Ráðstefna 2025

  • 08/07/2025

08/07/2025

9:00 am - 10:45 am Hratt flýgur fiskisagan

MÁLSTOFA: Hratt flýgur fiskisagan

Silfurberg A

Föstudagur 09:00 – 10:45
Málstofustjóri: Birna Einarsdóttir
Umsjónarmaður: Karl Hjálmarsson

Lengi hefur verið talað um þörfina á sameiginlegri markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum. En það sem ekki allir vita er að það hefur verið starfandi verkefnastjórn á vegum SFS í nokkur ár með það að markmiði að markaðssetja íslenskar sjávarafurðir. 

Meginmarkmið málstofunnar er að kynna Seafood from Iceland verkefnið og þær herferðir sem hafa verið keyrðar á þeirra vegum.  Við höfum valið úr þær herferðir sem hafa verið keyrðar oftar en einu sinni og sumar í þó nokkurn tíma.   

Með málstofunni langar okkur að koma því á framfæri  sem hefur verið gert,  hvernig það hefur gengið, hvað er á döfinni og hvernig við getum styrkt verkefnið til framtíðar með aðkomu hagaðaðila og annarra sem láta sig málið varða.

Tue 9:00 am - 10:45 am
Fiskisagan

Opnun málstofu

Birna EinarsdóttirSilfurberg A

Birna Einarsdóttir
Stjórnarformaður Iceland Seafood

Birna kynnir efni málstofunnar og fyrirlesara. Þá mun hún passa uppá tímanotkun allra og halda utan um umræður í lok erinda. 

Birna Einarsdóttir er stjórnarformaður Iceland Seafood. Birna hefur yfir 30 ára reynslu í fjármálageiranum. Hún starfaði sem bankastjóri Íslandsbanka hf. frá 2008-2023 en fyrir það starfaði hún hjá Royal Bank of Scotland. Áður en hún flutti sig yfir í fjármálageirann vann hún í markaðsmálum og var markaðsstjóri hjá Stöð 2. 

Tue 9:00 am - 9:05 am
Fiskisagan

MÁLSTOFA: Tæknileg samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs

Silfurberg B

Föstudagur 09:00 – 10:45
Umsjónarmaður
: Guðmundur Sigþórsson
Málstofustjóri: Sóley Kaldal

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengi verið talinn einn sá fremsti í heiminum, en hvernig stendur hann í alþjóðlegri samkeppni í dag?

Í þessari málstofu verður fjallað um styrkleika og veikleika íslensks sjávarútvegs á alþjóðamarkaði tengt tækniþróun. Sérfræðingar munu ræða hvernig nýting nýjustu tækni, markaðssetning og flutningskostnaður hafa áhrif á samkeppnishæfni. Einnig verður skoðað hvernig íslensk fyrirtæki geta bætt stöðu sína og hvaða áskorunum þau standa frammi fyrir. 

Fyrirlesarar eru sérfræðingar úr sjávarútvegi, markaðssetningu og tækni munu deila þekkingu sinni og reynslu.

Tue 9:00 am - 10:45 am
Samkeppnishæfi Íslands

Opnun málstofu

Sóley KaldalSilfurberg B

Sóley Kaldal
Sérfræðingur hjá Matvælaráðuneytinu

Málstofustjóri leiðir umræðu efni málstofunnar. Þá mun málstofustjóri passa uppá tímanotkun allra og reka áfram með harðri hendi þannig að skilaboð séu hnitmiðuð og hægt að ræða betur í pallborði. 

Sóley Kaldal er samningamaður og sérfræðingur í erlendu samstarfi á skrifstofu Matvælaráðuneytisins. Hún er áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur að mennt og hefur víðtæka þekkingu á sjávarútvegi. Hún er með M.A.S. gráðu í alþjóðasamskiptum frá Yale háskóla og hefur diplómagráður í stefnumótunaraðferðum byggðum á sannreyndum staðreyndum, í hafrétti og stefnumótun og fleira. Hún hefur m.a. unnið að greiningum á öryggi íslenskra hafsvæða og ráðgjöf um kerfislægar útbætur. Áður starfaði Sóley hjá Landhelgisgæslunni þar sem hún leiddi alþjóðasamskipti með áherslu á norðurslóðamál og þjóðaröryggi en auk þess hefur hún veitt þjóðaröryggisráði ráðgjöf og komið að fjölmörgum verkefnum sem snúa að öryggi og hagsmunum Íslands og íslenskra hafsvæða. 

Tue 9:00 am - 9:05 am
Samkeppnishæfi Íslands

9:00 am - 10:45 am Tæknileg samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs

No workshops in this session.

9:00 am - 10:45 am Umhverfisgögn frá sjónarhorni sjávarútvegsins

No workshops in this session.

9:05 am - 9:25 am

Er enginn að gera neitt?

Steinar Þór ÓlafssonSilfurberg A

Steinar Þór Ólafsson
Sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hóf 5 ára samstarf við Íslandsstofu um markaðsverkefnið Seafood from Iceland árið 2019. Nú er sá tími að renna út og verkefnið á tímamótum. Hefur okkur orðið ágengt og er ástæða til að halda áfram? Þeim spurningum verður svarað í þessu erindi. 

Steinar Þór Ólafsson er sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi, en þar hefur hann umsjón með margvíslegum markaðs- og samskiptamálum. Áður hefur Steinar Þór verið markaðsstjóri Skeljungs, markaðsstjóri Play og framkvæmdastjóri steinsmiðjunnar REIN.

Tue 9:05 am - 9:25 am
Fiskisagan

Frá roði til róbóta: Ævintýrið í íslenskri fiskvinnslu

Jónas Gestur JónassonSilfurberg B

Jónas Gestur Jónasson
Endurskoðandi, eigandi og stjórnarformaður Deloitte

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í fremstu röð um árabil og við stært okkur af því að vera “best í heimi” þegar kemur að veiðum, vinnslu og meðferð fiskstofna. En hvernig hefur þetta þróast í tölum?   

Jónas Gestur er endurskoðandi, eigandi og stjórnarformaður Deloitte. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Í gegnum tíðina hefur hann verið endurskoðandi margra sjávarútvegsfélaga sem og fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum. Einnig hann starfað sem ráðgjafi fyrir sjávarútvegsfélög sem og í öðrum atvinnugreinum. Jónas hefur starfað lengur við sjávarútveg, en um árabil var hann fjármálastjóri hjá sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem hann starfaði í fiskvinnslu á yngri árum. 

Tue 9:05 am - 9:20 am
Samkeppnishæfi Íslands

9:20 am - 9:35 am

Óson í matvælaiðnaði - næsta skref að betri gæðum

Valþór HermanssonSilfurberg B

Valþór Hermannsson
Þróunarstjóri KAPP

Í erindi sínu ætlar Valþór að tala um óson og hvað það gerir fyrir okkur í matvælaiðnaði. Hvernig höfum við verið að nota það hérlendis og erlendis, hvernig er þróunin og hvar eru tækifæri til þróunar? 

Valþór Hermannsson er þróunarstjóri hjá KAPP  hann hefur mikla reynslu í vélsmíði og þjónustu við sjávarútveg og matvælaiðnað. Áður en hann gekk til liðs við KAPP stýrði hann hátæknifyrirtækinu RAF í tæplega 20 ár. Valþór hefur unnið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina og má nefna þar á meðal SCADA kerfi, CO2 krapakerfi og um 20 ára reynslu á framleiðslu, notkun og þjónustu á ósonkerfum.

Tue 9:20 am - 9:35 am
Samkeppnishæfi Íslands

9:25 am - 9:45 am

Markaðssetning sjávarafurða til erlendra ​ ferðamanna​

Daði GuðjónssonSilfurberg A

Daði Guðjónsson
Forstöðumaður markaðsmála hjá Íslandsstofu

Íslenskur fiskur er íslensk upplifun – í erindinu verður farið yfir viðhorf erlendra ferðamanna gagnvart íslenskum sjávarafurðum og hvernig markaðssetning getur hjálpað til við að tengja fiskinn betur við ferðaupplifun þeirra, sem og auka hróður vörunnar þegar heim er komið. 

Daði er forstöðumaður markaðsmála hjá Íslandsstofu. Íslandsstofa sinnir mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styður íslensk fyrirtæki á erlenda markaði og greiðir götu erlendra fjárfesta í íslensku atvinnulífi. 

Daði er hagfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með MBA frá Háskóla Reykjavíkur. Daði hefur viðamikla reynslu í markaðsmálum og hefur m.a. verið markaðsstjóri Ferðaskrifstofu Íslands,  starfað hjá Íslandsstofu á árunum 2013-2020 í mismunandi hlutverkum áður en hann tók starfi hjá Krónunni sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Árið 2024 sneri hann svo aftur til Íslandsstofu og er í dag forstöðumaður markaðsmála þar.  

Tue 9:25 am - 9:45 am
Fiskisagan

9:35 am - 9:50 am

Þróun nýrra umbúða

Bragi SmithSilfurberg B

Bragi Smith
Viðskipta- og þróunarstjóri iTUB á Íslandi

Bragi mun fjalla um þróun nýrra og margnota kera sem flytja ferskan lax frá framleiðendum í vinnslur í Evrópu. Lífsferilsgreiningar sýna að margnota umbúðir eru allt að 80% umhverfisvænni í samanburði við einnota umbúðir. Notkun keranna getur sparað umtalsverða fjármuni, bæði í umbúða- og flutningskostnaði. Einnig mun Bragi fara yfir þá rannsóknar- og þróunarvinnu sem þarf til að kynna nýjar og endurvinnanlegar umbúðir fyrir flutning á ferskum laxi. 

Bragi Smith er með MBA gráðu frá University of New Haven í Bandaríkjunum. Hann starfar sem viðskipta- og þróunarstjóri hjá iTUB á Íslandi. Hans helstu verkefni eru að leiða sölu félagsins á Íslandi og vinna að viðskiptastefnu þess. Áður starfaði Bragi sem markaðsstjóri OMAX heildverslun og setti á laggirnar Lín Design sem hann rak til ársins 2017. Hann hefur einnig starfað í bankageiranum, lengst af hjá Kaupþingi sem viðskipta- og eignastjóri. Helstu verkefni Braga síðustu ár hefur verið að innleiða og kynna endurnýtanlegar umbúðir fyrir sjávarútveginn samhliða því að þróa nýjar lausnir fyrir veiðar, vinnslu og flutning á hráefni þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og endurvinnslu. 

Tue 9:35 am - 9:50 am
Samkeppnishæfi Íslands

9:45 am - 10:05 am

Bretlandsmarkaður

Sólveig Arna JóhannesdóttirSilfurberg A

Sólveig Arna Jóhannesdóttir
Markaðs- og sölustjóri sjófrystra afurða hjá Brim

Fjallað verður um sókn Seafood from Iceland inn á breska markaðinn. 

Sólveig Arna er markaðs- og sölustjóri sjófrysta afurða hjá Brim, þar sem hún sér um afurðastjórnun og sölu afurða frystiskipa. Hún situr einnig í verkefnastjórn Seafood from Iceland. 

Sólveig Arna hefur fjölbreytilega menntun og reynslu sem fiskiðnaðarmaður, fisktæknir, hún er með B.Ed af upplýsingatæknisviði og hefur MLM gráðu í forystu og stjórnun.  

Tue 9:45 am - 10:05 am
Fiskisagan

9:50 am - 10:05 am

Tæknivæðing á kæli - og frystikerfum í sjávarútvegi, regluverk og samkeppnisstaða í alþjóðlegu tilliti

Sigurður Jónas BergssonSilfurberg B

Sigurður Jónas Bergsson
Tæknistjóri hjá Kælismiðjunni FROST

Í erindinu verður fjallað um þær breytingar sem átt hafa sér stað á kæli- og frystikerfum í sjávarútvegi ásamt því að fara yfir þær áskoranir sem síbreytilegar umhverfiskröfur hafa í för með sér, sem og auknar öryggis og gæðakröfur sem gerðar eru til þessara kerfa. Þá mun Sigurður leitast við að skýra hvar við stöndum í samanburði við okkar samkeppnislönd er varðar tæknivæðingu á kæli- og frystikerfum í sjávarútvegi. 

Sigurður Jónas Bergsson er með B.Sc. í véla- og orkutæknifræði og starfar sem tæknistjóri hjá Kælismiðjunni FROST. Starfssvið hans er hönnun og verkefna stjórnun á kæli- og frystibúnaði í sjávarútvegi, hönnun varmadælukerfa til upphitunar og nýtingu glatvarma í iðnaði auk þess sem hann er með sérverkefni á sviði þurrkunar s.s. sjávarafurða og lyfjaiðnaðar. Hann hefur verið virkur í þróun nýrrar kælitækni, þar á meðal segul- og hljóðbylgjufrystingu, sem bætir gæði og ferskleika sjávarafurða. Sigurður hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum rannsóknum og verkefnum sem miða að því að bæta frystiferli og auka orkunýtingu.

Tue 9:50 am - 10:05 am
Samkeppnishæfi Íslands

10:05 am - 10:25 am

Bacalao de Islandia og CECBI – Þorskur frá íslandi í Suður Evrópu

Kristinn BjörnssonSilfurberg A

Kristinn Björnsson
Viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu

Undanfarin 10 ár hafa freimleiðendur og Íslandsstofa byggt upp öflugt kynningarverkefni fyrir íslenskan fisk í matreiðsluskólum í Suður Evrópu. Við segjum frá stöðunni eins og hún er í dag og hvaða möguleikar eru í framtíðinni. 

Kristinn Björnsson  er viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu. Hann hefur haft umsjón með Bacalao de Islandia sem er hluti af Seafood from Iceland verkefninu. Áður hefur Kristinn starfað við uppskipun og verið leiðsögumaður í hvalaskoðun.  

Tue 10:05 am - 10:25 am
Fiskisagan

Þróun og samkeppni á vinnslulausnum um borð í fiskiskipum

Ásþór SigurgeirssonSilfurberg B

Ásþór Sigurgeirsson
Hönnuður hjá Slippnum

Ásþór ætlar að fjalla um stöðuna í greininni, hverjir eru styrkeikar og veikleikar tæknifyrirtækja. Hverjar eru áskoranir og framtíðarhorfur í tæknimálum? 

Ásþór er vélfræðingur og sjávarútvegsfræðingur og starfar sem hönnuður hjá Slippnum. Hann hefur komið að ýmsum verkefnum hjá Slippnum meðal annars hönnun á sjálfvirku flutningskerfi í lest togskipa og þróun á búnaði sem eykur gæði og einsleitni hráefnis úr blæðingar og þvottaferli bolfisks.  

Tue 10:05 am - 10:20 am
Samkeppnishæfi Íslands

10:20 am - 10:35 am

Spurt og svarað

Sóley KaldalSilfurberg B

Sóley Kaldal
Sérfræðingur hjá Matvælaráðuneytinu

Málstofustjóri leiðir umræðu efni málstofunnar. Þá mun málstofustjóri passa uppá tímanotkun allra og reka áfram með harðri hendi þannig að skilaboð séu hnitmiðuð og hægt að ræða betur í pallborði. 

Sóley Kaldal er samningamaður og sérfræðingur í erlendu samstarfi á skrifstofu Matvælaráðuneytisins. Hún er áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur að mennt og hefur víðtæka þekkingu á sjávarútvegi. Hún er með M.A.S. gráðu í alþjóðasamskiptum frá Yale háskóla og hefur diplómagráður í stefnumótunaraðferðum byggðum á sannreyndum staðreyndum, í hafrétti og stefnumótun og fleira. Hún hefur m.a. unnið að greiningum á öryggi íslenskra hafsvæða og ráðgjöf um kerfislægar útbætur. Áður starfaði Sóley hjá Landhelgisgæslunni þar sem hún leiddi alþjóðasamskipti með áherslu á norðurslóðamál og þjóðaröryggi en auk þess hefur hún veitt þjóðaröryggisráði ráðgjöf og komið að fjölmörgum verkefnum sem snúa að öryggi og hagsmunum Íslands og íslenskra hafsvæða.

Tue 10:20 am - 10:35 am
Samkeppnishæfi Íslands

10:25 am - 10:45 am

Spurt og svarað

Birna EinarsdóttirSilfurberg A

Birna Einarsdóttir
Stjórnarformaður Iceland Seafood

Birna Einarsdóttir er stjórnarformaður Iceland Seafood. Birna hefur yfir 30 ára reynslu í fjármálageiranum. Hún starfaði sem bankastjóri Íslandsbanka hf. frá 2008-2023 en fyrir það starfaði hún hjá Royal Bank of Scotland. Áður en hún flutti sig yfir í fjármálageirann vann hún í markaðsmálum og var markaðsstjóri hjá Stöð 2.   

Tue 10:25 am - 10:45 am
Fiskisagan

11:15 am - 1:00 pm Fróðleikur um fiskveiðistjórnun annarra landa, markmið og leiðir - skiljum og lærum til samskipta og viðskipta

No workshops in this session.

11:15 am - 1:00 pm Sjávarútvegstengd nemendaverkefni - hvað eru nemendur framhaldsskóla og háskóla á Íslandi að gera?

No workshops in this session.

1:30 pm - 3:15 pm BétilBé eða BétilSé

No workshops in this session.

1:30 pm - 3:15 pm Samningatækni, samskipti og þrautsegja

No workshops in this session.

1:30 pm - 3:15 pm Áhrif náttúruhamfara

No workshops in this session.

Scroll to Top