Loka

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2022

Hörpu, 10.-11. nóvember

 

Íslenskur sjávarútvegur

Silfurberg Fimmtudagur10:00-12:00

Óhætt er að fullyrða að íslenskur sjávarútvegur er sú atvinnugrein þar sem sem Íslendingar eru með alþjóðlega forustu. Íslenskur sjávarútvegur er í samkeppni við margar öflugar sjávarútvegsþjóðir og er því mikilvægt að vel sé staðið að sölu- og markaðssetningu og þar skiptir ímynd miklu máli.  Mörg lönd hafa horft til Íslands varðandi fyrirmynd að uppbyggingu sjávarútvegs.  Hver er staða ímyndar íslensks sjávarútvegs og hvernig stöndum við okkur t.d. í samanburði við norskan og danskan sjávarútveg?  Fáar konur eru í stjórnunarstöðum í íslenskum sjávarútvegi og hvaða áhrif hefur það á ímynd greinarinnar?  Hvað skiptir máli til að fá jákvæða ímynd fyrir íslenska sjávarútveg við sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum?

Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar

Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar

Umsjónarmaður

Edda Hermannsdóttir

Edda Hermannsdóttir

Samskiptastjóri Íslandsbanka

Málstofustjóri

10.00

Ávarp

Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar

10.05

Opnun

Sigríður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri, Primex ehf

Sigríður Vigdís hefur starfað hjá Primex ehf á Siglufirði síðan 2001 og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Primex er eitt af fyrstu sjávarlíftæknifyrirtækjum hér á landi til að fullnýta afurðir úr hafinu með því að framleiða náttúrulegar trefjar úr rækjuskel sem til fellur á landinu. Allt frá því að hún hóf störf hjá fyrirtækinu má segja má að áhugi hennar á nýsköpun og sjálfbærri þróun afurða hafi kviknað þannig að ekki varð aftur snúið. Lífvirku trefjarnar frá Primex eru nú seldar um allan heim.

Undir hennar stjórn hefur Primex þróað vísindalega sannaða lækningatækið ChitoCare Medical sem græðir sár og ör, og húðvörulínuna ChitoCare beauty, sem nýtir þá húðviðgerðartækni sem varð til við þróun ChitoCare Medical.

Hún sér fyrir sér gríðarleg tækifæri með því að nýta sérstöðu Íslands sem framleiðsluland hágæða náttúrulegra afurða. Sigríður Vigdís  hefur setið í stjórn m.a. hjá Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins, Tækniþróunarsjóði, Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar auk fagráða hjá Íslandsstofu og SSNE (Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra).

10.15

Horft úr brúnni – hvar eru konurnar?

Ásta Dís Óladóttir, dósent í Viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands

Sjávarútvegur hefur löngum þótt karllæg atvinnugrein en miklar breytingar eru að verða í greininni með tilkomu aukinnar sjálfvirknivæðingar. Í erindi sínu fer Ásta Dís yfir stöðu kynjanna í sjávarútvegi, þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum og gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) lét gera nýverið. Þá verður einnig litið til stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum almennt hér á landi.

10.35

Sala og markaðssetning á sjávarfangi

Bjarni Ármannsson, forstjóri, Iceland Seafood International

Alfreð

Alfreð

10.55

Fara staðreyndir og ímynd saman í íslenskum sjávarútvegi?

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri, Brim

Katrín

Katrín

Reynsla mín síðastliðin 45 ár í íslenskum sjávarútvegi. Hver er styrkleiki greinarinnar og veikleiki og hvernig endurspeglar umræðan og ímyndin raunverulega stöðu hennar? Fara viðhorf Íslendinga til sjávarútvegs saman við staðreyndir?

11.15

Stiklað á stóru, sjávarútvegur í Danmörku, Noregi og á Íslandi

Jóhannes Pálsson, forstjóri, FF Skagen

Katrín

Katrín

Sjávarútvegur á Norðurlöndunum er um margt líkur og svo ekki.

Stiklað verður á stóru um sviðið og mun ég byggja á þeirri reynslu sem ég hef af því að hafa unnið í greininni á Íslandi í Noregi og nú í Danmörku.

11.35

Umræður

11.50

Afhending Hvatningarverðlauna

Björk Viðarsdóttir, TM

Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson

Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað frammúr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripsins Sviföldunnar.

Samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðanda

Silfurberg AFimmtudagur13:00-14:45

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki selja nánast allar afurðir sínar á alþjóðlegum mörkuðum þar sem hörð samkeppni ríkir. Afar mikilvægt er að tryggja samkeppnishæfni svo íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi svigrúm til þess að auka verðmætasköpun til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Íslenskar fiskvinnslur skipa þar mikilvægan sess. Fiskvinnsla á í harðri alþjóðlegri samkeppni og mikill munur er á rekstrarskilyrðum fiskvinnsla hér á landi og víða erlendis. Í þessari málstofu verður fjallað um samkeppnishæfni fiskvinnslu og það hvernig íslenskum fiskvinnslum gengur að mæta henni.

Heiðmar Guðmundsson

Heiðmar Guðmundsson

lögfræðingur, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Umsjónarmaður

Rósa Guðmundsdóttir

Rósa Guðmundsdóttir

Framleiðslustjóri, Guðmundur Runólfsson hf.

Málstofustjóri

13.00

Þróun í útflutningi á hvítfiski

Birkir Hrannar Hjálmarsson, Útgerðarstjóri togara Brims

Birkir

Birkir

Farið verður yfir útfluting á óunnum hvítfiski sl ár

13.20

Án samkeppnishæfni, enginn sjávarútvegur

Heiðmar Guðmundsson, lögfræðingur, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Heiðmar

Heiðmar

Ýmsar ógnanir og áskoranir vega að samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu. Á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu verði treyst enn frekar, en vert er að nefna að 98% af íslensku sjávarfangi er selt á erlendum markaði. Í erindinu verður því velt upp hvort íslenskir fiskframleiðendur standi halloka í samanburði við aðrar samkeppnisþjóðir og helstu þættir skoðaðir sem ráða samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðanda.

13.40

Í ólgusjó alþjóðlegrar samkeppni

Sveinn Agnarsson, prófessor, Háskóli Íslands.

Guðmundur

Guðmundur

Samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs ræðst einkum af nýtingarstefnu íslenskra stjórnvalda, aflamarkskerfinu, lóðréttri samþættingu fyrirtækja, frjálsri verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum og samstarfi sjávarútvegs og stoð- og hliðargreina. Í þessu erindi er fjallað um hvernig þessir þættir móta samkeppnisstöðu Íslendinga og í hverju forskot íslensku fyrirtækjanna er fólgið.

14.00

Forskot íslenskrar fiskvinnslu vegna tæknistigs ?

Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri North 65 ehf., stjórnarmaður í Odda hf. og stjórnarformaður D-tech ehf.

Er það forskot sem íslenskar fiskvinnslur hafa talið sig búa við vegna þeirra vinnslutækni sem íslenskt hugvit hefur þróað og notið nálægðarinnar við tækjaframleiðendur búið?

14:20

Umræður

Sjálfbærni

Silfurberg B Fimmtudagur13:00-14:45

Sjálfbærni er hugtak sem hefur átt síauknum vinsældum að fanga síðastliðin ár. Hugtakið eins og við þekkjum það í dag er þó ekki gamalt og talið er að það sé jafnvel yngra en kvótakerfið okkar. Sjálfbærni hefur engu að síður spilað stórt hlutverk í íslenskum sjávarútvegi um áratuga skeið því setning kvótakerfisins árið 1984 var einmitt hugsuð til að afstýra ofveiði og auka hagkvæmni í geiranum. Í kjölfar aukinna vinsælda sjálfbærni á síðastliðnum árum þá hafa fyrirtæki og stofnanir verið að leggja meiri áherslu á þennan málaflokki og þar er sjávarútvegur engin undantekning.
Runólfur Geir Benediktsson

Runólfur Geir Benediktsson

Forstöðumaður, Íslandsbanki

Umsjónarmaður

Runólfur Geir Benediktsson

Runólfur Geir Benediktsson

Forstöðumaður, Íslandsbanki

Málstofustjóri

13:00

Sjálfbær fjármál og bláar lánveitingar

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður Stefnumótunar og sjálfbærni, Íslandsbanki

Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka. Hlutverkið vísar til meginstarfsemi banka að velja góð (þ.e. arðbær og traust) verkefni til að fjármagna, en skírskotar einnig til þess að lögð sé rík áhersla á sjálfbærni og langtíma sjónarmið í rekstri bankans. Stærsta tækifærið fyrir Íslandsbanka til þess að stuðla að sjálfbærni á Íslandi er að styðja við viðskiptavini bankans á sinni sjálfbærnivegferð. Að sjálfsögðu vill Íslandsbanki einnig vera fyrirmynd og hefur bankinn sett metnaðarfull markmið um sjálfbærni eigin rekstrar – en stóra tækifærið er sem fyrr segir að fjármagna þá umbreytingu sem verður að eiga sér stað til þess að Ísland nái sínum markmiðum og skuldbindingum í loftlagsmálum og hvað varðar líffræðilegan fjölbreytileika (e. biodiversity). Þar er sjálfbær sjávarútvegur engin undantekning en markmið erindis Kristrúnar er að fjalla um tækifærin og áskoranirnar við það að fjármagna sjálfbæran sjávarútveg frá sjónarhóli banka.

13:20

Ábyrgar fiskveiðar

Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Ábyrgra fiskveiða ses.  

Ábyrgar fiskveiðar ses. hefur starfað í 10 ár og haldið úti markvissri upplýsingagjöf um vottun stjórnar íslenskra fiskveiða til kaupenda. Kröfur hafa aukist á að aðilar í virðiskeðjunni geti sýnt fram á ábyrga hegðun ár frá ári. Samfélagið hefur ekki sömu biðlund gagnvart því að stjórnvöld hafi frumkvæði við því að bregðast við áskorunum, en ótal verkefni eru í umræðunni á hverjum tíma. Félagið hefur tekið þátt í þessari umræðu og hefur tekið við nýju verkefni sem snýr að vottun félagslegra þátta.

13:40

Samfélagsstefna sjávarútvegs

Hildur Hauksdóttir, Sérfræðingur í umhverfismálum, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa markað sér stefnu í samfélagsábyrgð sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

14:00

Mikilvægi sjálfbærni í sjávarútvegi

Gréta María Grétarsdóttir, Framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla, Brim

Hugtakið sjálfbærni hefur síðustu misseri verið sífellt meira í umræðunni og bæði einstaklingar og fyrirtæki leggja sig nú fram við að auka sjálfbærni í sínu umhverfi, en hvað er sjálfbærni? Gréta María mun fjalla um hvernig Brim er að nálgast sjálfbærni og hvað hefur verið gert og hvað er framundan í þeim efnum.

14:20

Pallborðsumræður

Hver er munurinn á íslenskum og norskum makríl

Silfurberg BFöstudagur09:00-10:40

Íslenskur og norskur makríll er vissulega sama tegundin og heitir sama latneska heitinu, Scomber scombrus. En er þetta samt sem áður sama varan? Erum við Íslendingar að framleiða algjörlega sambærilega afurð við Norðmenn þegar kemur að makríl? Erum við að bera saman epli og epli eða erum við að bera saman epli og appelsínur? Undanfarin misseri hefur átt sér stað mikil umræða hér á landi um mögulegan verðmun á íslenskum og norskum makríl. Í þessari málstofu verður leitast til við að kanna þennan mögulega verðmun á makríl frá Íslandi og Noregi og svara nokkrum áleitnum spurningum þar að lútandi. Er gæðamunur á þessum makríl? Fæst í raun hærra markaðsverð fyrir þann norska? Er hinn ólíki veiðitími að hafa áhrif á verð? Eru vinnsluaðferðir ólíkar? Eru þessi tvö lönd að sinna sömu mörkuðum varðandi makríl? Hvað með markaðssetninguna? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað í málstofunni og er vonast til að þeir sem hana sæki gangi út úr henni með skýr svör er varðar muninn á hinum íslenska makríl annars vegar og hinum norska hins vegar.

Tinna Gilbertsdóttir

Tinna Gilbertsdóttir

sölustjóri, Iceland Seafood ehf

Umsjónarmaður

Björn Maríus Jónasson

Björn Maríus Jónasson

sölustjóri, Iceland Seafood ehf

Málstofustjóri

09:00

Gæði og vinnsla íslensks og norsks makríls

Hildur Inga Sveinsdóttir, verkefnistjóri hjá Matís og aðjúnkt við Háskóla Íslands

Makríll veiðist við Íslandsstrendur frá júní til september en hann kemur upp að landinu í ætisleit. Á þessum tíma árs verður mikil breyting á holdi hans, sérstaklega á dreifingu og magni fitu. Þær hafa áhrif á eiginleika og möguleika á nýtingu vinnsluaðferða sem eru notaðar við vinnslu á makríl sem veiddur er á öðrum árstíma. Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að sé tekið tillit til þessa árstíðabundna breytileika er vel hægt að vinna ýmiskonar vörur til manneldis úr makríl sem veiðist við Íslandsstrendur.

09:20

Sala og markaðssetning á íslenskum makríl

Friðleifur Friðleifsson, deildastjóri, Iceland Seafood ehf

Erindið mun fjalla um helstu markaðssvæði fyrir íslenskan makríl og hvernig þessir markaðir hafa þróast síðastliðin ár. Þá verður einnig fjallað um hversu mikil áhrif veiðar, veiðisvæði og veiðitímabil hafa á markaðssetninguna. Hver er vöruþróunin síðastliðin ár og hver eru tækifærin á næstu misserum.

09:40

Mackerel – Icelandic vs Norwegian 

Yohei Kitayama, Director – VSV Japan

In the lecture the Icelandic and Norwegian mackerel will be compared with a focus on the quality requirements from the Japanese market for mackerel. What is the main difference Japanese mackerel buyers see between the Icelandic and the Norwegian mackerel? Are we really comparing a similar product or is it very different? What is the main reason for the higher market price for the Norwegian mackerel?

10:00

Umræður

Loðnan er brellin

Kaldalón Fimmtudagur13:00-14:45

Í vinnslu

Húnbogi Gunnþórsson

Húnbogi Gunnþórsson

Síldarvinnslan

Umsjónarmaður

xxxxxxx

xxxxxxx

xxxx

Málstofustjóri

13.00

xxxxxxxxxxxx

xxxxxx

Elvar Traustason

Elvar Traustason

Í vinnslu

14:25

Umræður

14:45

Coffee break

xxxxxxx

Kaldalón Fimmtudagur15:15-17:00

Í vinnslu

xxxxx

xxxxx

xxxxx

Umsjónarmaður

xxxxxxx

xxxxxxx

xxxx

Málstofustjóri

15.15

xxxxxxxxxxxx

xxxxxx

Elvar Traustason

Elvar Traustason

Í vinnslu

16:35

Umræður

Kynningar þjónustuaðila sjávarútvegs (kostaðar kynningar)

Silfurberg B Fimmtudagur15:15-17:00

Markmiðið er að gefa þjónustuaðilum sjávarútvegs möguleika á að kynna vörur og þjónustu sem fyrirhugað er að markaðssetja eða er nýlega byrjað að selja. Hér er um kostaðar kynningar að ræða og ekki er verið að kynna fyrirtækið eða almennar vörur eða þjónustu sem það býður upp á. Vonast er til að kynning á nýjungum í sjávarútvegi auðveldi ákvörðunartöku í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.

Valdimar Ingi Gunnarsson

Valdimar Ingi Gunnarsson

Sjávarútvegsráðstefnan

Umsjónarmaður

Grímur Valdimarsson

Grímur Valdimarsson

ráðgjafi

Málstofustjóri

15:15

Meðhöndlun fiskikara með Róbót

Kristján Ármannsson, Véltæknifræðingur, Samey

Farið er yfir helstu kosti þess að nota róbót í meðhöndlun á fiskikörum. Hvernig eru þessi kerfi byggð upp og hvað þarf að taka tillit til.

15:25

Tailor made trade finance solutions for the Icelandic seafood industry

René Pastor and Klarissa Blatnik, Tradewind GmbH

Tradewind Finance, a German-headquartered trade finance provider with multi-market operations spanning 20 locations globally, will attend this year’s Seafood Conference in Reykjavik, Iceland.

Senior trade finance specialists Mr. René Pastor and Ms. Klarissa Blatnik will provide an overview on the Tradewind Group; its commitment towards financial inclusion and opportunity for a variety of industries requiring essential liquidity and risk management solutions; international export factoring – Tradewind’s core product offering; how it can assist companies navigate through uncertain payment terms and unknown Buyer jurisdictions; and the inherent benefits which may be enjoyed when employing the services of an alternative finance provider such as Tradewind.

With over 21 years of experience towards trade finance solutions in both developed and frontier markets, Tradewind affirms its commitment to extending financing solutions and expertise to the Icelandic seafood industry through effective access to funding and credit protection.

15:35

Hringrásarhagkerfið – Endurnotkun, endurvinnsla og endurframleiðsla umbúða í sjávarútvegi

Hilmir Svavarsson, framkvæmdarstjóri, iTUB AS

Hringrásarhagkerfi er hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. iTUB er virkur þátttakandi í hringrásarhagkerfinu. Samleigukerfi iTUB leiðir til minni sóunar á auðlindum þar sem sami búnaður er notaður af mörgum aðilum til lengri tíma. iTUB hefur skýra stefnu varðandi viðgerðir, endurvinnslu og endurframleiðslu til að hámarka líftíma fiskikera og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Einnig hefur iTUB komið að hönnun nýrrar tegundar kera sem bjóða upp á hagræði í bakflutningum og vinnur að frekari þróunarverkefnum.

15:45

Mikilvægi flutninga í samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðamarkaði

Sigurður Orri Jónsson, forstöðumaður útflutnings og stórflutnings hjá Eimskip

15:55

Auknar áskoranir í sótthreinsun við matvælaframleiðslu

Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri, D-Tech ehf.

Sífellt meiri vélbúnaður og sjálfvirkni við veiðar og vinnslu á matvælum kallar á flókinn tækjabúnað. Sum þessara tækja er afar erfitt að sótthreinsa með fullnægjandi hætti. Aukið öryggi bætir gæði og stuðlar að lengri hillutíma. Ein besta leiðin til þess að stuðla að sjálfbærni í matvælavinnslu er að minnka það gríðarlega magn sem er framleitt en kemst ekki á disk neytenda sökum þess að varan skemmist við veiðar, vinnslu eða á leið á markað.

16:05

Orkuskipti í íslenskum höfnum, staða rafmagnslandtenginga og fyrirhuguð uppbygging

Kjartan Jónsson, rafiðnfræðingur, Verkís

Farið verður yfir verkefni sem Verkís hf vann fyrir atvinnu og nýsköpunarráðuneytið þar sem leitað var upplýsingar hjá hafnaryfirvöldum á Íslandi hvernig landtengingu skipa hafi verið háttað á Íslandi. Spurt var um núverandi stöðu og hvaða uppbygging er fyrirhuguð á næstunni og tekinn sama listi yfir fyrirhugaðar uppbyggingar. Farið verður yfir stærðir tenginga, orkugeta hafnasvæðis og áhugaverðar uppbyggingar þar sem stærri landtengingar eru fyrirhugaðar.

16:15

Hámörkun á virði hráefnis með HPP Protein Plant

Pétur Jakob Pétursson, sölu-og markaðstjóri HPP

16:25

xxxx

Óráðstafað

Staðan, nýjungar og framtíðarhorfur í fiskvinnslu

Silfurberg AFimmtudagur15:15-17:00

Tækniþróun hefur verið hröð undanfarin ár og haft áhrif á mismunandi aðila sem koma að fiskvinnslu. Áframhaldandi tækniþróun mun móta framtíð fiskvinnslu, bæði á sjó og landi. En hvernig er staðan núna, og hvert stefnum við? Nýjar lausnir hafa verið teknar í notkun með góðum árangri og nú er tími til að huga að næstu skrefum. Í þessari málstofu munu ýmsir aðilar úr fiskvinnslu varpa ljósi á stöðu mála, áskoranir, framtíðarsýn og þarfir í kringum tækja og hugbúnaðalausnir. Fjallað verður um hvernig aukin áhersla á sveigjanleika í vinnslu, sjálfbærni, trygging vinnuafls og aðrir þættir hafa áhrif á hvers konar lausnir fiskvinnslur, af mismunandi stærðum, kalla eftir. Einnig verður fjallað um hvernig hægt sé að nýta reynslu og þekkingu úr eldisiðnaði í bolfiskvinnslu.
Gunnhildur Ómarsdóttir

Gunnhildur Ómarsdóttir

Vörustjóri, Marel

Umsjónarmaður

Aðalheiður María Vigfúsdóttir

Aðalheiður María Vigfúsdóttir

Deildarstjóri gæða- og umbóta hjá Völku

Málstofustjóri

15:15

Endurnýjun bolfiskvinnslu Brims – Staðan í dag og horft til framtíðar

Gísli Kristjánsson, framleiðslustjóri, Brim

Sumarið 2020 réðst Brim í mikla endurnýjun á vinnslubúnaði og húsnæði bolfiskvinnslu félagsins í Reykjavík. Í þessu erindi verður farið yfir helstu breytingar á vinnslunni og hvaða tækifæri eru til frekari framþróunar á næstu árum.

15:30

Hátæknivinnsla Samherja á Dalvík – Reynslan og næstu skref til framtíðar

Jón Sæmundsson, vinnslustjóri, Samherji

Samherji byggði nýtt 9000 fermetra hátæknifiskvinnsluhús á Dalvík sem leysir eldri vinnslu Samherja á Dalvík af hólmi sem hafði staðið fyrir sínu síðustu áratugi.
Aðallega var notast við íslensk fyrirtæki í búnaði og hugviti.
Með aukinni tækni er hægt að bjóða upp á mun fjölbreyttari og sérhæfðari afurð en áður var hægt og þannig þjónustað viðskiptavini betur.
Hvað hefur virkað vel og hvar getum við bætt okkur enn frekar?

15:45

Frá hafbotni í öskjukassann -Tækifæri og áskoranir í vinnslu út á sjó

Sölvi Lárusson, Sólberg

Í þessu erindi verður farið yfir það helsta í kringum fiskvinnslu á sjó. Rætt verður um þróun mála undanfarin ár og varpað verður ljósi á þær áskoranir sem eru til staðar. Fjallað verður um hvernig breytt hegðunarmynstur viðskiptavina hefur haft áhrif á rekstarumhverfi sjóvinnslu. En hvernig lítur framtíðin út? Farið verður yfir framtíðarsýn og rætt um hvar ætli megi að verði breytingar á næstu árum þegar kemur að sjóvinnslu.

16:00

What can the whitefish industry potentially learn from the salmon industry?

Bertil Buysse, Managing Director Mowi consumer products UK

This lecture will start with a short introduction on Mowi and discussion about how Mowi is creating customer value. The focus will then be on providing insights into actual challenges and the future opportunities in the salmon industry to make the value chain more efficient through automation and digitalization. The similarities and differences between the whitefish and salmon industry will then be discussed. Bertil will then give his vision on how the salmon industry has learned from the whitefish industry and how the whitefish industry could learn from the salmon industry.

16:25

Umræður

Þátttakenur í panel

  • Andri Fannar Gíslason, Vélfag
  • Bergur Guðmundsson, Marel
  • Jón Birgir Gunnarsson, Valka

Þorskur og þjóðarbúið

Silfurberg A Föstudagur09:00-10:40

Í efnahagslegu tilliti er þorskur langmikilvægasta fisktegundin við Ísland. Þorskafurðir hafa staðið undir 30-40% af heildarútflutningstekjum sjávarafurða frá Íslandi á undanförnum árum og skilað þjóðarbúinu mikilvægum tekjum. Þorskur hefur verið mikilvægur lífi í landinu á sögulegum tíma, bæði sem útflutningsvara og til manneldis. Breytingar á þessari auðlind hafa verið bæði af mannavöldum og náttúrlegar. Í þessari málstofu verður farið yfir nýjustu rannsóknir á gildi þorsks og þorskveiða í sögulegu samhengi og stöðu mála í dag. Farið verður yfir nýjar rannsóknir á stjórnun þorskveiða, áhrif umhverfisbreytinga á far og ferðir þorskungviðis og gildi vistkerfis- og félagshagrænna þátta við nýtingu auðlindarinnar.
Bjarki Þór Elvarsson

Bjarki Þór Elvarsson

tölfræðingur, Hafrannsóknastofnun

Umsjónarmaður

Daði Már Kristófersson

Daði Már Kristófersson

Prófessor við Háskóla Íslands

Málstofustjóri

09:00

Mikilvægi þorsks og þorskveiða fyrir hagkerfið

Sveinn Agnarsson, Prófessor í hagfræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Þorskur er langmikilvægasta fisktegund sem Íslendingar veiða, en árið 2020 samsvaraði verðmæti þorskaflans um 57% af heildaraflaverðmæti landsmanna. Í þessu erindi er fjallað um hvernig verðmæti afla og útfluttra þorskafurða hefur þróast undanfarna áratugi, og þær breytingar sem átt hafa sér stað á því hvar aflanum er landað og hann unninn. Rætt er um mikilvægi samspils hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja og tækni- og þróunarfyrirtækja og helstu markaði.

09:15

Hlutverk sjávarafurða í efnahag Íslendinga: áhrif breytinga í sjávarútvegi á samfélag Íslendinga fyrir 1900

Ragnar Edvardsson, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum

Frá upphafi búsetu á Íslandi hafa sjávarafurðir skipt megin máli í afkomu þjóðarinnar. Á 13. öld varð þorskur ein aðal útflutningsvara Íslendinga og hefur það haldist nær óbreytt fram á daginn í dag. Í gegnum tíðina hafa ýmsar breytingar bæði náttúrulegar og mannlegar haft áhrif á sjávarútveg Íslendinga, sem ýttu undir samfélagsbreytingar bæði til góðs og ills.

09:30

United under One Cod: a research program on the complexities of cod fishing and their utility for fisheries management

Pamela Woods, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun

Here, a study funded by the Icelandic Research Fund is introduced that links spatial patterns of fishing with biological attributes of Icelandic cod and changes in fishing fleets over time. A spatial choice model will be fit using economic, survey, logbook, and commercial data. Results will be used to analyse feedbacks between market influences and population processes, a highly innovative task for the refinement of fisheries management.

09:45

Álagsþættir á uppeldisstöðvar þorskfiskseiða: rannsóknir með hljóðmerkjum

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður, Háskóli Íslands, Rannsóknasetur Vestfjarða

Sífellt er hægt að merkja smærri fiska með ígræddum hljóðmerkjum. Þessi merki gefa miklar upplýsingar um hvern merktan fisk, t.d. varðandi virkni, afrán og áhrif umhverfisþátta á ferðir. Merkin hafa þann kost að ekki þarf að veiða fiskinn aftur en hinsvegar er einungis hægt að fylgjast með merktum fiski innan ákveðins svæðis. Notkun hljóðmerkja hentar því vel til rannsókna á seiðastöðvum og verður hér fjallað um rannsóknir setursins á því sviði.

10:00

Fiskveiðar til framtíðar: Samspil vistkerfis og félagshagrænna þátta við nýtingu sjávarauðlinda

Jóhannes Guðbrandsson, nýdoktor, Landbúnaðaháskóli Íslands

Samspil umhverfis við lífverur í hafi og áhrif tegunda á hvora aðra geta verið flókin þegar horft er til alls vistkerfisins. Hermunarlíkanið Atlantis hefur verið notað til að lýsa vistkerfinu í hafinu kringum Ísland, allt frá frumframleiðendum til fiskiveiðiflotans. Í verkefninu Fiskveiðar til framtíðar er m.a. ætlunin að bæta félagslegum og hagrænum þáttum við Atlantis-líkanið til kanna áhrif mismunandi fiskveiðistjórnunnar og loftlagsbreytinga á vist- og hagkerfið.

10:15

Umræður

Vísindaleg samvinna sjávarútvegsins, sjómanna og Hafrannsóknastofnunar

Kaldalón Föstudagur09:00-10:40

Sjávarútvegsfyrirtæki, sjómenn og Hafrannsóknastofnun hafa unnið saman að rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Dæmi um langvinna samvinnu eru endurheimtur á merktum fiski sem veita upplýsingar um far og útbreiðslu fiskistofna. Merkingar hófust við Ísland sumarið 1903 þegar skarkoli var merktur á Skjálfanda og ári síðar var þorskur merktur í Loðmundarfirði en það var til að kanna hvort þorskur á bilinu 40-60 cm héldi sig fyrir austan land árið um kring. Árið 1948 hófust merkingar á síld en þær merkingar sönnuðu að norsk-íslensk vorgotssíld fer frá Noregi til Íslands yfir sumarmánuðina. Síðan hafa orðið miklar tækniframfarir á fiskamerkjum og fjöldi tegunda eru merktar í dag. Fiskifræðingar geta aðeins unnið úr merkingargögnum ef fiskar endurheimtast, og skil á merkjum eru því forsenda þessara rannsókna. Sjómenn og starfsfólk í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa verið öflugir liðsmenn í merkingarverkefnum og er þátttaka þeirra ómetanleg. Annað dæmi um áratugalanga samvinnu er söfnun aflasýna um borð í uppsjávarskipum sem eru mikilvæg fyrir stofnmat á uppsjávarfiskum. Á heimsvísu hefur þátttaka sjávarútvegsfyrirtæki og sjómanna í rannsóknum á lífríki hafsins aukist mikið undanfarin ár. Nýlega stofnaði Alþjóðahafrannsóknaráðið vinnuhóp þar sem sjávarútvegsfyrirtæki og vísindamenn vinna saman að þróun gagnasöfnunar um borð í fiskiskipum og í fiskiverksmiðjum fyrir rannsóknir á fiskistofnum og á lífríki hafsins.
Anna Heiða Ólafsdóttir

Anna Heiða Ólafsdóttir

fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun

Umsjónarmaður

Anna Heiða Ólafsdóttir

Anna Heiða Ólafsdóttir

Hafrannsóknastofnun

Málstofustjóri

09:00

Merkingar og endurheimtur á fiskum við Ísland

Ingibjörg G. Jónsdóttir, sjávarvistfræðingur á Hafrannsóknastofnun

Lífsferill margra fisktegunda einkennist af árstíðabundnu fari milli svæða (göngum) þegar einstaklingar eða hópar færa sig reglubundið frá einu svæði yfir á annað. Hér við land hafa merkingar verið notaðar til að rannsaka far fiska í meira en öld. Fyrsti fiskurinn sem var merktur við Ísland var skarkoli, en hann var merktur á Skjálfanda sumarið 1903. Ári síðar var þorskur merktur í Loðmundarfirði en það var til að kanna hvort þorskur á bilinu 40-60 cm héldi sig fyrir austan land árið um kring. Fleiri tegundir fylgdu í kjölfarið og á þeim rúmlega 100 árum sem merkingar hafa verið stundaðar við Ísland hefur fjöldi fisktegunda verið merktar, s.s. síld, makríll, grálúða, ýsa, hrognkelsi og hlýri. Það finnast nokkrar gerðir fiskmerkja en miklar tækniframfarir hafa verið á merkjum í gegnum tíðina. Einföldustu merkin gefa upplýsingar um hvar fiskur er staðsettur við merkingu og hvar hann endurheimtist. Ef nógu margir fiskar endurheimtast má sjá mynstur í göngum þeirra. Rafeindamerki gefa frekari upplýsingar frá hverjum einstakling, meðal annars dýpis- og hitastigsferla, hjartslátt og halla fisksins. Ekki er hægt að stunda merkingarannsóknir nema með aðkomu sjómanna og fiskvinnslufyrirtækja því endurheimtur eru forsenda þessara rannsókna. Í erindinu verður farið yfir hvernig merki eru notuð til merkinga á fiskum og niðurstöður úr merkingum nokkurra fisktegunda við Ísland.

09:25

Veiðiskip notuð sem rannsóknaskip við loðnurannsóknir

Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun

Erindi um samstarf útvegs og stofnunar undanfarin ár, útvegur veitir upplýsingagjöf um dreifingu og kynþroska loðnu (sem nýtist við skipulagningu), samtal og skoðanaskipti, yfir í mælingarnar sjálfar, og rannsóknir í kjölfar hrygningar. Mælingarnar voru greiddar af Hafró að hluta til síðasta vetur (útgerðin borgaði desember mælinguna), en síðustu ár hafa útgerðir greitt þetta sem samstarfsverkefni.

09.40

Mikilvægi aflasýna frá sjávarútveginum fyrir stofnmat á uppsjávarfiskum

Lísa Libungan, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun

Á ári hverju fær Hafrannsóknastofnun sent fjöldann allan af aflasýnum frá sjávarútveginum svo að hægt sé að vinna stofnmat uppsjávarfiska. Hvernig er unnið úr þessum aflasýnum, hvað hafa þau verið notuð í, og hvað hefur komið úr þeirri vinnu? Þessu verður svarað og meira til í erindinu, með áherslu á íslensku sumargotssíldina og norsk-íslensku vorgotssíldina.

09:50

Vísindasamvinna milli sjávarútvegs og vísindaheimsins í Evrópu

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun

Á ráðstefnu Sjávarútvegsráðstefnunnar 2019 var málstofa um möguleika sjávarútvegs til virkrar þátttöku í rannsóknum á lífríki sjávar. Síðan þá hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið í samvinnu við ýmis samtök sjávarútvegsfyrirtækja unnið af stefnumörkun um hvernig útvegurinn getur verið virkur þátttakandi í vinnu ráðsins. Sagt verður frá þróun þessara mála undanfarin ár og velt upp hugmyndum um hvernig íslenskur sjávarútvegur getur tekið virkan þátt í þessari þróun.

10:00

Umræður

Þátttakendur í panel

  • Gísla Gíslason, MSC
  • Arthur Bogason frá Landsambandi smábátaeigenda

Hvað skiptir máli í sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum?

Silfurberg AFöstudagur11:10 – 12:50

Mikið hefur verið rætt um markaðsmál og sameiginlega markaðssetningu á sjávarafurðum hin síðari ár. Hér á árum áður báru stór sölusamtök svo sem SÍF, SH og Íslenskar sjávarafurðir uppi sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum og ber flestum í greininni saman um að það sé meginástæða fyrir því góða orðspori sem íslenskar sjávarafurðir hafa á sér. Hin síðari ár hefur þetta verið ómarkvissara og fyrirtækin unnið meira hvert í sínu horni í sölu og markaðssetningu og einungis á þeim afurðum sem hvert og eitt þeirra veiða og vinna. Hugmyndin er að fara aðeins í gegnum söguna og snerta á því sem hefur reynst vel og staðið og annað sem ekki hefur reynst jafnvel. Taka stöðuna á þessum málum í dag og sjá hvar við stöndum í samanburði við kröfur markaða og samkeppnina. Tilgangurinn er að sjá út og undirstrika þær aðgerðir eða atrið sem mestu skipta þegar kemur að sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá Íslandi auk þess að velta því upp hvort við þurfum ekki heilsteyptari stefnu þegar kemur að sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum heldur en nú er?
Karl Hjálmarsson

Karl Hjálmarsson

Forstöðumaður markaðs- og samskipta, Iceland Seafood International

Umsjónarmaður

Ingunn Agnes Kro

Ingunn Agnes Kro

framkvæmdastjóri Jarðvarma, eignarhaldsfélags

Málstofustjóri

11:10

Árangur, endalok og arfleifð sölusamtaka í sjávarútvegi

Kristján Hjaltason, markaðs- og sölustjóri, Norebo Europe

Lýsing á upphafi sölusamtaka í sjávarútvegi á fyrri hluta 20. aldar, starfsemi þeirra og hlutverki fyrir framleiðendur. Fjallað verður um styrk þeirra í sölu og markaðssetningu. Hvað olli því að þau liðu undir lok og hvað tók við. Hvað skilja sölusamtökin eftir og vantar eitthvað í dag sem þau sinntu á síðustu öld.

11:30

Seafood from Iceland – hvað þarf til að ná árangri?

Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs, Íslandsstofa

Íslandsstofa hefur frá árinu 2010 unnið þétt með sjávarútveginum í markaðsmálum. Um er ræða verkefnin Iceland Responsible Fisheries, Bacalao de Islandia og núna síðast Seafood from Iceland. Í erindi sínu mun Björgvin segja frá sameiginlegri markaðssetningu undir merkjum Seafood from Iceland og hvað þurfi til að árangur náist.

11:50

Fiskur til erlendra stórmarkaða

Árni Geir Pálsson fyrrverandi forstjóri Icelandic Group

Farið er yfir virðiskeðjuna frá veiðum og vinnslu og allt til þess að varan er seld í stórmörkuðum erlendis. Um hverslags þjónustu og vöruframboð gera stórmarkaðir kröfur til birgja.

12:10

Umræður

Þátttakendur í panel:

  • Guðbrandur Sigurðsson
  • Sara Lind Þrúðardóttir, AUKA United ehf.

 

 

 

Haftengd nýsköpun – horft til framtíðar

Silfurberg B Föstudagur11:10-12:50

Enn eru mikil tækifæri til hvers kyns nýsköpunar í sjávarútvegi. Sjálfvirknivæðing og almennt bætt meðhöndlun aflans hefur gert það að verkum að hærra hlutfall er unnið í hágæða afurðir og því meiri framlegð út úr hverju veiddu kíló af fiski. Tækifæri í líftæknivinnslu, auknar kröfur neytenda um sjálfbærni og vistvænni matvælaframleiðslu sem og breytingar í framboði á próteinum eru allt þættir sem munu hafa áhrif á sjávarútveg í framtíðinni. Í málstofunni mun verða rætt um framtíðarþróun í framleiðslu próteina í heiminum, verðmætasköpun í sjávarútvegi með líftækni, hvernig stjórnendur í sjávarútvegi meta tækifærin til enn frekari verðmætasköpunar og hvaða tækifæri sjávarútvegnum standa til boða í tengslum við umbúðir og lífplast
Hólmfríður Sveinsdóttir

Hólmfríður Sveinsdóttir

Mergur ráðgjöf ehf.

Umsjónarmaður

Evgenía Kristín Mikaelsdóttir

Evgenía Kristín Mikaelsdóttir

Þekkingarsetur Vestmanneyja

Málstofustjóri

11:10

Krísa og tækifæri í framleiðslu á kjöti, fiski og öðrum próteinafurðum – ólgusjór framundan?

Júlíus B. Kristinsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar, ORF Líftækni hf.

Framleiðsla á kjöti er ekki lengur sjálfbær að mati FAO og Alþjóðabankans. Fiskistofnar heimsins eru fullnýttir og hluti fiskeldis á sama báti og kjötframleiðslan. Ör þróun á tækni til framleiðslu á stofnfrumuræktuðu kjöti og fiski, kjöt-og fisklíki úr plöntupróteinum og próteinum úr örverum. Einnig þróun á framleiðslu próteinríkra matvæla í þörungarækt og skelrækt. Gæti valdið miklum breytingum (ólgusjó) á mörkuðum fyrir sjávarafurðir á næstu árum. Eru sjávarútvegsfyrirtækin að fylgjast með?

11:25

Mikilvægi líftækni fyrir lífhagkerfið

Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Verkefnisstjóri Matís

Umfang líftækninnar hefur víkkað í takt við vaxandi áherslu á verðmætasköpun og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Nýsköpun með líftækni getur falið í sér beina notkun örvera til framleiðslu matvæla eða fóðurs, lífefnavinnslu úr vannýttum lífmassa eða hliðarstraumum, genaleit með DNA raðgreiningu og framleiðslu afurða með efnaskiptaverkfræði. Tækifærin sem felast í líftækni eru ekki bundin við ákveðnar afurðir eða efnivið og með hröðum tækniframförum er unnt að nýta aðferðir líftækninnar til nýsköpunar í mörgum geirum lífhagkerfisins.

11:40

Tækifæri til frekari nýsköpunar og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi

Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskóla Íslands

Umfangsmiklar tækniframfarir hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi og ýmsir liðir virðiskeðjunnar tekið stakkaskiptum, leitt af sér betri nýtingu sjávarafla og aukið gæði afurða. Stjórnendur leggja mikið upp úr samstarfi við frumkvöðla í greininni sem hefur leitt af sér að hér á landi eru framsækin tæknifyrirtæki í hvítfisksiðnaði á heimsvísu. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvar frekari tækifæri til nýsköpunar liggja í virðiskeðju í sjávarútvegi að mati stjórnenda í greininni og hvar svigrúm sé til aukinnar verðmætasköpunar. Niðurstöður benda til þess að víða eru tækifæri til nýsköpunar, aukinnar verðmætasköpunar og kostnaðarlækkunar í virðiskeðjunni, auk tækifæra til þess að gera greinina umhverfisvænni.

11:55

Hemp-derived polyhydroxyalkanoate bioplastics: a sustainable and biodegradable alternative

Sean Scully, stofnandi Hemp Pack

Hemp Pack is an Icelandic biotech startup dedicated to producing biodegradable polyhydroxyalkanoate (PHA) bioplastics as an alternative to traditional petroleum-derived materials. Despite the demands to replace plastic packaging materials that persist in the marine environment with sustainable alternatives, the demands of food-contact materials dictates that they have resistance to water contact, be biocompatible, tear, break, and puncture resistant, print receptivity, seal-ability, flexibility, impermeability to gases, and have a high tensile strength. PHAs, such as polyhydroxybutyrate, have properties similar to polypropylene and other commonly used thermoplastics. Our approach uses cold-active microorganisms to produce PHA plastics from hemp and other renewable biomass while taking advantage of the inherent strength of hemp fibers by creating a PHA/hemp fiber composite. Hemp Pack´s aim is to create eco-friendly bio-based and fully biodegradable PHA plastics that can outperform available bioplastics while offering an environmentally friendly, carbon-neutral alternative to replace petroleum-based plastics across industries including the fishing industry.

12:10

Þaratengdar nýsköpunarleiðir í þróun á pakkningum fyrir sjávarútveginn

Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea

Þegar líftækni og nýsköpun vinna saman að hringrásarhagkerfi er hægt að ná fram áþreifanlegum áhrifum á sjálfbærni. Áskoranirnar sem tengjast því að byggja upp sjálfbært viðskiptamódel við nýtingu náttúruauðlinda. Sundrun (e. disruption) virðiskeðjunnar. Fullnýting og þaratengd líftækniþróun framtíðarinnar.

12:25

Umræður

Öryggismál sjómanna og fiskvinnslufólks

KaldalónFöstudagur11:10-12:50

Öryggismálum sjómanna og fiskverkafólks hefur verið gefinn aukinn gaumur undanfarin ár. Hvers vegna fækkar banaslysum og alvarlegum slysum til sjós og lands? Hvað höfum við gert vel, hvar og hvernig getum við bætt okkur. Hvert er hlutverk Slysavarnarskóla sjómanna, Siglingaráðs og Rannsóknarnefndar samgönguslysa? Öryggishandbækur um borð í fiskiskipum og í fiskvinnslunni. Hvert er þeirra hlutverk í bættri öryggismenningu á vinnustöðum í landi og til sjós?
Valmundur Valmundsson

Valmundur Valmundsson

formaður Sjómannasamband Íslands

Umsjónarmaður

Halldór Oddsson

Halldór Oddsson

Lögfræðingur hjá ASÍ

Málstofustjóri

11:10

Hvar erum við og hvert förum við

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskól sjómanna

Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður af Slysavarnafélaginu 1985 í kjölfar niðurstöðu þingmannanefndar um aðgerðir til að fækka slysum á sjó. Fyrst um sinn var fræðslan valkvæð en síðar skylduð með lögum. Árangur fræðslunnar hefur sannarlega skilað sér í auknu öryggi sjófarenda en í engu má slaka í þeim efnum. Áhugavert er einnig að horfa fram á við og sjó hvert við stefnum í öryggismálum sjómanna.

11:30

Öryggismenning á sjó

Jón A. Ingólfsson, rannsóknarstjóri – sjóslysasvið, Rannsóknarnefnd

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur það hlutverk að fækka slysum og auka öryggi á sjó, flugi og í umferð. Frá árinu 2001 til ársins 2013 voru stofnanir þessa málaflokka í sitt hvoru lagi en hafa nú verið sameinaðar í eina stofnun. Fyrir árið 2001 voru áherslur um rannsóknir sjóslysa allt aðrar og af þeim sökum voru t.d. tölulegar upplýsingar og lærdómur ekki nægjanlega markviss. Eftir árið 2001 hafa rannsóknir á sjóatvikum eingöngu miðað að því að leiða í ljós orsakir slysa og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig en ekki að skipta sök eða ábyrgð aðila. Til að taka þátt í að skapa öryggismenningu á sjó þurfti RNSA að staðsetja sig í þeim hring sem telur nauðsynleg atriði til að menning verði til og geta þróast. Þessi mikilvægu atriði eru m.a. þekking, menntun, reynsla og rétt hugarfar hjá öllum aðilum sjávarútvegi. Erindi mitt kemur til með að fara aðeins í gegnum þennan tíma og hvernig til hefur tekist.

11:50

Fagráð um siglingar: Samstarf um stefnu og aðgerðir

Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Í erindinu verður fjallað um sögu, markmið og verkefni fagráðs um siglingar sem varð til við sameiningu Verkefnisstjórnar um öryggi sjófarenda og Siglingaráðs. Í ráðinu sitja fulltrúar fjölmargra hagaðila sem eru bæði ráðherra til ráðgjafar sem og vettvangur faglegs samstarf um þau mál sem inn á borð ráðsins berast.

12:10

Öryggishandbækur fyrir sjávarútveg

J. Snæfríður Einarsdóttir, HSE Consulting og Björn Halldórsson, öryggisstjóri, Þorbjörn

Öryggishandbók fyrir fiskvinnslur var gefin út 2018 og Öryggishandbók fyrir fiskiskip 2019. Öryggishandbók fyrir fiskvinnslur er nú þegar komin í notkun innan stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og hefur gefið góða raun. Öryggishandbók fyrir fiskiskip kemur í stað Þjónustu- og þjálfunarhandbóka sem áður var gerð krafa um að væru um borð í íslenskum fiskiskipum.

12;30

Umræður

Menntun í sjávarútvegi

Silfurberg AFöstudagur13:20-15:00

Menntun er grunnforsenda framgangs og framþróunar í sjávarútvegi, hvort sem litið er til verkgreina, grunnrannsókna, tækniþróunar eða stjórnunarstöðu. Á Íslandi hefur nám í sjávarútvegi verið lengi í boði s.s. í sjómannaskólanum, iðngreinum, sjávarútvegstengdu námi á framhalds- og háskólastigi. Námi þessu hefur þó verið misvel sinnt, m.a. vegna skort á fjármögnun. Fjalla verður um hver er þörfin í menntun í hátæknivinnslum og einnig stoðgreinum sem tengjast haftengda nýsköpun. Í þessari málstofu verður gefið yfirlit yfir námsþörf fyrirtækja sem sinna matvælavinnsla sjávarútvegsins á Íslandi og hugmyndir settar fram um framtíðarsýn í samræmi við þarfir atvinnugreinarinnar og stefnu stjórnvalda.
Ásdís Vilborg Pálsdóttir

Ásdís Vilborg Pálsdóttir

Fisktækniskólinn

Umsjónarmaður

Kristjana Magnúsdóttir

Kristjana Magnúsdóttir

verkefnastjóri mannauðsmála, Brim

Málstofustjóri

13:20

Ávarp

xxxx

13:30

Menntun í hátækni-bolfiskvinnslu,

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir, gæðastjóri, Samherji

Erindið fjallar um menntun í hátækni í bolfiskvinnslu. Mikil framþróun hefur átt sér stað undanfarin ár í framleiðslunni og störfin breyst samhliða því. Farið verður yfir hvernig störfin hafa þróast frá því að vera einhæf álagsstörf í tækni og eftirlitsstörf.

13:40

Er menntun framtíðin í uppsjávarvinnslum? Hver er þörfin?

Fanney Björk Friðriksdóttir, gæðastjóri, Brim

Erindið fjallar um nútímavæðingu fiskvinnslu, mikilvægi þess að undirbúa fólk fyrir fjölbreytt og verðmæt störf í sjávarútvegi ásamt hugsanlegum framtíðar kröfum um menntun í hátæknivinnslu.

13:50

Framtíðar kröfur um menntun í hátæknivinnslu

Halldór Þorkelson, vörustjóri, Marel

Erindið fjallar um nútímavæðingu fiskvinnslu, mikilvægi þess að undirbúa fólk fyrir fjölbreytt og verðmæt störf í sjávarútvegi ásamt hugsanlegum framtíðar kröfum um menntun í hátæknivinnslu.

14:00

Haftengd nýsköpun

Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri, Fisherman

Erindið fjallar um breytingar sem eiga sér stað í sölu á fiski sem vörumerki sem verður partur af lífstíl neytenda í stað sölu á hráefni til frekari vinnslu erlendis. Hvar er verið að mennta starfsfólkið sem ætlar að selja íslenskar neytendavörur með hátt vörumerkjavirði.

14:10

Menntun í sjávarútvegi – nú og til framtíðar

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur frá Matís og prófessor við Háskóla Íslands

Hver er staðan í menntun sjávarútvegi og hvernig hefur hún þróast og hver er hvatinn. Hver er þörfin og hvernig eiga fyrirtækin að koma þessari þróun.

14:25

Umræður

Aukamenn í panel:

  • Björg Pétursdóttir, Menntamálaráðuneytið

Bein og óbein áhrif loftslagsbreytinga á íslenskan sjávarútveg

Silfurberg B Föstudagur13:20-15:00

Loftslagsbreytingar koma til með að hafa mikil áhrif á sjávarútveg á heimsvísu og er íslenskur sjávarútvegur þar ekki undanskilinn. Á meðan að langflest Evrópuríki hafa sett fram aðlögunaráætlanir vegna loftslagsbreytinga er þessi vinna skammt á veg komin hér á landi og því lítil sem engin yfirsýn til staðar yfir mögulegt loftslagstengt tjón eða aðlögunarþörf innan íslensks sjávarútvegs næstu ár eða áratugi. Stefna um aðlögun að loftslagsbreytingum var þó gefin út í september sl., sem felur í sér skýr markmið innan sjávarútvegsins. Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg eru ekki bara bundin við lífvænleika og dreifingu nytjastofna eða aðra líffræðilega þætti, heldur bendir ýmislegt til þess að markaðir, efnahagur þjóða og fyrirtækja, sem og samfélagslegir og pólitískir þættir, komi einnig til með að verða fyrir breytingum. Á þessari málstofu verður leitast við að varpa ljósi á möguleg áhrif loftslagsbreytinga á íslenskan sjávarútveg út frá öllum hliðum, hvernig atvinnugreinin mun þurfa að aðlagast breyttu landslagi og hvaða áhættur og tækifæri felast í slíkri vegferð.
Ragnhildur Friðriksdóttir

Ragnhildur Friðriksdóttir

verkefnastjóri hjá Matís

Umsjónarmaður

Hildur Hauksdóttir

Hildur Hauksdóttir

Sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Málstofustjóri

13:20 

Loftslagsbreytingar og sjávarútvegur – Kemur þetta okkur virkilega við?

Ragnhildur Friðriksdóttir, Verkefnastjóri Matís

Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á hafið, lífríki hafsins og sjávarútveg víða um heim. Áhrifin koma til með að vera breytileg í eðli sínu og umfangi, sem ráðast mun af staðsetningu, eðli vistkerfa og þoli tegundanna, svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir benda til þess að áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg komi til með að sjást m.a. í breytingum í framboði sjávarfangs og viðskiptum með sjávarafurðir, sem getur haft mikil óbein áhrif á samskipti ríkja og efnahag, ekki síst þeirra sem reiða sig hvað mest á atvinnugreinina. Önnur áhrif sem nefna má í þessu samhengi er á öryggi sjómanna og innviði. Í þessu erindi mun Ragnhildur hefja leik með því að veita yfirferð yfir helstu mögulegu áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg, á heimsvísu sem og hér við land, sem rædd verða svo frekar í næstu erindum.

13:35

Horfur um ástand umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland næstu áratugi

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar

Í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga“. Gerð verður grein fyrir þeim megin breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarna áratugi og orsakasamhengi þeirra. Þær niðurstöður, ásamt spám um umhverfisbreytingar í hafinu við Ísland, eru svo notaðar til að leggja mat á ástand vistkerfa sjávar næstu áratugi.

13:50

Loftslagsbreytingar, hafið og hagsældin

Sveinn Agnarsson, Prófessor í hagfræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Framvinda mikilvægra þátta vistkerfisins í sjónum við Ísland hefur breyst mikið á undanförnum áratugum. Útbreiðsla og stofnstærð makríls, loðnu og sandsílis er önnur en hún var og breyting hefur einnig orðið á útbreiðslu sumra botnfisktegunda. Breytt aflabrögð gætu haft verulega áhrif á íslenska þjóðarbúið, en ekki síður skiptir máli hvernig þeir fiskistofnar þróast sem samkeppnislönd okkar veiða mest úr.

14:05

Áhrif „ofveiði“ á markaðsmál og vottun afurða

Jóhannes Pálsson, FF Skagen og Scandic Pelagic

Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um „ofveiði“ á uppsjávartegundum svo sem makríl, síld og kolmunna. Viðskiptavinir hafa haft af þessu nokkrar áhyggjur en þó hefur farið lítið fyrir því svo lengi sem stofnarnir hafa haft einhverja vottun. Velt verður upp nokkrum dæmum um flækjustigið. Fjallað verður m.a. um það hvernig kaupendur eru í auknum mæli að setja pressu á vinnslufyrirtækin að aflinn komi frá sjálfbærum veiðum.

14:20

Breytingar á ástandi sjávar og stjórn veiða úr deilistofnum

Jóhann Sigurjónsson, sérlegur ráðgjafi í málefnum hafsins, Utanríkisráðuneytið

Á síðustu tveimur áratugum hefur hlýnandi loftslag haft mikil áhrif á stofnstærðir, göngur og útbreiðslu margra lykil fiskstofna á NA Atlantshafi og víðar. Þetta hefur haft í för með sér sérstaka áskorun ríkja sem fara með stjórn veiða úr verðmætum deilistofnum, einkum stórum uppsjávarstofnum eins og makríl, síld, kolmunna og loðnu, þar sem fyrri viðmið og aðferðir um skiptingu aflaheimilda og markmið um sjálfbærni veiða hafa ekki skilað nægilegum árangri. Þessi staða á norðanverðu Atlantshafi verður sérstaklega reifuð og rædd, m.a. aðferðir við uppskiptingu veiðiheimilda of stöðu stofna. Miðað við spár um áframhaldandi hlýnun sjávar er líklegt að þessi stjórnunarvandi muni verða viðvarandi ef ekki koma til ný viðhorf og vinnubrögð. Það getur bæði haft áhrif á árangur í fiskvernd en ekki síður á hag ríkja sem eru háð fiskveiðum.

14:35

Understanding and adapting to a changing climate for UK seafood

Dr Angus Garrett, Head of Horizon Scanning and Long Term Issues, Seafish, UK

This presentation will focus on recent experiences from the UK in understanding and adapting to a changing climate for UK seafood.  This will cover key climate drivers, their potential impact on different parts of the seafood chain, and exploring adaptation actions.

 

14:45

Umræður

Nýting dýrasvifs og miðsjávartegunda

KaldalónFöstudagur13:20-15:00

Í málstofunni verður fjallað um mögulega nýtingu dýrasvifs og miðsjávartegunda. Stöðug fjölgun jarðarbúa og aukin eftirspurn sjávarafurða hefur valdið auknum þrýstingi á nýtingu fiskstofna. Vegna þess er í auknum mæli leitað af öðrum tegundum úr hafinu sem hægt er að nýta með sjálfbærum hætti til framleiðslu á sjávarafurðum. Farið verður yfir mikilvægi dýrasvifs í fæðuvef hér við land, tilraunaveiðar síðustu ára á bæði dýrasvifi og miðsjávartegundum og hvaða framtíðartækifæri eru til staðar við veiðar, vinnslu og markaðssetningu á þessu sviði.  

Páll Guðmundsson

Páll Guðmundsson

Fyrrverandi framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Huginn

Umsjónarmaður

Hildur Pétursdóttir

Hildur Pétursdóttir

Sjávarvistfræðingur, Hafrannsóknastofnun

Málstofustjóri

13:20

Dýrasvif við Ísland – nýtanleg aulind?

Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur, Hafrannsóknastofnun

Í erindinu verður gefið stutt yfirlit yfir útbreiðslu, magn og líffræði þeirra átutegunda sem líklegt er að veiðar beinist að og hlutverki þeirra í vistkerfi hafsins. Enn fremur verður sagt frá veiðitilraunum Hafrannsóknastofnunar og fleiri aðila til að veiða rauð- og ljósátu hér við land. Þá verður gefir stutt yfirlit yfir hvernig hugsanlega mætti nýta aflann.

13:35

Veiðar og vinnsla á rauðátu

Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Þekkingarsetur Vestmanneyja

Fjallað verður hvort veiðar og vinnsla á rauðátu sé eitthvað sem við Íslendingar ættum að fara að skoða nánar. Norðmenn hafa nú stundað veiðar á þessu litla krabbadýri í mörg ár og gáfu þarlend yfirvöld út heimild til veiða á allt að 254 þúsund tonn síðastliðið sumar. Nú er spurningin hvort ekki sé kominn tími til þess að hefja tilraunaveiðar hér við land.

13:50

Gulldepluveiðar Íslendinga 2009-2011

Sigurður Þór Jónsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnun

Með bergmálstækni sést að um öll heimsins höf er að finna að finna áberandi lag eða lög miðsjávar (á u.þ.b. 200-1000 m dýpi). Ein tegundanna í þessum lögum sem auk þess hefur tengingu við landgrunnsbrúnir er gulldepla. Í MEESO verkefninu var farið yfir gulldepluveiðar hér við land árin 2009-2011. Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum greiningar á gulldepluveiðunum. Ennfremur verða ræddar leiðir til að styrkja þekkingu okkar á miðsjávarlögum, sem er mikilvægt sé stefnt að nýtingu miðsjávartegunda.

14:05

Gulldepla miðsjávartegundir – Umhverfi og hvernig náum við árangri?

Páll Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri útgerðarfélagsins Huginn

Gulldepla var fyrst veidd við Ísland að einhverju magni 2008-2009 af Huginn VE 55. Til og með 2011 veiddi Huginn 6126 tonn af gulldeplu síðan þá hefur lítð gerst í því að veiða gulldeplu við Ísland .

Hvernig förum við að því að ná utanum það hvar og hvenær er besti timinn til að veiða hana?

Hvernig er aðkoma ríkisins þegar farið er út í svona verkefni?

14:25

Flottrollsveiðar á miðsjávartegundum, saga og framtíð

Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri veiðarfæra Hampiðjunnar 1970 – 2020

Farið yfir sögu flottrollveiða á gulldeplu og laxsíld á undanförnum árum með yfirliti um þróun veiðarfærisins. Sagt frá tilraunaferðum við leit og veiðar. Sagt frá helstu vandamálum við veiðarnar og hugsanlegar lausnir á þeim með nýrri ljósleiðaratækni Hampiðjunnar

14:40

Umræður

Aðalfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar

Silfurberg BFöstudagur15:00