, hefur úrslitaáhrif á kaupvilja þess. Ímyndarmál sjávarafurða eru margslungin og margt sem hefur áhrif á þau.

Í málstofunni er fjallað um hvaða tækifæri liggja í því að nýta hollustueiginleika sjávarfangs til markaðssetningar? Farið er yfir þróun á fæðubótarefnum og fleiri vörum sem m.a. eru unnar úr aukaafurðum en slík vinnslu getur aukið mjög vinnsluvirði hráefnis. Einnig er fjallað um ímynd íslenskra sjávarafurða, hvernig hún birtist og hvað hefur áhrif á hana. Horft er bæði til sjávarútvegs og fiskeldis, sérstaklega með tilliti til umhverfismála og samfélagsábyrgðar sem hafa vaxandi vægi í ímyndarmálum.

Bjarni R. Heimisson

Bjarni R. Heimisson

framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða

Umsjónarmaður

Guðmundur H. Pálsson

Guðmundur H. Pálsson

framkvæmdastjóri Pipar/Tbwa

Málstofustjóri

13:30

Þróun, áhrif og ímynd fiskneyslu

Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnistjóri Matís

Í erindinu verður fjallað um þróun fiskneyslu í gegnum tíðina, áhrif hennar á heilsu fólks og breytingu á vitneskju í samhengi við aukna neyslu. Farið verður yfir breytingar á ímynd fiskneyslu sem hafa orðið þar á með auknum rannsóknum.

13:45

Fæðubótarefni úr sjávarfangi

Alex Freyr Hilmarsson, framleiðslustjóri lífefnavinnslu Löngu

Farið verður yfir þá þróun sem hefur orðið síðustu ár í fæðubótarefnum sem unnar eru úr fiski og þá sérstaklega aukaafurðum.

14:00

Tækifæri í heilsutengdri markaðssetningu sjávarfangs

Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Sjávarklasans

Hver eru tækifærin í markaðsetningu á hollustu sjávarafurða? Í erindun verður stiklað á stóru um þau tækifæri sem hafa verið nýtt og eru vanýtt í markaðsetningu á íslenskum sjávarafurðum og þá sérstaklega tengt heilsu og ímynd þeirra.

14:15

Skiptir kolefnisspor máli þegar kemur að markaðssetningu sjávarafurða?

Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim

Brim hefur verið framarlega í umhverfismálum og hafa meðan annars hannað sitt umhverfiskerfi sem kortleggur heildar kolefnisspor félagsins. Í erindinu verður farið yfir stefnu Brims og hvernig hægt sé að nýta hana í markaðsetningu afurða og hvort það skipti máli fyrir neytendur að varan sé með lágt kolefnisspor.

14:30

Hvernig er hægt að skapa íslenskum eldislaxi sérstöðu á mörkuðum?

Jóhannes Gíslason, sölustjóri hjá GeoSalmo

Í erindinu verður farið yfir markaðssetningu laxaafurða og ímyndarmál í þeim efnum. Skiptir máli hvernig laxinn er framleiddur? Er hægt að aðgreina landeldislax frá sjóeldislaxi? Er hægt að aðgreina íslenskan lax frá norskum laxi?

14:45

Umræður

 

 

 

Orkuskipti og innviðauppbygging

Kaldalón Föstudagur 13:30 – 15:15

Samdráttur í losun frá íslenskum sjávarútvegi skiptir miklu máli til að styðja við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, enda er losun frá fiskiskipum um fimmtungur af þeirri losun sem flokkast undir beina ábyrgð Íslands.

Mikill og góður árangur hefur náðst en frá árinu 2005 hefur þegar orðið ríflega 40% samdráttur í olíunotkun innan greinarinnar. En betur má ef duga skal. Orkuskipti krefjast gríðarháa fjárfestinga bæði til nýsköpunar og þróunar, ásamt nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Vegferðin er ekki einföld en margar breytur hafa áhrif á niðurstöðuna þar sem verkefni tengd orkuskiptum krefjast góðrar samvinnu sjávarútvegs og annarra hagaðila við stjórnvöld og sveitarfélög ef viðunandi árangur á að nást.

En hver er staðan í dag? Hvernig hafa málin þróast undanfarin ár? Hvar liggja tækifærin? Og hvað þarf að gerast svo hægt sé að stuðla að samdrætti í losun innan sjávarútvegsins svo við uppfyllum þessi mikilvægu sameiginlegu loftslagsmarkmið Íslands?

Stefanía Inga Sigurðardóttir

Stefanía Inga Sigurðardóttir

gæða- og öryggisstjóri, Fisk Seafood

Umsjónarmaður

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir

skrifstofustjóri, Matvælaráðuneytið

Málstofustjóri

13:30

Orkan í sjávarútvegi

Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Fjallað verður um nýtútkominn loftslagsvegvísi í sjávarútvegi. Sjávarútvegurinn er leiðandi í loftslagsmálum og farið verður yfir árangur og markmið til næstu ára. Rætt verður sérstaklega hvaða leiðir eru færar til ársins 2030 fyrir fiskiskip sem styðja við aukna orkunýtni. Hvaða aðgerðir eða úrbætur þarf að ráðast í strax og hvar stendur hnífurinn í kúnni.  

13:45

Áskoranir við orkuskiptin

Þorsteinn Másson, framkvæmdarsjóri, Blámi

Mikið er talað um orkuskipti í sjávartengdri starfsemi en hvað er raunhæft í þeim efnum, hvaða tækni hentar hverjum og hvar eigum við að byrja? 

14:00

Orkuskipti í sjávarútvegi og hlutverk hafna

Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri, Faxaflóahafnir

Gunnar mun fjalla um þær áskoranir og tækifæri sem hafnir landsins standa frammi fyrir þegar kemur að orkuskiptum í sjávarútvegi og höfnum.  Í erindinu verður m.a. fjallað um landtengingar smærri og stærri skipa í höfnum Faxaflóahafna, umhverfiseinkunarkerfið EPI (Environmental Port Index), mögulega framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga og spá um samsetningu eldsneytis í siglinum á næstu árum.

14:15

Olíunotkun og orkuskipti í sjávarútvegi -Staða, stefna og tækifæri

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar, Orkustofnun

Íslenskur sjávarútvegur er framúrskarandi á heimsvísu á flestum sviðum. Íslenskur sjávarútvegur skil af sér prótíni á heimsmarkað með afar lágt kolefnisspor í samanburði við önnur dýraprótín. Vegna stærðar sjávarútvegs er heildarolíunotkun mikil á Íslandi og mikilvægt að vinna stöðugt að betri orku- og afurðanýtni.  Mikil árangur hefur náðst í minnkun á olíunotkun á undanförnum áratugum sem að mestu hefur byggt að tæknilegum og kerfislegum nýtniframförum. Á næstu áratugum hefst nýtt skeið í sjávarútvegi þar sem flókin og umfangsmikil orkuskipti fara ryðja sér til rúms.

14:30

Orkuskipti í sjávarútvegi – stýra, nýta, þróa

Guðmundur Herbert Bjarnason, tæknistjóri skipa, Brim

Í erindinu fer ég yfir hvernig við reynum að lágmarka orkunotkun, hvað ég sé sem helstu áskoranir til að minklaka orku og fara í nýja okugjafam ásamt því að fara yfir hvað möguleika við sjáum í nánuustu framtíð varðandi orkuskipt

14:45

Umræður

 

 

 

Aðalfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar

Silfurberg BFöstudagur15:15